Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Blaðsíða 28

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Blaðsíða 28
Að búa við exem Formáli að þýðingu: yrir réttum 20 árum var stofnað félag exemsjúklinga í Bretlandi og losa félagsmenn nú 15.000. Fé- lagið virðist vera sérlega vel rekið og margt áhugavert í skipulagi þess sem við viljum vekja athygli á hér. Er þar fyrst að nefna að innan vé- banda þess er starfræktur félagsmála- sjóður. Ur honum er láglaunaexem- sjúklingum eða forráðamönnum þeirra úthlutað smástyrkjum t.d. til kaupa á fatnaði og sængurfötum úr bómull, þvottavél eða öðru þarflegu. Félagið er einnig með ferðaþjónustu sem rekin er í samvinnu við félag astmasjúklinga og gengst fyrir ódýr- um ferðalögum og útilegum fyrir böm og unglinga. Loks þykir okkur til fyrirmyndar að til ráðgjafar félags- stjóminni er læknaráð sem skipað er Eins og lesendur muna eflaust þá var gerð atlaga nokkur að bílakaupa- lánum Tryggingastofnunar ríkisins nú á haustdögum, þar sem meirihluti tryggingaráðs virtist ráðinn í því að leggja lán þessi með öllu niður. Nið- urstaðan varð hins vegar sú að bíla- kaupalánin haldast áfram, en vextir af þeim hækka úr einu og upp í fjögur prósent, en lánin eru verðtryggð. Tryggingastofnun ríkisins sér alfarið unt innheimtu lánanna, enda hæg heimatökin, þar sem lánin eru endur- greidd af tryggingabótum lífeyris- þega. Þetta fyrirkomulag hefur gefizt afar vel og ekki annað vitað en lántak- endur séu fullsáttir við þessa af- greiðslu, enda í upphafi gert ljóst með hvaða hætti skuli endurgreitt. Öryrki einn kom hins vegar á dögunum með yfirlit frá áramótum um lán sitt og eft- irstöðvar þess frá Tryggingastofnun ríkisins til afnota við skattframtal sitt. Mest kom honum á óvart að þar stóð að rúmar þrjú þúsund krónur væru í vanskilum og varð eðlilega bylt við, enda skilamaður góður. I ljós komu mistök stofnunarinnar sem vissulega geta alltaf komið fyrir og sem sanna aðeins það sem sagt hefur verið “að undantekningin sanni regluna” sem húðlæknum, ónæmislæknum, barna- læknum, heimilislæknum og hjúkr- unarfræðingum. Ráðið hefur m.a. umsjón með viðamikilli útgáfustarf- semi félagsins. Þar má nefna 3 flokka upplýsingarita sem miðast við 1) böm að 12 ára aldri, 2) unglinga og 3) fullorðna; ritröð sem nefnd er veg- vísar (Practical Guides) og ætlaðir eru læknum, kennurum og atvinnurek- endum og video-myndir. Veglegt félagsrit kemur út 4 sinnum á ári. Það nefnist Ex- change og birtist grein sú sem hér fylgir í sumarblaði þess 1995. Höfundur er 24ra ára stúlka, Suzanne Kemp að nafni. Hún hefur verið með exem frá 14 ára aldri en telur að álag af völdum sjúkdómsins, andlega og líkamlega, hafi aldrei verið meira en sé þá reglu að almennt gangi inn- heimta þessi hnökralaust fyrir sig og sé í raun happadrjúg heillaleið fyrir alla viðkomandi. Sú siðvenja hjá Tryggingastofnun ríkisins að endurmeta örorku fólks, sem sannanlega ekkert getur breytzt hjá , hefur áður verið hér að umtals- efni gerð. Okkur þykir brýnt að um þetta gildi fastmótaðar reglur og þá í senn sem einfaldastar og öruggastar og um leið tryggt, að allri óþarfa skrif- finnsku og vottorðagjöf sé vikið til hliðar. Við munum eiga um þetta viðræð- ur við tryggingayfirlækni, því oft verðum við vör við kvartanir fólks af þessum sökum, fólks sem aldrei verð- ur með annað en 75% læknisfræði- legt mat til örorku, en mun engu að síður þurfa í endurmat, jafnvel árlega að þess eigin sögn. Tekjuviðmiðunin sem þama gildir kemur svo einnig og auðvitað inn í myndina og manni sýn- ist sannarlega með hinni ríku tekju- tengingu bóta að þar sé býsna góður öryggisventill á ferð. En hér ber að huga vel að og leita sem beztra leiða sem tryggi í senn öryggi og réttlæti. nú. í greininni kemur fram að einn af hverjum tólf íbúum Bretlands eru með exem og tileinkar Suzanne hugleið- ingar sínar þeim. “sem dag hvern þurfa að berjast eins og ég við freist- inguna að klóra sér til að reyna að losna við óbærilegan kláða einhvers staðar langt inni í sér og hafa ekki annað upp úr því en sársauka, bólgu og blóðrispur sem neglur þeirra sjálfra hafa valdið.” Suzanne skrifar af til- finningaþunga um áhrif exems á líf hennar og tilveru alla í þeirri von, segir hún, að það megi hjálpa þeim sem eru með heilbrigða húð til að skilja betur sjúkdóminn. Greininni fylgir Suzanne úr hlaði með þessum ögrandi upphafsorðum: Næst þegar þig klæjar - hvar sem er á skrokknum - skaltu bara reyna að klóra ekki. Forðastu það eins lengi og þú frekast getur og taktu svo eftir því þegar þú að lokum gefst upp hve óstjórnlega þér léttir. Og enn klæjar þig. Að þessu sinni um allan skrokkinn. Það finnst ekki blettur sem þig klæjar ekki í. Auk þess er kláðinn ofsafengnari nú og þér finnst eins og milljón smáverur séu á harðahlaupum rétt undir yfirborði húðarinnar. Reyndu nú að klóra þér ekki! Grein Suzanne að öðru Ieyti hljóðar svo - eilítið stytt í íslenskri þýðingu: egar ég ber á mig sterakrem fer húðin venjulega að róast fáum klukkustundum síðar - ekki fullkom- lega en nóg til þess að það dregur úr skelfingunni sem grípur mig þegar verst lætur. Þetta virðist vera það eina sem gefur stundarfrið, og samt segir fólk að ég eigi ekki að nota stera. “Þú verður að reyna að hætta að nota þessi kemisku krem. Þau gera ekki annað en að ýta exeminu undir yfirborðið.” “Þau gera það verra með tímanum. Þú gætir verið orðin eins og gamalmenni 40 ára gömul.” I mínu tilfelli má yfirleitt rekja alvarleg upphlaup í exeminu til áhyggju, streitu eða snertingar við dýr en stundum koma þau að því er virðist algjörlega að tilefnislausu. Fyrst Molar til meltingar 28

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.