Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Blaðsíða 52

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Blaðsíða 52
Ljósaböð, suðlæg sól og Bláa lónið gefa besta raun í baráttunni við psoriasis og exem SPOEX- Samtök psoriasis- og exemsjúklinga - var stofnað 15. nóvember 1972. Markmið samtakanna er að fræða félagsmenn um báða þessa sjúkdóma og auka skilning á þeim meðal almennings og eyða for- dómum um þá. Barátta fyrir ýmsum hagsmunamál- um sjúklinganna er einnig ofarlega á verkefnaskrá félagsins. Félagsmenn nú nálgast 1.500. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra eru með psoriasis, en exemsjúklingar losa 100. Psoriasis er talinn hrjá 2-4% jarðarbúa. Ekki er vitað nákvæmlega um útbreiðslu sjúkdómsins á íslandi en yíirleitt er talið að sjúklingar hér séu eigi færri en 6.000. Fjöldi exemsjúklinga er enn meira á reiki, þótt hlutfallið 10%-12% sé oft nefnt, en afbrigðin af sjúkdómnum eru fjölmörg og menn mismunandi illa haldnir af hans völd- um. Það á líka við um psoriasis að af- brigði sjúkdómsins eru mörg og ólík, en öll þróast þau á þann hátt að hraður frumuvöxtur í efsta lagi húðar- innar myndar hrúður sem getur orðið allt að 3ja mm þykkur skrápur. Þá getur psoriasis valdið gigt og er talið að hún komi fram hjá um 7% sjúkl- inganna. Dæmi eru þess að sjúkdómur- inn valdi örorku. Engin lækning er til við þessum sjúk- dómum en ýmis lyf og meðferðir eru til að halda einkennum niðri. Einna áhrifaríkastar meðferðir eru ljósaböð og sólböð, einkum í sól og sjó á suð- lægum slóðum þar sem geislun sólar- innar er mun meiri og lækningarmátt- urinn þar af leiðandi meiri, og svo- nefnd Bláalónsmeðferð sem felst í böð- un í Bláa lóninu í eina klukkustund og ljós að því loknu. Göngudeild með sérhönnuðum ljósum íyrir psoriasis- og exemsjúklinga opn- aði SPOEX fyrir réttum 5 árum. Mynd- irnar hér til hliðar eru af sjúklingi í ljósameðferð, fótleggir sýndir fyrir og eftir meðferð, frá Bláa lóninu, frá hóp- meðferð í suðrænni sól. Frekari upplýsingar eru veittar í síma göngudeildar 588 9620 og á skrifstofu félagsins sama stað í síma 588 9666.

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.