Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Blaðsíða 44

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Blaðsíða 44
• • / Arnþór Helgason fv.form.OBI: Alþjóðlega hjálpartækja- sýningin REHA95 Diisseldorf 25.-28. október 1995 Attunda hjálpartækjasýningin í Diisseldorf var haldin dagana 25. - 28. október 1995. Sýnd voru margs konar hjálpartæki sem tengjast daglegu lífi, starfi, leik, tóm- stundum, íþróttum og námi fatlaðra. I tengslum við sýninguna var gefið út veglegt rit þar sem fjallað var sérstak- lega um félagslega löggjöf Norður- landa, einkum Noregs, en réttindi fatl- aðra í Noregi voru í brennidepli ráð- stefnu sem haldin var samhliða sýning- unni. Arnþór Helgason, deildarsérfræð- ingur á Blindrabókasafni Islands sótti sýninguna ásamt Elínu Arnadóttur, sérkennara við Öskjuhlíðarskóla og hlutu þau til þess styrk frá Öryrkjabandalagi Islands og Sjónstöð Islands. Einungis var staðið við á sýningunni laugardaginn 28. október. Gefur því að skilja að aðeins var litið náið á fátt eitt. Höfuðáhersla var hins vegar lögð á að safna sem mestu efni fyrir Sjónstöðina og stofnanir sem tengjast Öryrkjabandalaginu. Þannig hefur verið dreift bæklingum um alls konar þroska- og leiktæki fyrir ýmsa hópa fatlaðra, rafstýrðan búnað fyrir hreyfihamlaða, sér- sniðinn fatnað o. s. frv. Þá var leitast við að kynnast sér- staklega því sem snertir málefni blindra og skal nú þess helsta getið: Nokkur áhersla var lögð á búnað sem tengist daglegum þörfum blindra og sjónskertra. Þróun slíks búnaðar á sér langa sögu og verða framfarir ætíð einhverjar á milli ára. Hins vegar leggja menn nú æ meiri áherslu á ýmiss konar lausnir fyrir tölvur og tölvutengt umhverfi til þess að auðvelda fólki nám, starf og tómstundaiðju. s Asýningunni var kynntur margs konar búnaður fyrir blinda og sjónskerta til þess að gera þeim kleift að vinna í hinu myndræna tölvuumhverfi nútímans. Má þar nefna forrit fyrir blindraletur, talgervla og stækkunarbúnað fyrir þá sem eru sjóndaprir. Forritum þessum má einkum skipta í tvo flokka: 1. Forrit sem reyna að líkja eftir venjulegri skjámynd. Hugmynd þeirra sem hanna slík forrit er sú að hinir blindu vinni í sem eðlilegustu umhverfi og er gert ráð fyrir að þetta auðveldi samstarf við sjáandi starfsfélaga. 2. Fomt sem leitast við að skapa sérhæft umhverfi fyrir blinda. Ýmsar leiðir hafa verið farnar í þessu skyni. Ókosturinn er hins vegar sá að vinnu- umhverfið verður ólíkt því sem al- mennur notandi þekkir. Þessi forrit eru gjarnan sérstaklega sniðin fyrir ákveð- inn búnað og byggja á sérhæfðum rofa- stýringum. Flest forrit sem sýnd voru eru fyrir PC-tölvur. Nokkrar lausnir var að finna fyrir Mackintosh-tölvur. Þær voru með öllu óviðunandi og gáfu notendum mjög takmarkaðan aðgang að vinnuumhverfi vélanna. Unnið er nú kappsamlega að því að gera hið nýja WINDOWS 95 aðgengi- legt blindu fólki. Nokkrar lausnir voru sýndar en flestar voru þær frumútgáfur sem þarf að lagfæra nokkuð. á voru sýndar ýmsar tegundir stækkunarskjáa og blindraletursbúnaðar. Allmörg fyrirtæki eru farin að framleiða blindraletursskjái og virðast gæði þeirra svipuð. Verðið er einnig svipað en fer þó lækkandi. Nokkrar ferðatölvur, sérstaklega smíðaðar, voru á sýningunni og vógu þær frá þremur kg. Byggðu sumar á tali en aðrar á blindraletri. Fleiri fyrirtæki eru nú farin að framleiða blindraleturs- prentara en áður. Þó er óhætt að fullyrða að Svíar og Norðmenn standi fremst allra á þessu sviði. Norska fyr- irtækið Braillo Norway sýndi endurbættar útgáfur blindraletursprentvéla sinna sem kosta frá tveimur til fimm millj. kr. Sænska fyrirtækið INDEX hefur hins vegar haslað sér völl á markaði fyrir almenna notendur blindra- letursprentara og er verð þeirra um 300.000 ísl. kr. Þá sýndi þýskt fyrirtæki sérstakan grafískan skjá sem byggður er upp á svipuðum grunni og þeir blindra- letursskjáir sem við þekkjum hér á landi að öðru leyti en því að minna bil er á milli punktanna og skjáflöturinn nær ferningslaga. Skjárinn er byggður upp af 6300 punktum sem geta myndað ýmiss konar form og tákn. Ókosturinn er hins vegar sá að hann greinir enga liti. á voru á sýningunni nokkrar tegundir lesvéla. Byggðar hafa verið saman í einu tæki tölva og skimi. Skiminn les texta af blaði og tölvan sem tengd er skimanum og talgervli les síðan það sem á blaðinu stendur. Slík tæki eru nú til fyrir ýmis tungumál svo sem ensku, frönsku, þýsku, spænsku, ítölsku og hollensku auk Norðurlanda- málanna dönsku, finnsku, norsku og sænsku. Æskilegt er 44

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.