Bændablaðið - 09.06.2016, Side 28

Bændablaðið - 09.06.2016, Side 28
28 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. júní 2016 Síðasta dag maímánaðar héldu Bændasamtökin hóf til heiðurs þremur starfsmönnum sem um áratuga skeið hafa þjónað sam- tökunum en hafa nú flutt sig yfir í Matvælastofnun. Þetta eru þau Guðrún Sigríður Sigurjónsdóttir, nú skrifstofu- fulltrúi búnaðarmála hjá MAST. Hún hóf störf hjá Búnaðarfélagi Íslands árið 1976. Þaðan lá leiðin árið 1988 til Framleiðsluráðs land- búnaðarins. Þegar Framleiðsluráðið var síðan lagt niður um áramótin 1999–2000 flutti Guðrún, eða Gulla Sigga eins og flestir þekkja hana, með verkefnunum sínum yfir til Bændasamtaka Íslands, en þau voru stofnuð 1995. Hún flutti síðan yfir til Landssamtaka sláturleyfishafa árið 2000, en þau voru líka með aðsetur í Bændahöllinni. Árið 2013 flutti hún svo á ný með verkefnum Landssamtakanna yfir til BÍ. Allan tímann var Gulla Sigga í raun að halda utan um sömu verkefnin, er lutu m.a. að gagnaöflun og að sinna stuðningsgreiðslum fyrir hönd rík- isins til sláturleyfishafa og bænda. Hún flutti svo enn með verkefnin yfir til MAST árið 2016 samfara lagabreytingum um flutning verk- efna frá BÍ. Ómar Sigurvin Jónsson, nú fag- sviðsstjóri búnaðarmála hjá MAST, hóf störf hjá Framleiðsluráði árið 1979 og sá þar í byrjun um útreikninga á búmarki. Varð síðan umsjónarmaður Fóðursjóðs og gerðist í framhaldinu gjaldkeri Framleiðsluráðs og var aðalbókari ráðsins þar til það var lagt niður í árslok 1999. Þá fór hann yfir til Bændasamtakanna og tók að sér verkefni í sambandi við beingreiðsl- ur, sjóðagjöld og greiðslumark, sem starfsmenn Framleiðsluráðs, sem fluttust ekki yfir til BÍ, höfðu áður sinnt. Ásdís Kristinsdóttir, nú skrif- stofufulltrúi búnaðarmála hjá MAST, hóf störf hjá Búnaðarfélagi Íslands árið 1983. Hún flutti síðan yfir til Bændasamtaka Íslands við stofnun þeirra 1995. Yfirfærsla verkefna til MAST Fyrir áramótin 2014 til 2015 voru verkefni þessara þremenninga hjá Bændasamtökunum sett undir hatt sérstakrar deildar innan BÍ sem nefnd var Búnaðarstofa og var stýrt af Jóni Baldri Lorange sem áður var yfirmaður tölvudeildar BÍ og hafði einnig umsjón með WorldFeng og hefur enn. Í kjöl- far lagabreytingar voru verkefni Búnaðarstofu svo endanlega flutt yfir til MAST um síðustu áramót í sjálfstæða einingu sem nefnd var „Búnaðarmálaskrifstofa“. Urðu Ómar og Guðrún Sigríður þá starfs- menn MAST en Ásdís hélt áfram þeim við hlið sem starfsmaður BÍ. Nú hefur hún einnig verið ráðin til MAST og hefur þar formlega störf 1. júlí. Þeim til aðstoðar var Bjarki Pjetursson ráðinn á búnaðarmála- skrifstofu MAST fyrir skömmu og sem fyrr er Jón Baldur Lorange framkvæmdastjóri skrifstofunn- ar sem er til hús á annarri hæð Bændahallarinnar (Hótel Sögu). Gríðarleg þekking og reynsla Í höndum þessa fólks er eins og undanfarna áratugi tölfræðileg upp- lýsingaöflun er lýtur að framleiðslu íslensks landbúnaðar. Þar undir eru einnig öll talnasöfnun um fjölda búfjár Íslendinga, upplýsingar um slátrun og aðra afurðaframleiðslu og margvíslegt skýrsluhald. Allt er þetta svo grunnur að úthlutun stuðn- ingsgreiðslna ríkisins við bændur sem BÍ annaðist áður fyrir hönd ríkissjóðs. Ljóst er að þremenningarnir búa yfir gríðarlegri upplýsinga- þekkingu á sviði landbúnaðarmála. Samanlagður starfsaldur þremenn- inganna hjá fyrrnefndum stofnunum og í þágu íslenskra bænda er 110 ár. Þökkuð störf í þágu bænda Sigurður Eyþórsson, framkvæmda- stjóri Bændasamtaka Íslands, þakk- aði þeim fyrir dygga og frábæra þjónustu í þágu íslenskra bænda í gegnum tíðina. Tók hann þó fram að þetta væri engin kveðjustund, því íslenskir bændur myndu áfram þurfa á þeirra þjónustu að halda um ókominn tíma, þó skipt hafi verið um vinnuveitanda. Þökkuðu þremenningarnir fyrir sig og lýsti Gulla Sigga því með dæmisögu hvernig þeirra vinna snerist að verulegu leyti um mann- leg samskipti og að leysa úr málum sem upp geta komið í flóknu kerfi. Ánægjuleg samskipti við bændur og starfsfólk Bændasamtakanna í gegnum tíðina væri það sem skýrði best hvers vegna hún, Ásdís og Ómar hafi verið svo lengi í starfi á sama vettvangi. /HKr. síðustu 33 árum reyndar sá lang- mesti á landsvísu, eða tæp 69%. Þannig fækkaði sauðfé úr 12.034 árið 1982 í 3.754 kindur árið 2015. Skýringin er án efa vaxandi þéttbýli sem gerir allt sauðfjárhald erfiðara. Þá hefur orðið gríðarlegur sam- dráttur í alifuglarækt á síðustu 33 árum. Þar er um met að ræða, samdrátt upp á ríflega 65%, eða úr 177.834 í 61.231 fugl samkvæmt tölum MAST. Hafa verður þó alla fyrirvara á þessum tölum í ljósi mis- munandi aðferðarfræði í gegnum tíðina. Spurning hvort tölur um 45% samdrátt í hrossaeign standist Þótt áhugi fyrir hrossum virðist mik- ill á þessu svæði, þá hefur samt orðið nær helmings samdráttur í þeirri grein samkvæmt tölum MAST. Fækkaði hrossum úr 6.125 árið 1982 í 3.365 árið 2015, eða um 45%. Virðist þarna um mikla öfugþróun að ræða miðað við flesta aðra lands- hluta. Ekki er samt ólíklegt að þessar tölur endurspegli þann vanda sem verið hefur uppi um talningu hrossa hjá tómstundabændum í mesta þétt- býlinu. Vonast menn til að breyting verði til batnaðar á þeirri skráningu strax í haust. Því kann að vera að tölur um hrossaeign á höfuðborgar- svæðinu og á Reykjanesi kunni að breytast talsvert á næsta ári. Fjölgun í öðru dýrahaldi Aðrar breytingar í búfjáreign á þessu svæði eru þær að nautgripum hefur fjölgað úr 1.076 í 1.279 og svínum hefur einnig fjölgað, eða úr 515 í 1.376. Því til viðbótar hófst minka- rækt að nýju í Helgadal árið 1986 eftir nokkurra ára hlé og voru þar skráð 2.974 dýr árið 2015. /HKr. Í síðasta Bændablaði var fjallað nokkuð um flutning búfjáreftirlits til nýrrar búnaðarmálaskrifstofu Matvælastofnunar (MAST) í samræmi við breytingu á lögum um búfjárhald nr. 38/2013. Framkvæmdastjóri búnaðarmálaskrifstofunnar er Jón Baldur Lorange. Að sögn Jóns Baldurs tók MAST að fullu við búfjáreftirliti, söfnun forðagæsluskýrslna, úrvinnslu og afgreiðslu gagna um fjölda búfjár og fóðuröflun í landinu, af Bændasamtökum Íslands um mitt ár 2010. Frá árs- byrjun 2006 höfðu Bændasamtökin sinnt þessu opinbera hlutverki í umboði MAST eftir lagabreytingu þar um, en fram að því hafði Búnaðarfélag Íslands og forverar þess haft umsjón með forðagæslumálum, allt frá fyrstu lagsetningum um þessi efni seint á 19. öld og snemma á þeirri 20. Segja má að endanlegum flutningi stjórnsýsluverkefna frá Bændasamtökunum til MAST hafi verið lokið um síðustu áramót með flutningi á umsýslu stuðningsgreiðslna í landbúnaði sem byggði á breytingu á búvörulögum sem samþykkt voru á Alþingi sumarið 2015. Þar með er hagtölusöfnun, sem Hagstofa Íslands nýtir sér um íslenskan landbúnað, umsjón með hjarðbókum um lifandi búfé, tölur um framleiðslu og sölu búvara og stuðningsgreiðslur í landbúnaði komið á einn stað á búnaðar- málaskrifstofu MAST. Verið að leysa úr vanda við talningu á hrossum Jón Baldur, sem samhliða starfi sínu hjá MAST sinnir einnig starfi verk- efnisstjóra WorldFengs, upprunaættbókar íslenska hestsins, segir að alla tíð hafi verið erfitt að eiga við gagnasöfnun um fjölda hrossa. Fyrir því séu margvíslegar ástæður. Þó að þorri bænda séu með gögn í lagi í hrossarækt- inni eins og öðrum greinum, fylgi ákveðinn vandi hrossaeign einstaklinga í þéttbýli. Bylting hafi orðið með tilkomu upptöku skipulags skýrsluhalds í hrossarækt í kringum 1990 og síðan með skýrsluhaldskerfinu Feng, sem var tekið í gagnið árið 1991, sem síðar varð WorldFengur, alþjóðlegur gagnagrunnur, árið 2001. „Það skapaði ákveðinn vanda þegar voreftirlit var lagt af með breytingu á lögum um búfjárhald árið 2013 og sex dýraeftirlitsmenn MAST komu í stað rúmlega 40 búfjáreftirlitsmanna, sem voru á vegum sveitarfélaganna. Frá þeim tíma hafa tölur um hross ekki skilað sér frá hrossaræktendum í þéttbýlinu með ásættanlegum hætti. Við hjá MAST, búnaðarmálaskrifstofa og Sigríður Björnsdóttir, sér- greinadýralæknir hrossa, funduðum með Þorvaldi Kristjánssyni, ábyrgðar- manni hrossaræktar hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML), og útfærðum hvernig bæta megi þessa talnasöfnun. Við fórum yfir það hvernig við gætum sem best treyst talnagrunn hrossa í landinu á næstu misserum. Það var niðurstaða okkar að efla skýrsluhaldið í hrossarækt og koma upp árlegum skilum á því í WorldFeng. Jafnframt því sem það myndi tryggja betri skil á hjarðbók, þá bætir þetta skýrsluhalds- og ræktunargögn til muna fyrir Bændasamtökin og RML. Það vinnst því margt með þessu. Hluti þessarar lausnar var að bæta inn í WorldFeng skráningu á umráðamanni í samræmi við reglugerð um merkingar búfjár. Með því fæst heildstæð skrá um alla umráðamenn hrossa sem ber að skila inn hjarðbókarupplýsingum og haustskýrslum vegna búfjáreftirlitsins. Þegar þetta hefur náð fram að ganga þá geta umráðamenn valið með sjálfvirkum hætti að skila gögnum úr WorldFeng inn í haustskýrslu í Bústofni samhliða því sem þeir skila inn skýrsluhaldinu.“ Öflugt skýrsluhald er í þágu bænda Jón Baldur segir alltaf best að notast við jákvæða hvatningu og sem byggir á því að bændur þurfi aðeins að skila sömu gögnum einu sinni. Þannig sé kerfið byggt upp í dag. Bændur, sem eru þátttakendur í skýrsluhaldi Bændasamtakanna, skila inn fullnægjandi hjarðbókargögnum í samræmi við lög og reglur þar um. Skil á haustskýrslum fyrir búfé, forða og land- stærðir eru lögbundin og þær upplýsingar eru grunnur að hagtölusöfnun um lifandi búfé í landinu en jafnframt grunnur að stuðningsgreiðslum til bænda. Þeir sem ekki skila haustskýrslum fyrir 20. nóvember ár hvert eiga þá von á því að dýraeftirlitsmenn MAST komi í heimsókn til að fylla út haustskýrsluna á kostnað umráðamanns. MAST hefur hægt og bítandi verið að herða þetta eftirlit,“ segir Jón Baldur. Engin skráning – enginn stuðningur Þá segir Jón Baldur nauðsynlegt að tryggja fullnægjandi skil og eftirlit með þeim búfjáreigendum, sem aðeins skila inn hjarðbókarupplýsingum, en eru ekki þátttakendur í skýrsluhaldi búgreinanna. Samkvæmt reglugerð um merkingar búfjár þurfi að skila inn upplýsingum með reglubundnum hætti inn í hjarðbækur. Fastar verður nú tekið á því að hjarðbókum verði skilað á réttum tíma, enda getur það haft áhrif á stuðningsgreiðslur til bænda. Það geta bændur gert með rafrænum hætti í gegnum skýrsluhaldskerfi Bændasamtakanna. /HKr. Talnasöfnun um búfjárhald nú í höndum búnaðarmálaskrifstofu MAST Þremur fyrrverandi starfsmönnum Bændasamtakanna þökkuð störf við flutning þeirra til MAST: Samanlagt með 110 ára reynslu af störfum í þágu bænda Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, Guðrún Sigríður Sigurjónsdóttir, Ásdís Kristinsdóttir og Ómar Sigurvin Jónsson. Mynd / HKr.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.