Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Síða 34

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Síða 34
Ásgerður Ingimarsdóttir, framkvæmdastjóri: Ráðstefna um samstarf Evrópuþjóða í málefnum fatlaðra Hinn 7. febrúar hélt félags- málaráðuneytið ráðstefnu sem bar yfirskriftina: Sam- starf Evrópuþjóða í málefnum fatlaðra HELIOS II. Tveir erlendir gestafyrirlesarar voru á ráðstefnunni þeir Bernhard Wehrens, framkvæmdastjóri í mál- efnum fatlaðra Helios II og Philippe Lamoral framkvæmdastjóri sérfræði- skrifstofu Helios II. Páll Pétursson, félagsmálaráð- herra, setti ráðstefnuna með nokkrum velvöldum orðum og drap lítillega á verkefni Helios II og reglur Sam- einuðu þjóðanna um málefni fatlaðra og sagði hann að Islendingar væru ekki illa á vegi staddir með tilliti til þessara tveggja málefna. Bemhard Wehrens ræddi síðan um stefnu Evrópusambandsins í málefnum fatlaðra, starfsáætlun og uppbyggingu Helios II. Wehrens sagði að 37 milljónir fatlaðra væru innan Evrópusambandsins. Sagði hann að ný hjálpartæki hefðu mikil áhrif, einnig væri meira hugað að aðgengi en áður og fatlaðir hafðir meira með í ráðum - meira hugað að grasrótinni. Starfsemi Helios II sagði hann að byrjað hefði 1993 og væri það fjög- urra ára áætlun. Sagðist hann vonast til að þegar þeim lyki myndi margt hafa breyst til batnaðar og hefði þegar gert. “Við lifum á tímum mikilla breyt- inga”, sagði Wehrens, “og mikilvægt er að Evrópusambandið fylgi vel eftir, ekki síst í málefnum fatlaðra”. Hann sagði að ekki væri hægt að breyta lögum þátttökulandanna en reynt að hafa áhrif. Aðspurður um P-merkin sagði hann að unnið væri að samræmingu þeirra milli Evrópulanda og ætti það að auðvelda fötluðum notkun þeirra utan heimalands síns. Að loknu kaffihléi talaði Philippe Lamoral, framkvæmdastjóri. Ásgerður Ingimarsdóttir. Hann ræddi um markmið og sam- vinnu Helios II við samtök fatlaðra í Evrópu og önnur samtök og kynning- ar- og upplýsingastarf sem fram færi í tengslum við það. Notaði hann glær- ur máli sínu til útskýringar og ræddi markmið, afmörkun, greiningu og skilgreiningu á aðgerðum sem þjóna sama tilgangi. Sagði hann eitt af aðal- markmiðum Helios II að miðla þekk- ingu og verkkunnáttu milli þátttöku- ríkja. Reka þyrfti mikla upplýsingastarf- semi í tengslum við það, einnig væri samstarf við samtök fatlaðra mikil- vægt. Nauðsynlegt væri að vekja at- hygli almennings á málefnum fatl- aðra. Þá væru upplýsingar um hjálp- artæki og tæknilega aðstoð afar mikil- væg en þær er að fá á svokölluðu handynet-kerfi. Upplýsti Lamoral síðan um skipt- ingu þeirra 60 þemahópa sem miða að samskiptum og rniðlun upplýsinga á vegum Helios II. Sagði hann einnig frá námskeiðum á vegum Helios sem haldin verða á nokkrum stöðum í Evrópu á þessu ári. Björk Pálsdóttir ræddi síðan um handynet-upplýsingakerfið varðandi hjálpartæki fyrir fatlaða en hún er fulltrúi Islands í nefnd er fjallar um hjálpartæki og tæknilega aðstoð. Sagði hún Tryggingastofnun vera miðstöð handynet-kerfisins á íslandi og byggðust upplýsingarnar upp á ákveðinni flokkun, sem síðan væri notuð til að finna upplýsingar í kerfinu. Lýsti hún síðan hvemig hægt væri að finna upplýsingamar. Sagði hún að hægt væri að spyrja frá hvaða landi menn vildu fá upp- lýsingar og hvort nota ætti tækið á heimili eða inni á stofnun, í sambandi við skóla eða vinnu eða til að létta daglegar athafnir. Hvort það væri langtímaþörf eða skammtímaþörf og hverjar væm reglur viðkomandi lands. Sagði hún vera til um 26 þúsund hjálpartæki og 14 þúsund framleiðslu- aðila og væru um 300 myndrænar lýsingar að finna á handynet-kerfinu. Björk sagði að búist væri við að handynet-kerfið héldi áfram að vera til en engin ákvörðun hefði verið tekin um dreifingu eða sölu á því og væru það helst þeir sem tengdust Helios sem hefðu aðgang að því. Að loknu hádegishléi ræddi Helgi Hróðmarsson, sem er fulltrúi ÖBI á þessum vettvangi, um hlutverk ráðgjafamefndar samtaka fatlaðra og skipulag samskipta og miðlunar þekk- ingar innan aðildarríkja Helios II. Urdráttur úr erindi hans verður birtur síðar í blaðinu svo ég fjölyrði ekki um það. Einungis það að erindi Helga var skýrt og skilmerkilegt og gaf glöggt yfirlit um þessi mál, sem eru einn frumskógur að vinna sig í gegnum. Enginn á okkar vegum hefur sett sig almennt eins vel inn í þessi mál og Helgi. Þá ræddi Kolbrún Gunnarsdóttir, deildarstjóri, um blöndun fatlaðra í almenna skóla. Sagði Kolbrún markmið Islands og Evrópusambandsins vera það sama í skólastefnu. Sagði hún dæmi vera um foreldra sem teldu sig fá betra náms- tilboð í öðmm löndum en heimalandi sínu. Kolbrún sagði því miður ekki vera til hvorki grunnskóla-eða leik- skólalög á ensku en verið væri að taka 34

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.