Bændablaðið - 09.06.2016, Qupperneq 50

Bændablaðið - 09.06.2016, Qupperneq 50
50 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. júní 2016 Helstu nytjadýr heimsins Asnar á fjórum fótum Asnar eru skyldir hestum en langt er frá að þeir njóti sömu virðingar þrátt fyrir að vera harðgerð og öflug dráttar- og burðardýr. Sagt er að Kleópatra drottning hafi baðað sig í ösnumjólk og Jesús reið á asna inn í Jerúsalem á pálma- sunnudag Áætlað er að í heiminum séu rúm- lega 50 milljón ferfættir asnar og er flesta þeirra að finna í efnaminni löndum þar sem þeir eru aðallega notaðir sem dráttar- og burðardýr. Nákvæmar upplýsingar um fjölda asna í heiminum eru á reiki þar sem tölur um fjölda búfjár eru yfirleitt tak- markaðar í þeim löndum þar sem þeir eru flestir. Talið er víst að ösnum hafi fjölgað talsvert undanfarna áratugi og að þeim muni halda áfram að fjölga í framtíðinni. Fjöldi asna í Kína er áætlaður um 15 milljónir og þar á eftir er fjöldinn talinn mestur í Pakistan, Eþíópíu og Mexíkó. Enga ferfætta asna er að finna á Íslandi og ekki er vitað til að reynt hafi verið að flytja þá inn. Asnar í ættkvíslinni Equus Allir núlifandi asnar eru afkomendur villtra asna í Afríku, Equus africanus, sem flokkaðir eru í tvær undirtegundir. Sómalíska villiasna, E. africanus som- aliensis, og E. africanus africanus, sem er forfaðir asna eins og við þekkjum þá í dag. Vitað er um tvær tegundir innan ætt- kvíslarinnar sem eru útdauðar, asnar sem lifðu villtir í Evrópu, E. hydruntin- us, fyrir rúmum tíu þúsund árum og tegund sem lifði í Norður-Afríku E. africanus atlanticus, og dó út á tímum Rómaveldis. Fjöldi undirtegunda Latneskt heiti nútíma asna er Equus africanus asinus. Fornafnið vísar til ættkvíslarinnar og skyldleika þeirra við hesta. Millinafnið til upprunans í Afríku en asinus er tegundarheitið. FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, flokkar tegund- ina í um 200 undirtegundir. Tæplega 50 þessara undirtegunda er að finna í Evrópu og aðra 50 í Mið-Austurlöndum, 35 í Asíu og Kyrrahafslöndunum, um 25 í latnesku Ameríku, aðrar 26 í Afríku og 5 í Norður-Ameríku. Dæmi um undirtegundir eru abs- intíuasnar í Eþíópíu, tröllaasnar í Norður-Ameríku, sem eins og nafnið gefur til kynna, eru óvenju stórir og kallast Mammút Jack, anatólíuasnar í Tyrklandi, próvens-, pýrenea- og bour- bonasnar í Frakklandi, anes í Tógó, villtir asinaraasnar á Ítalíu, katalínu- asnar á Spáni og kiang í Tíbet, Kasmír og Nepal. Villtir asnar eru víða í heiminum í útrýmingarhættu Auk náttúrulegra undirtegunda hafa menn haft gaman af því að æxla ösnum við nánustu ættingja sína í dýraríkinu. Múlasni er afkvæmi hests og ösnu sem líkist yfirleitt móðurinni að stærð en höfuðið, fæturnir og taglið föður. Blendingur asnafola og merar kallast múldýr og eru stór eins og hestar, fæturnir grannir, eyrun löng og taglið stutt og þykja góð reiðdýr. Frumleg útgáfa þessarar æxlunar er afkvæmi asna og sebradýra sem kallast líklega sebraasni eða KR-ingur. Blendingar af þessu tagi eru ófrjó- ir og geta því ekki eignast afkvæmi. Uppruni asna Rannsóknir í erfðafræði benda til að fyrstu asnarnir eða frumasninn sé upprunninn í norðaustanverðri Afríku og er nánustu ættingja þeirra að finna í Afríku í dag. Asnar hafa einungis verið nýttir í 5.000 ár sem er stutt miðað við önnur húsdýr. Talið er að fyrstu asnarnir hafi verið tamdir í Egyptalandi og Mesapótamíu 3.000 árum fyrir upp- haf okkar tímatals sem burðar- og dráttardýr. Asnar eru sterk, þolin og léttfætt dýr sem tóku við af naut- gripum sem burðardýr og jók asninn mjög á getu fólks til að flytja á milli svæða og er það talin ein aðalástæðan fyrir hraðri útbreiðslu hans. Í eignaskrám auðugra fjölskyldna í Egyptalandi á þriðju öld fyrir Krist kemur fram að sumar fjölskyldurnar áttu yfir hundrað asna sem var beitt Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Allt frá því að fyrstu asnarnir voru tamdir hafa þeir verið nýttir til reiða og sem burðar- og dráttardýr. Innreið Jesú í Jerúsalem. Mósaíkverk í Palermo á Ítalíu frá því um 1150. Capricho númer 42 eftir spænska málarann Goya. Tröllaasnar eru ræktunarkyn í Norður-Ameríku sem kallast Mammút Jack.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.