Bændablaðið - 07.11.2019, Qupperneq 45
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. nóvember 2019 45
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins
Ætternisleiðréttingar á grunni
arfgerðargreininga
Í tengslum við verkefnið um
erfðamengisúrval fyrir íslenska
kúastofninn voru tekin rúmlega
7.500 vefjasýni úr kúm og kvígum
á 122 búum víðsvegar um landið
veturinn 2017-18. Því til viðbótar
voru send sæðissýni úr um 700
nautum til arfgerðargreiningar.
Niðurstöður þessara sýna hafa
á undanförnum vikum og mánuð-
um verið bornar saman við skráð
ætterni þessara gripa. Í ljós hefur
komið að nokkuð er um villur í ætt-
ernisskráningu en samhliða þessari
vinnu hefur ætterni viðkomandi
gripa verið leiðrétt í gagnagrunnin-
um Huppu.
Við höfum áður sagt frá rangt
skráðu ætterni örfárra sæðinganauta
en enn hefur ekkert verið upplýst
um heildarumfang rangfærslna í
heild sinni. Í ljós hefur komið að
fjöldi villna er rétt um 430 talsins
sem nemur u.þ.b. 5,2%. Það er
innan þeirra marka sem reiknað var
með en sem dæmi þá eru samsvar-
andi tölur frá Noregi og Svíþjóð
nálægt 3–4%.
Ástæðum þessara villna má
einkum skipta í þrennt. Í fyrsta lagi
er um að ræða víxl á kálfum við
merkingu, í öðru lagi rangskrán-
ingar og í þriðja lagi mistök við
sæðingar eða skráningar þeirra.
Þessar villur má allar rekja til
mannlegra mistaka, nokkuð sem
mjög erfitt eða ómögulegt er að
komast hjá. Í ljós hefur komið að
mikill munur er milli búa þegar
kemur að víxli á kálfum við merk-
ingu og er greinilegt að því fyrr
sem kálfarnir eru merktir því minni
hætta er á slíku. Villur sem stafa af
gripavíxli telja um helming allra
villna en hafa verður í huga að hver
og ein villa er tvítalin, því verði víxl
koma alltaf a.m.k. tveir gripir við
sögu. Þessum villum má auðveld-
lega fækka verulega með breyttu
verklagi á viðkomandi búum.
Rangskráningar eru um fjórð-
ungur allra villna. Þar er um að
ræða villur eins og að gripur er
skráður undan sæðinganauti en
reynist svo undan heimanauti eða
öfugt, móðir hefur haldið við fyrri
eða seinni sæðingu eða faðir er
skráður nautið sem sætt var með
eftir burð. Þá getur verið um það
að ræða að móðir hafi fengið við
nauti án þess að um það hafi verið
vitað. Þarna er oftast hreinlega um
mistök að ræða við skráningar og
villum sem þessum má auðveldlega
fækka með aukinni vandvirkni og
nákvæmni við skráningar.
Mistök við sæðingar eða skrán-
ingar þeirra eru einnig um fjórð-
ungur villuorsakanna. Þar er um
að ræða að frjótæknir gerir mis-
tök við skráningu nautsins, skráir
rangt númer eða ruglast á númer-
um, víxlar kúm við skráningu eða
sæðingu, grípur rangt strá (oftast
samlitt strá úr öðru nauti) eða tví-
sæðir hvort með sínu nautinu hvorn
sinn daginn. Eðlilega gera frjótækn-
ar mistök eins og aðrir og flestar
þessara villna er eitthvað sem búast
má við. Hins vegar má með aukinni
nákvæmni draga úr fjölda þessara
villna.
Í heildina getum við verið mjög
sátt við lítið umfang villna. Fjöldi
þeirra er innan þeirra marka sem
vænta mátti og það góða er að
þeim má fækka mikið með örlítilli
breytingu á verklagi og aukinni
nákvæmni.
Guðmundur Jóhannesson
ábyrgðarmaður í nautgripa-
rækt
mundi@rml.is
Efstu naut
Eftir breytingar á heildareinkunn
hefur orðið breyting á röð efstu
nauta. Bambi 08049 trónir á toppnum
að nýju með firnagóða einkunn upp
á 116. Næstur honum kemur Bakkus
12001 með 113 eftir að hafa styrkt
sína stöðu og næstir í röðinni eru
Hálfmáni 13022 og hið mikla og
farsæla kynbótanaut Birtingur 05043
með 112 í einkunn. Skammt undan
eru Baldi 06010, Úlli 10089, Sjarmi
12090 og Jörfi 13011 með 111.
Athyglisvert að sjá að Baldi og Úlli
hafa styrkt sína stöðu og hið sama á
við um Kamb 06022 sem er nú með
110 ásamt þeim Kola 06003, Ými
13051, Stera 13057, Kláusi 14031
og Svan 14068. Á þessari upptaln-
ingu má sjá að meðal þeirra nauta
sem nú eru í notkun er að finna mörg
alöflugustu nautanna.
Að lokum
Með mælidagalíkani fyrir afurðir
hefur val nauta tekið breytingum og
hægt er að afkvæmadæma nautin
fyrr en ella. Þetta skilar okkur
hraðari kynbótaframförum en leggur
um leið auknar kröfur á okkur sem
að nautgriparæktinni stöndum.
Útlitsdómur dætra og afurðaupplýs-
ingar þeirra haldast nokkuð í hendur,
þ.e. afurðamat kúnna liggur fyrir
á svipuðum tíma og nægur fjöldi
dætra hefur verið útlitsdæmdur. Einn
veigamikill þáttur í afkvæmadómi
nautanna er mjaltaathugun en þar
hafa illu heilli skil farið versnandi.
Sú athugun stendur undir verulegum
hluta af mjaltaeinkunn nautanna sem
og mati fyrir gæðaröð. Vanti naut
tilskilinn fjölda dætra með mjalta-
athugun seinkar það dómi hans. Það
er því eftir miklu að slægjast og vil
ég biðja menn að skila mjaltaathug-
unum sem allra fyrst og viðhalda
þannig því mikla og góða samstarfi
sem ræktunarstarf nautgriparæktar-
innar byggir alfarið á.
Í ljós hefur komið að nokkuð er um villur í ætternisskráningu í íslenska kúastofninum, en samhliða vinnu við sýna-
töku hefur ætterni viðkomandi gripa verið leiðrétt í gagnagrunninum Huppu.
Áskorun til sauðfjárbænda og unnenda íslenskrar sauðfjárræktar:
Endurreisum sútunarverksmiðjuna á Sauðárkróki
Fyrir nokkrum árum voru 3 sút-
unarverksmiðjur, sem sútuðu
gærur, starfræktar hér á landi.
Það var Skinnaverksmiðjan
Iðunn á Akureyri, sem starfrækt
var af SÍS, Sútunarverksmiðja
Sláturfélags Suðurlands í
Reykjavík og Loðskinn hf. á
Sauðárkróki.
Gærur voru uppistaðan í hráefni
þessara verksmiðja. Allar bjuggu
þessar verksmiðjur yfir mikilli þekk-
ingu og voru búnar góðum tækjum.
Þekking á þessu sviði var mikil
hér á landi; aðeins er eftir hluti af
þessari þekkingu. Sú þekking er í
verksmiðjunni á Sauðárkróki. Þeirri
þekkingu megum við ekki glata. Það
verður því að endurreisa sútunar-
verksmiðjuna á Sauðárkróki. Það
er auk þess besta leiðin til að verð-
mætin glatist ekki. Það mun auk þess
gagnast íslenskri sauðfjárrækt, þegar
til lengri tíma er litið.
Íslenska gæran er ein allra besta
gæra til framleiðslu ákveðinna vara
úr skinnum, þar sem hún er létt og
að mestu leyti laus við skemmdir á
hárramnum, t.d. af völdum skordýra
og annara sníkjudýra, sem veldur
skemmdum af ýmsu tagi og verð-
mætarýrnun gærunnar.
Á það má einnig benda að gærur
og skinn eru ,,græn“, koma í stað
plastefna, eru náttúruvænar afurðir.
Þetta eru efni sem koma alls staðar
að notum.
Ég vil því skora á alla fjábændur
á Íslandi að taka höndum saman og
endurreisa sútunarverksmiðjuna á
Sauðárkróki og bjarga þannig verð-
mætum, viðhalda þekkingu og skapa
verðmæti úr íslensku hráefni!
Sveinn Hallgrímsson,
fyrrv. sauðfjárræktarráðunautur
og gærumatsformaður
Sveinn Hallgrímsson.
IÐNVER · Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík · Sími 517-2220 · idnver@idnver.is
Óskum Steiná 2 í Svartárdal til hamingju með
kvoðukerfið frá System Cleaners
Lágþrýsti þvotta- og hreinlætiskerfi
sem veitir einstakt öryggi í matvælaiðnaði og landbúnaði
LESENDABÁS
Bænda
21. nóvember