Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Blaðsíða 3

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Blaðsíða 3
Ólöf Ríkarðsdóttir, form. ÖBÍ: HALLALAUS FJÁRLÖG ndanfarið ár og rúmlega það hefur dunið yfir þjóð- ina holskefla kjaraskerð- ingar, svo voldug að þjóðin er að kikna undan þunganum. Á þessu virðist enginn endir, því að vart líður sú vika að ekki sé tilkynnt um nýjar álögur á almenning af hálfu ríkis- stjómarinnar og þá einkum og sér í lagi á öryrkja, aldraða og aðra lág- launahópa. Skýringin, sem almenn- ingur fær er sú, að þetta sé gjört af brýnni nauðsyn, því að ríkisstjórnin á sér nefnilega háleitt takmark. Hún ætlar að ná niður fjárlagahallanum á tveimur árum, “Það hljóta allir að skilja”, segir ríkisstjórnin, "að það kostar fórnir að ná hallalausum fjár- lögum á svo skömmum tíma, en það borgar sig að þreyja þorrann, því sjá, eftir aðeins tvö ár drýpur smjör af hverju strái”. Var það ekki eitthvað þessu líkt, sem hinn sveltandi og kúgaði almenningur var fullvissaður um fyrr á öldum, að því verri sem vistin væri hér á jörðu, þeim mun betri yrði hún í himnaríki? Reiknimeistarar ríkisstjórn- hafa setið með sveittan skall- ann og sett upp voldugt reikn- ingsdæmi, sem á að sýna hvernig hægt sé að ná niður hallanum á tveimur árum. Það verður auðvitað að klípa svolítið af þessari fjárveit- ingu og svolítið af hinni, en með illu skal illt út drífa. Hér er til dæmis feitur biti. Við skerum niður líf- eyrisbætur um 450 milljónir. Svo aftengjum við bætur almennri launaþróun í landinu og því fylgja fleiri þættir, meðal annars nið- urfelling orlofs-, láglauna- og des- emberuppbótar. Hvað varðar kjara- samningana frá því í febrúar í fyrra, þá er heppilegra að greiða hækk- unina samkvæmt prósentutölu held- ur en krónutölu. Svo er það Ólöf Ríkarðsdóttir. fjármagnstekjuskatturinn. Við byrjum á öryrkjum og skerðum bæt- ur vegna fjármagnstekna frá 1. sept- ember næst komandi. Það er að vísu ekki búið að setja nein lög um fjármagnstekjuskatt en við ákveðum þetta samt. Einhversstaðar verður að byrja. Síðan eru bflakaupaiánin, sem þarf að afnema og hvað varðar bíla- kaupastyrkina, þá er hægt að fækka þeim og þrengja þá úthlutun á marga vegu. Og það eru fleiri smugur. Það er ekkert vit í því að greiða út tryggingabætur sem eru lægri en 600 krónur á mánuði. Það verða kr. 7.200.- á ári og safnast þegar saman kemur. Við skulum líka gæta þess vel að enginn vistmaður á stofnun fái hærri vasapeninga en kr. 10.000.- Ef slíkt hendir þá verður að draga þann mismun frá vasapeningunum þar til öllu er náð til baka. Með ítrustu útsjónarsemi eru reiknimeistaramir búnir að ná takmarkinu á pappímum. Það er bara eitt, sem þeim hefur yfirsést, það er nefnilega lifandi fólk á bak við þessar niðurskurðartölur. Þessar áætlanir og raunar fleiri gengu þó sem betur fór ekki allar eftir. Fyrir samstillt og kröftugt átak öryrkja- félaga, hagsmunasamtaka og skiln- ing margra alþingismanna, þá tókst að afstýra verstu áföllunum. Samt sem áður er ástandið þannig hjá fjölda fólks, að tekjurnar hrökkva ekki fyrir lífsnauðsynjum. Það var minnst hér að framan á febrúar- samninga fyrir einu ári. Þá var eins og allir vita ekki samið um prósentu- hækkun heldur fasta krónutölu- hækkun, sem var kr. 2.700.- á mánuði og jafnframt var samið um láglaunauppbót, sem nam kr. 1.000,- á mánuði til viðbótar. Þessar kjara- bætur hafa ekki skilað sér til líf- eyrisþega nema að hluta, vegna þess að þrátt fyrir skýr ákvæði samn- inganna, þá voru bótagreiðslur almannatrygginga umreiknaðar yfir í prósentutölu, sem var í engu sam- ræmi við umsamda krónutöluhækk- un. Þarna eru öryrkjar hlunnfarnir um allt frá 36 prósentum og upp í 56 prósent, eftir því hvort um er að ræða einstaklinga eða sambúðarfólk. • • Oryrkjabandalagið hefur ítrekað reynt að ná fram leiðréttingu, en án árangurs, þrátt fyrir viður- kenningu stjórnvalda á þessu mis- rétti. Þessvegna er ekki eftir neinu að bíða og hefur Öryrkjabandalagið nú komið á framfæri formlegri kvörtun til Umboðsmanns Alþingis. Sú vinna tekur að sjálfsögðu tíma, en niðurstaðan hlýtur að verða á einn veg. Á meðan þessu fer fram á jörðu niðri þá sitja forráðmenn þjóðarinnar í sínum háa fflabeinsturni, horfa út í himingeiminn og eygja í anda halla- laus fjárlög. Turninn er svo hár að þeir sjá ekki til jarðar, þar sem þjóðin situr aðþrengd og ráðalaus. Hvort hún hjarir næstu tvö árin, það verður að ráðast. Ólöf Ríkarðsdóttir FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 3

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.