Bændablaðið - 07.11.2019, Side 16

Bændablaðið - 07.11.2019, Side 16
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. nóvember 201916 Brjálaða Bína, Imbakassinn, Brjóstin, Ölæðið, Kirkjuturnarnir og Bangsimon eru allt nöfn á fiski- miðum sem urðu til á fyrstu árum og áratugum skuttogaraaldar. Nýleg örnefni á fiskimiðum hér við land skipta hundruðum ef ekki þúsundum. Sum þeirra eru þekkt í öllum flotanum og víðar, svo sem Hampiðjutorgið, en önnur eru aðeins kunn í þrengri hópum. Flest þessara nafna urðu til eftir að skuttogararnir komu til sögunnar á áttunda áratug síðustu aldar en þeir sóttu á fjölda nýrra miða. Mörg þessara nafna eru skondin, sum nokkuð tvíræð og fáein ekki prenthæf. Þau hafa fæst ratað inn á opinber sjókort, lifa mest í munnlegri geymd og á veiðikortum skipstjóra. Greinarhöfundur fékk það verk­ efni í byrjun þessarar aldar að skrá nokkur ný örnefni á fiskimiðum. Með viðtölum við fjölda skipstjóra var safnað hátt á annað hundrað nöfnum og sagan á bak við mörg þeirra skráð eftir heimildum frá fyrstu hendi. Niðurstöðurnar birt­ ust í þremum greinum í Fiskifréttum. Hér verða nokkur þessara örnefna rifjuð upp og minnst á fáein eldri örnefni í bland. Gráthóllinn, Ostahryggurinn og Tunnuskipið Við hefjum leikinn fyrir norðan land en þar komu fram mörg ný nöfn, einkum eftir að úthafsrækjuveiðar hófust á 9. áratugnum. Austantil í Kolbeinseyjarhryggnum er hóll sem nefndur er Gráthóllinn. „Einn af okkar fremstu og bestu skipstjórum hélt sig mikið á þessu svæði og var oftast einn. Hann grét mikið þegar rætt var við hann og sagðist ekki einu sinni fá upp á haltan hund. Samt kom hann alltaf með fullt skip í land,“ sagði heim­ ildarmaður um tilurð nafnsins. Hryggur vestan við Kol beins­ eyjarhrygg er nefndur Osta hrygg­ urinn. Nafnið er tilkomið af því að lífrænir drullukekkir (svampur) sem minntu á ostakúlur komu gjarnan í rækjutrollið. Víða á Íslandsmiðum eru skips­ flök sem skipstjórar vita um og hafa merkt inn á kort hjá sér. Oft eru góð mið nálægt flökum og ein slík er um 50 mílur beint norður af Ísafjarðardjúpi. Miðin eru kölluð Tunnuskipið og eru þau kennd við dall sem sökk þar á stríðsárunum. Góð veiði er í kringum flakið og í nágrenni þess. Nokkuð bar á því að rækjutogararnir fengju tunnur með fallbyssufeiti í vörpuna en tunnurn­ ar höfðu flækst frá skipinu með straumum. Brjóstin og Kirkjuturnarnir Fjölmörg örnefni yfir fiskimið bol­ fisktogara er að finna í kringum Grímsey. Fyrst skal fræga telja tvo samstæða, fagurskapaða hóla rétt utan við 12 mílna mörkin norður af Grímsey. Þeir þóttu vera í laginu eins og brjóst. Það lá því beinast við að kalla þennan stað Brjóstin. Þarna er mikið kastað enda er létt að toga yfir ávala hólana. Milli Grímseyjar og Kolbeins­ eyjar, rísa tvær strýtur hlið við hlið upp úr botninum. Þær hafa hlotið nafnið Kirkjuturnarnir. Hallgríms­ kirkja myndi blikna við hliðina á þeim. Trollið er dregið utan í þess­ um strýtum. Þar veiddist aðallega þorskur. Kennir margra grasa í Rósagarðinum Vindum okkur þá suðaustur fyrir land. Þar er stórt svæði sem nefn­ ist Rósagarðurinn og er á Íslands­ Færeyjahryggnum svonefnda. Þjóðverjar, sem stunduðu aðal­ lega karfaveiðar, gáfu því nafnið Rosengarten fyrir margt löngu. Nafnið stafar væntanlega af því að upp kom mikið af svömpum, kóröllum og sæfíflum með trollinu en suma sæfífla nefna Þjóðverjar særósir (Seerosen). Óvíða er að finna hressilegri og skemmtilegri nafngiftir en í Rósagarðinum, bæði ný nöfn og önnur gamalkunnug. Nyrst á slóðinni er veiðisvæði sem nefnt er Hórukassinn. Þar fyrir sunnan er Koníaksflaskan. Og þá koma þrír kassar í viðbót: Imbakassinn, Vodkakassinn og Viskíkassinn. Sunnarlega í Rósa garðinum er Kamarinn Í Rósagarðinum er einnig Ölæðið. Sagan segir að skipstjóri einn hafi verið að koma úr siglingu frá Þýskalandi. Hann kastaði þarna í ölæði á heimleiðinni og fékk góðan afla. Eftir það heitir veiðistaðurinn Ölæðið. Brjálaða Bína og Brigitte Bardot eru á Fjöllunum Fjöllin eru skemmtilegt svæði suður og suðvestur af Reykjanesi. Þau ná frá Boðagrunni í norðri, sem eru um 40 sjómílur frá Garðskaga, og enda í suðvestri til móts við Mjölsekkinn sem eru vel þekkt fiskimið frá gam­ alli tíð. Fjöllin eru einar 70 mílur á lengd og 5 til 10 mílur á breidd. Á þeim er aðallega karfa­ og ufsaslóð. Suðvestan við Boðagrunn er andstyggilegur hóll sem nefnd­ ur er Brjálaða Bína. Hugrökkustu mönnum stóð ógn af þessu svæði. Einhvern veginn blandaðist teikni­ myndasagan um Högna hrekkvísa í umræðuna er menn voru þar að veið­ um. Það eina sem Högni hræddist var Brjálaða Bína. Eftir það fékk hóllinn skelfilegi nafn hennar. Sunnarlega á Fjöllunum eru þrír hólar sem kallaðir eru einu nafni Þríburarnir. Suðvestan við Þríburana er hraun­ og kóralslóð sem gaf vel af karfa og nefnist hún Syndabælið. Eins og nafnið bendir til var þetta erfið fiskislóð og veiðarfæratjón syndsamlega mikið. Ekki langt frá Syndabælinu er Brigitte Bardot. Þetta nafn er mjög langsótt. „Ég eyðilagði tvo belgi gjör­ samlega á tveim dögum. Þá kallaði bátsmaðurinn staðinn Belgjabana. Það nafn þótti óþjált í munni og var stytt í BB. Þetta eru upphafsstafirnir í nafni leikkonunnar Brigitte Bardot og þannig yfirfærðist nafn hennar á miðin,“ sagði heimildarmaður. Á djúpslóð utan við Fjöllin er karfahóll sem nefnist Bangsimon. Skipstjóri á Ásbirni RE rakst á þenn­ an hól og mokfiskaði þar. Hóllinn heitir eftir skipinu. Frá djúpslóðinni suður af Fjöllum tekur við svæði sem einu nafni er nefnt Myrkrið og nær það út undir landhelgislínuna. Torgi hins himneska friðar Kjartan Stefánsson kjartanst@simnet.is Fyrir nokkrum dögum urðu á vegi mínum nokkur hefti af tímaritinu Íslenzk fyndni sem Gunnar Sigurðsson frá Selalæk, þingmaður og lög- fræðingur, gaf úr á árunum 1936 til 1961. Í heftunum sem urðu nokkuð mörg er að finna smellnar skemmtisögur og gaman vísur. Ég hef áður skoðað nokkur af þessum heftum en það var ekki fyrr en núna sem ég áttaði mig á hversu dásamlegur alda­ spegill heftin eru. Smekkur fyrir sögunum er misjafn og ekki víst að þær séu allar örugg heimild fyrir kímnigáfu Íslendinga þrátt fyrir að heftin hafi selst þokka­ lega og komið út í mörg ár. Í þeim er að finna allt í senn aulafyndni, hótfyndni og meinfyndni og sögur sem erfitt er að hugsa sér að nokkrum manni þyki fyndnar. Kona ein spurðu manninn sinn: „Var Pétur postuli píslar­ vottur?“ „Ég veit það ekki,“ svaraði bóndi hennar. „Ég veit ekki hvort hann var giftur eða ekki.“ Auglýsing fest upp í slátur­ húsinu á Ísafirði: „Tökum af meðlimum vorum upp í slátur­ kostnað.“ Maður einn sagði frá matar­ vist, þar sem hann hafði dval­ izt við sjó, og var lýsing hans á þessa leið: Það var brytjuð mygluð harðgrásleppa ofan í vatnsgrautinn, og svo var þetta kallað rauðmagasúpa.“ Magga litla, þriggja ára gömul, var vön að sjá bróður sinn, á fyrsta ári, skríða á fjórum fótum. Í fyrsta skipti, sem hún sá bróður sinn rísa upp og standa í fæturna, kallaði hún til móður sinnar: „Nei, sjáðu mamma! Hann litli bróðir stendur á aft­ urfótunum.“ Togaraháseti var að skola steinbít, sem átti að setja á ís. Hann var óvanur verkinu og fórst það óhönduglega. Skipstjóranum þótti hann hroðvirkur og sagði: „Geturðu ekki draugast til að skola steinbítinn betur?“ „Á ég kannske að bursta í honum tennurnar líka?“ svaraði þá hásetinn. Hreppstjóri einn, sem var upp með sér af stöðu sinni, sagði að hann væri fjórði maður að emb­ ættistign frá forseta. Siggi litli, fjögurra ára, fékk að fara í kirkju með móður sinni. Móðir hans sagði honum, að hann yrði að steinþegja í kirkjunni alla messuna, því að enginn mætti tala hátt í kirkju. Þetta gekk nú allt vel, þangað til presturinn fer upp í stólinn og byrjar að prédika, þá kallar strákur: „Þegiðu, manni! Það má ekki tala hátt í kirkjunni.“ Símon kom einhverju sinni að Skúmsstöðum í Landeyjum. Ragnhildur húsfreyja bar honum mat, en gleymdi að láta hníf hjá honum. Símon matast nú, snýr sér síðan að Ragnhildi og segir: „Ég þakka þér nú fyrir matinn, Ragnhildur mín, en það var mikil mildi, að ég drap mig ekki með hnífnum.“ Bóndi var að koma heim úr skreiðarferð og kom með þorskhausa, eins og gerðist í þá daga. Þegar húsfreyja sá þorskhausana leizt henni ekki vel á þá, þótti þeir ekki vel verkaðir og varð á orði: „Þér var nær að koma hauslaus en að koma með þetta.“ Heftin sem mér áskotnuðust eru mikill happafengur og ég hlakka mikið til að lesa þau því eins og prófarkalesarinn sagði: „Það jafnast ekkert á við íslensk­ an húmor.“ /VH STEKKUR NYTJAR HAFSINS Íslenzk fyndni Hér hefur nokkrum örnefnum verið safnað saman á eina bleyðu eins og teiknarinn, Sigurður Ingi Jensson, sér þau fyrir sér.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.