Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Blaðsíða 38

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Blaðsíða 38
HRIPAÐ HJÁ HRAFNI Margir eru þeir sem úti á akri erja og halda vel vöku sinni í málefnum líðandi stundar, kenna til í stormum sinnar tíðar, eins og skáldið sagði. Einn er sá eldhugi, sem aldrei hefur látið merkið niður falla, heldur verið fremst í framvarðarsveit, og heitir sá Hrafn Sæmundsson, sem nú gegnir starfi atvinnufulltrúa hjá Félagsmálastofnun Kópavogs og fyll- ir þar hálft stöðu- gildi á stofnana- máli og máske ríflega það í raun. Það fólk sem fylgzt hefur með málefnum fatlaðra undangengna ára- tugi hefur ekki komizt hjá því að taka eftir Hrafni, þar segja sitt skel- eggar og tíðum beittar blaðagrein- ar, sem ófáum tug- um skipta, um hin ýmsu mál, þó hæst beri þennan honum hjartfólgna málaflokk. I allri baráttu og einstökum átökum hefur Hrafn verið í fremstu forystusveit og mundi honum nú þykja harla nóg kveðið og vel það. Einn fagran janúarmorgun lögðum við Asgerður og Helgi Hróðmarsson land undir hjól og héldum á vit Hrafns og fengum að fræðast örlítið um ýmsa þætti þeirrar þjónustu í Kópavogi sem varðar fatlaða og aðeins hér blaðfest brot af þeim fróðleik, lesendum til gagns og vonandi gleði, því heild- arniðurstaða okkar sú að harla vel sé þama að verki staðið. Hrafn hóf máls örstutt í upphafi á eigin högum. Hann sagði að þótt mænuskaðinn herti tökin og sóknina á hendur honum þá hefði hann í raun aldrei verið svo hamingju- samur, ytri aðstæður allar góðar, afar góð fjölskylda, einstæður vinnustaður eða eins og Hrafn sagði sjálfur: “Sem fatlaður maður er. ég í óvenjulega ágætri stöðu, þar sem allt hjálpast að.” Og mundi þá ekki mega gleyma innra góðu jafnvægi sem öðru er dýrra, en um allt það vildi Hrafn ekki ræða, heldur snúa sér að mikilvægari mál- um. Hrafn sagðist telja af hinu góða að gefa fólki hugmynd nokkra um hversu að málum væri staðið í þessu stóra bæjarfélagi og mundi ýmislegt unnt að læra af því. Hrafn sagði fjár- hagsáætlun Kópavogsbæjar ný- afgreidda og þrátt fyrir ærið aðhald hefðu þau málefni er fatlaða varða mestu ekki lent í þeim hremmingum, heldur sýndist honum sem þar væri vel fyrir ílestu séð. Hann fór svo fyrst yfir í ferlimálin, en með þeim sagðist hann hafa fylgzt allgjörla allt frá ár- inu 1982. Hann kvaðst álíta að í ferli- málum almennt hefðu menn hitt á mjög bitastæðar lausnir til úrbóta sem hefðu í afar mörgu skilað sér.Allar aðgerðir eru á vegum ferlinefndar bæjarfélagsins, en vinnan er í hönd- um þeirra Sigurðar Hafsteinssonar, byggingartæknifræðings, fyrst og síðast og Hrafns, en þeir taka á mál- um þessum törn á miðvikudags- morgnum. Varðandi nýbyggingar kalla þeir til hönnuði og fram- kvæmdaaðila og fylgjast svo með allt frá teikniborði og yfir í aðgerðir á öllum byggingastigum. Þetta hefur gefizt vel og endað hefur verið á eins konar “útskrift” bygginganna hjá þeim Sigurði. Einnig er skipulega farið í eldri byggingar, úttekt gerð á þeim og send viðkomandi aðilum, og hverju sinni reynt að knýja fram sem beztar úrbætur. Með skipulegum vinnubrögðum af þessu tagi þar sem yfir alla þætti er sem allra bezt farið ávinnst alltaf nokkuð í framhaldinu og margt hefur mætavel tekizt. Hrafn minntist á Kópavogsdalinn og kvað þar vera fylgzt vel með skipulagi og uppbyggingu allri. Hann sagðist mega til með að minna á hve vel væri fyrir göngustígum séð í Kópavogi, þeir væru hreint um allan bæ og sam- anlögð vegalengd þeirra væri ótrú- lega há. á sneri Hrafn sér að at- vinnumálunum og fór nokkrum orðum um for- sögu þeirra mála, en vék síðan að því, hversu nú væri ástatt, hversu með væri farið og aðgerðum þeim sem efst væru á baugi. Dýrmætt mjög væri hið góða og nána samstarf við Svæðisskrifstofu mál- efna fatlaðra, þar sem Margrét Magn- úsdóttir bæri hita og þunga af afar vel unnu verki og þá sér í lagi í vinnu- miðlun. Hrafn fór svo nokkrum orð- um um hinn sanna tilgang vinnunnar og sagði m.a.: “Hamingja fólks felst í því að hafa tilgang. Mitt mat á vinnu er að fólk fari á vinnustaði til að framleiða - skapa verðmæti á svo margvíslegan máta. Svo undarlegt sem það kann að virðast, þá er erfiðast að finna vinnu handa þeim sem eru hvað bezt settir í hópi öryrkja - eru í raun minnst fatlaðir.” Hins vegar sagði Hrafn að það hefði verið gerð úttekt á þessu á liðnu ári og í ljós hefði komið þá að allir fatlaðir hefðu fengið einhverja úrlausn í þessum efnum, en auðvitað mismikla. Mætti það þó gott kalla. í þessu samhengi minnti Hrafn á ákveðna tómstundaþjónustu, sem mörgum væri og hefði verið veitt, fyrst eingöngu að sumarlagi en nú einnig yfir veturinn. Hefði hún reynzt 38

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.