Bændablaðið - 09.06.2016, Qupperneq 45

Bændablaðið - 09.06.2016, Qupperneq 45
45Bændablaðið | Fimmtudagur 9. júní 2016 Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Vavilov úr hungri í umsátrinu án þess að koma upp um hvar fræin voru falin. Hluti fræ-, róta- og aldinsafnsins var hýstur í Úkraínu og á Krímskaga og féll það í hendur Þjóðverja árið 1943. Liðsmenn SS-sveita þýska hersins fluttu það sem herfang til varðveislu í Lannach-kastala í Austurríki. Uppgangur Lysenko Á meðan Vavilov ferðaðist um heim- inn og skoðaði plöntur vann Lysenko sig upp innan kommúnistaflokksins og var einn helsti ráðgjafi Stalíns um landbúnað og hvað ræktun varðar. Lysenko hafði andúð á erfðafræði og þróunarkenningu Darwins og taldi hvort tveggja enn eitt dæmið um stéttahyggju og valdatæki yfirstéttarinnar. Hann var þeirrar skoðunar að veiklaðar plöntur fórn- uðu sér fyrir þær sterkari og legðust niður til að deyja yfir rótum þeirra og breyttu sér í áburð. Lysenko til málsbóta þá lagði hann áherslu á dýravelferð og taldi réttilega að kýr mjólkuðu betur væri farið vel með þær. Handtaka og dauði Vavilov forðaðist framan af að gagn- rýna ræktunarhugmyndir Lysenko en mun persónulega hafa þótt hann ærið slakur ræktunar- og fræðimað- ur. Að lokum, þegar hann var undir þrýstingi beðinn um að gefa sitt álit á hugmyndum Lysenko, gagnrýndi hann þær harðlega. Lysenko læddi nokkrum vel völdum orðum í eyra Stalín og 6. ágúst 1940 var Vavilov handtekinn þar sem hann var á ferða- lagi í Úkraínu. Eftir langar og strangar yfir- heyrslur, sem sagt er að hafi verið nálægt 400, allt að 13 klukkustund- ir í senn og samanlagt um 1700 klukkustundir, var Vavilov dæmdur til dauða í júlí 1941. Í dómnum er hann sakaður um að grafa undan sovéskum landbún- aði. Ári seinna var dómnum breytt í tuttugu ára fangelsi. Hann lést úr næringarskorti í Gúlaginu árið 1943. Hafinn til skýjanna Vavilov var formlega náðaður af hæstarétti Sovétríkjanna 1955. Hann var útnefndur sem ein af hetjum sovéskra vísinda skömmu fyrir 1980. Reyndar voru valdhaf- ar í Sovét svo uppteknir af því að hefja minningu Vavilov til skýjanna á sjötta og áttunda áratug síðustu aldar að þeir gáfu út frímerki með mynd af honum og nefndu bæði gíg á tunglinu og litla plánetu í höfuðið á honum. Dúnhreinsunin ehf. Við Axarhöfða, 110 Reykjavík Sími 892 8080 Með nýjum viðskiptasamböndum okkar hefur spurn eftir íslenskum æðardúni aukist og verðmæti hans sömuleiðis. Nú þurfum við aukið magn til hreinsunar og sölu og borgum fyrir vikið hærra verð en fyrr. Við greiðum 215-220 þúsund krónur fyrir hvert kíló af fullhreinsuðum æðardúni og hvetjum bændur til að hafa samband við okkur sem fyrst. DÚNN HÆKKAR DUNHREINSUNIN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.