Bændablaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 53

Bændablaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 53
53Bændablaðið | Fimmtudagur 9. júní 2016 Geðþóttaákvörðun hlýtur að ráða þegar sagt er um Hrafnabjörg, að þar sé „lýsing á svæði sem annars vegar er undirorpið beinum eignar- rétti, og hins vegar óbeinum eignar- rétti“. Sama er sagt um Snóksdal, Hundadal, Skarð í Haukadal og Fremri-Vífilsdal. Auðvelt væri og að finna fleiri jarðir þar sem svipuð landnýting var. „Utan eignarlanda“ er sagt um land jarðar sem fráskilið er öðru landi hennar. Torskilið er hvers vegna réttur til þess lands er minni en annars lands í eigu sömu jarðar. Hér má bæta við að Björn Lárusson sagði (The old Icelandic land registers. 30), að jörð væri ein framleiðslueining. Jarðir eins og t. d. Staðarfell og Snóksdalur voru ein framleiðslueining, þótt land þeirra væri tvískipt. Í Kröfum er ljóslega mjög léleg sagnfræði, kemur það m. a. fram af notkun Landnámu, hve land var numið hátt; einnig það sem segir t. d. um Flekkudal, Svínadal í eigu Hvols og selland Sauðafells. Eins og áður sagði byrjuðu þjóðlendu- málin án rannsókna og í framtíðinni verður sögulegur grundvöllur þjóð- lendumálanna vel rannsakaður. Vart verða þá dómar um vinnubrögðin mildari en hér. Selstaða var vanalegast í heima- landi og því rangt að tala um annars konar eignarrétt á landi þar sem sel var, sbr. það sem sagði um selland Sauðafells og Botn við Svínbjúg. Jörðin Seljaland var byggð úr landi Hrafnabjarga á 17. öld, mætti ekki segja að krefjast ætti að sú jörð yrði gerð að þjóðlendu? Samkvæmt Jarðabók Árna og Páls (Birna Lárusdóttir. Mannvist. Rv. 2011. s. 240) voru í upphafi 18. aldar sel- stöður á „rúmlega helmingi bæja í Dalasýslu“. Allmörg dæmi eru á Íslandi um að sel hafi orðið sjálf- stæðar jarðir; ætti þá ekki að gera kröfu um, að þær jarðir allar yrðu gerðar að þjóðlendum? Þarf að búa til orðið „sellandseign“, eða eitt- hvað álíka? Það er mjög skrýtið viðhorf í Kröfum að ekki skuli vatnaskil ráða merkjum. Annars held ég engum hafi dottið í hug að tala um að land hafi aðeins verið numið upp í miðj- ar hlíðar fyrr en Hæstiréttur þurfti að fara að sýkna rjúpnaskyttur eða e.t.v. réttara sagt rjúpnaskyttu. Við slíkar aðstæður hljóta landamerki eins og á Hundadalsheiðinni að verða sett að geðþótta. Margar jarðir þarf að skoða til að úrskurða, sumt af landi þeirra er undir beinum eignarrétti en sumt ekki. Niðurstaðan er því tvímælalaust sú, að best yrði fyrir ríkið að draga Kröfur Fjármála- og efnahagsráð- herra … á svæði 9A Dalasýslu til baka, því að kröfurnar byggjast að verulegu leyti á nýyrðum sem hvorki eiga sér neina lagalega né sögulega stoð í heimildum. Með öðrum orðum staðlausir stafir. Auk þess eru kröfur gerðar að geðþótta, mikil ósamkvæmni og augljós hlut- drægni. Í Morgunblaðinu 16. jan. 2016 var greinin: „Lítið hagræði að fjársvelta óbyggðanefnd.“ Þar fylgdi kort af þeim svæðum sem eftir er að taka til meðferðar, eink- um Vestfirðir og Austfirðir. Augljóst er að svæðin sem ríkið krefðist að yrðu þar að þjóðlendu hljóta koma að verða enn þá minni en í Dölum. Myndi slíkt borga sig og væri ekki affarasælast að segja stopp? EFTIRSKRIFT UM EIGENDUR AFRÉTTA Í Grágás, lögum þjóðveldisins, í ákvæðum í landabrigðisþáttar um að telja fé í afrétt, er talað um eigendur afrétta sem landeigendur (Grágás Ib. = Grágás. Kbh. 1852. 114. og Grágás II. = Grágás. Kbh. 1879. 486–7.) Sjá einnig Grágás. Lagasafn íslenska þjóðveldis- ins. Rv. 1992. 335–337 Gunnar F. Guðmundsson rekur ákvæði um eigendur afrétta í bók sinni (Eignarhald á afréttum og almenn- ingum. IV. kafla. Lögafréttir. 39-46.) Þetta er nokkru eldra en nýyrðin afnotanám og afréttareign. Dr. Einar G. Pétursson Eyrarvegi 65 - 800 Selfossi - Símar 587 3344 / 693 2040 - sghus@sghus.is www.sghus.is Smíðumoghönnum SG Hús hannar flestar gerðir af þaksperrum í fullkomnu hönnunarforriti og skilar fullbúnum teikningum til byggingaryfirvalda. Allar sperrur eru samsettar með GTN – 100S gaddaplötum sem pressaðar eru á samskeyti með vökvapressu. Smíðum auk þess ýmsar gerðir af timbur veggeiningum og timburhúsum. - flestar gerðir þaksperra fjölslípi-/fræsisett MFW 228 beltaslípivél BT 75 handfræsari OBF 1200 bandsög - tré HBS 245HQ rennibekkur D460FXL 11.662,- 19.568,- 15.615,- 75.390,- 68.982,- IÐNVÉLAR ehf. | Smiðjuvegi 44-46 | 200 Kópavogur | Sími 414 2700 | idnvelar@idnvelar.is | idnvelar.is t i l b o ð V O R Aukin umferð á Snæfellsvegi Umferðin um mælipunkt Vega gerðarinnar við Eiðhús á Snæfellsvegi hefur það sem af er árs, eða á fyrstu fimm mánuð- um ársins, aukist um 26% miðað við sama tíma í fyrra. Þegar litið er lengra aftur í tímann nemur aukningin um 40%. Leiða má líkur að því að aukin vetrarferðamennska erlendra ferða- manna skýri þessa miklu aukningu, að Snæfellsnes sé í heppilegri fjar- lægð frá höfuðborginni þar sem langflestir erlendir ferðamenn hefja dvöl sína. Sama á reyndar við um Hringveginn sunnan Vatnajökuls þar sem mikil aukning hefur mælst í umferðinni í vetur, þar sem umferðin jókst um heil 8% í mars síðastliðnum. Umferð um Hringveginn hefur aukist umtalsvert og nær greini- lega víðar, m.a. um Snæfellsveg við Eiðshús.Þegar meðal um- ferðin frá árinu 2003–2016 er skoðuð fyrir fimm fyrstu mánuði hvers árs kemur í ljós í taln- ingu Vegagerðarinnar að miklar breytingar hafa átt sér stað, umferð hefur aukist. Á fimm mánaða tímabili, í upphafi hvers árs, vex umferðin árlega um 4% á ári milli áranna 2011–2015 en tekur stökk í ár og vöxturinn nemur 26% frá fyrra ári. /MÞÞ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.