Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Qupperneq 33

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Qupperneq 33
basara og var Jóna mikið í því starfi. Þá komu konurnar saman til að undirbúa og vinna saman. En Jóna sagði mér dálítið merkilegt í sambandi við basarvinnu kvenn- anna. Það var öll sú umræða sem átti sér stað þegar konurnar hittust til að vinna saman, umræðan um stöðu heyrnarskertra og hvað væri til úrbóta. Eins og Jóna segir best sjálf: “í þá daga voru engir félagsráðgjafar, það var ekki hægt að fara víða til að ræða sín mál. Það var líka gott að finna að maður var ekki einn á báti. í félaginu kynntist fólk sem var að glíma við svipuð mál og það var líka gott fyrir mæð- ur með yngri heymardauf börn að hitta hinar sem voru eldri og áttu eldri böm og höfðu lært mikið af reynslunni”, segir Jóna. Hún heldur áfram: “Eitt af því sem við foreldrarnir þurftum að gera fyrir böm- in var að hringja fyrir þau í önnurböm. Bæðibömsem voru heyrandi og þau sem ekki voru heyrandi, ég held að ein mesta bylting sem orðið hefur fyrir heyrnar- skerta sé textasíminn, en hann kom á markaðinn um 1983. Já, það er skrítið fyr- ir okkur sem heyrum að hugsa til þess að geta ekki notað símann svona þegar manni dettur það í hug”. En Jóna hefur ekki ein- göngu látið málefni heyrnarskertra sig varða, hún sat í Svæðisstjórn um málefni fatlaðra á Reykja- nesi, var í stjóm Hússjóðs Öryrkjabandalagsins, í framkvæmdaráði Öryrkja- bandalagsins, var fulltrúi í Öldmnarráði fyrir Öryrkja- bandalagið. Einnig var Jóna í fulltrúaráði Bréfa- skólans sem Öryrkja- bandalagið á hlut í. Innan stjórnar Öryrkjabanda- lagsins hefur hún bæði ver- ið ritari og varaformaður. Á ári fatlaðra var hún svo formaður Öryrkjabanda- lagsins. Eg spyr Jónu svona í lokin, hvað hafi áunnist á síðustu 20 árum og hvers vegna hún sé að draga sig í hlé núna? “Það hefur margt breyst og er þar kannski fyrst að nefna almennings- álitið, nú þykir ekki skrítið að sjá heymarlaust fólk tala saman á kaffihúsi, í bíó eða á dansleik. Nú hafa heyrn- arskertir prest og einnig félagsráðgjafa sem tala þeirra mál. Það eru til orða- bækur með myndum, texta- símar og bréfsímatæki svo eitthvað sé nefnt”. En Jóna segir einnig að baráttumál- in séu enn mörg og af nógu að taka. Samskiptamiðstöð heymarlausra hóf starfsemi sína í janúar 1991 og vinnur meðal annars að rannsókn- um fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta og fylgist með jafnréttismálum heyrnarlausra, einnig sér hún um táknmálskennslu o.fl. Svo get ég ekki látið hjá líða að nefna það sem Jóna sagði mér, að mann- eskja sem er algerlega heymarlaus á báðum eyr- um og hefur verið það frá fæðingu, þarf að mæta í endurmat annað til þriðja hvert ár hjá Trygginga- stofnun ríkisins. Þetta er kannski mál sem eitthvað þarf að vinna að. En um það að hætta núna segir Jóna: “Ég er búin að vera í þessu starfi í 20 ár, það hefur gefið mér ómælda gleði og lífsfy 11- Hlerað í í minningargrein stóð eftirfarandi: “Góður guð geymi hann Jón þangað til við hin komum á eftir”. ** Bóndi einn austur í sveitum varð fyrir því óhappi að bezta mjólkurkýrin hans reif sig illa á gaddavír og það sem verst var, langt og mikið sár kom á júgrið. Dýralæknir var sóttur og hann hlóð smyrslum í sárið og setti svo dömubindi þar við sem hann kvað langbezt í þessu tilfelli. Hann skip- aði svo bónda að skipta ört um og því yrði hann að fara og kaupa dömubindi. Bónda þótti þetta illt, enda einbúi sem ekki hafði á þessum varningi mikla þekkingu. En Skjöldu varð að bjarga, svo hann fór í apótek og stundi upp er- ingu en tími til kominn að draga sig í hlé. Þarna á þessum vettvangi hef ég ætíð unnið með góðu fólki og þetta hefur vonandi gert mig að betri og þroskaðri manneskju”. En það er svo greinilegt að Jóna er ekki sest í helgan stein. “Nei, nei ég hef mikið að gera, ég er í fullri kennslu, svo er ég í Félagi Fóstbræðra- kvenna en maðurinn minn er búinn að syngja í karlakórnum Fóstbræður í meira en 35 ár. I kringum það er mikið félagslíf. Svo á ég þrjú yndisleg barnabörn sem ég hef mikið yndi af og þarf ég tíma til að sinna þeim vel”. Þegar ég kveð Jónu og þakka henni fyrir spjallið, er svo greinilegt að þarna er á ferðinni Vestfirðingur sem ekki svo auðveldlega leggur árar í bát. Margrét Guðmundsdóttir. hornum indinu. Afgreiðslustúlkan útlistaði fyrir honum hinar ýmsu gerðir og kosti þeirra, lengd sem þykkt og alltaf varð bóndi ringlaðri. Og þegar afgreiðslustúlkan spurði beint hvaða tegund hann nú vildi stamaði hann: “Ja, rifan er svona 15-20 cm löng”. ** Bófasonurinn kom heim úr fyrsta prófinu og faðirinn spurði, hvernig hefði geng- ið? “Það gekk fínt pabbi. Þeir spurðu og spurðu en fengu ekki orð upp úr mér.” Gunnari nokkrum lá hátt rómur og einu sinni þegar kona hans var að ræða rómhæð bónda síns sagði hún: “Já, hann talar nokkuð hátt. Alla vega þurfti hann enga talstöð þegar hann var á sjónum:” FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 33

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.