Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Blaðsíða 16

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Blaðsíða 16
Alnæmissamtökin sótt heim Ekki fer mála á milli, hversu mikilvægt það er að sem bezt samband sé á milli félaga bandalagsins og þess, að hvoru tveggja viti sem bezt af hinu, hvað þar er verið að vinna hverju sinni. Það kom glögglega fram í vinnu að stefnumótun fyrir bandalagið, þar sem fulltrúar félaga okkar nær allra voru mættir til leiks, að áherzla allra var á virk og lifandi tengsl félaga og bandalagsins. Með ýmsu móti má tryggja þetta sem bezt, en þess þá að gæta um leið að félög innan banda- lagsins eru nú 22, ólíkrar gerðar um ýmislegt og með afar mismunandi starfsemi, sem hjá sum- um er allt yfir í umfangs- mikinn rekstur og þjón- ustustarfsemi. Við sem hér erjurn á akri viljum vissulega koma sem bezt til móts við félög okkar og veita þeim alla þá aðstoð sem okkur er unnt, en ekki síður huga sem bezt að verkum þeirra og viðfangsefnum. Við höfum raunar farið á vettvang nokkurra þeirra og fræðzt vel um framgang mála og framkvæmd alla og hefur mátt sjá fregnir af ferðum þessum hér í Fréttabréfinu, enda kjörinn vettvangur til að koma slíkum fróðleik til skila. Hinn 9. jan. sl. var tekið hús á Alnæmissamtökunum á íslandi og vorum við þar þrjú á ferð: Ólöf formaður, Asgerður framkvæmdastjóri og sá sem hér heldur á penna. Alnæmissamtökin eru með hlýlegar og vistlegar bæki- stöðvar sínar að Hverfisgötu 69, í húsnæði sem borgin lét þeim í té. Við fengum frábærar móttökur, vorum að veizluborði sett og stjóm sem starfsfólk til fundar rnætt með afbrigðum vel, svo af varð einkar ánægjuleg stund og innihaldsrík fyrir okkur. Formaður Alnæmissamtakanna nú er Eggert S. Sigurðsson, en hann er um leið fulltrúi samtakanna í stjórn Öryrkjabandalagsins. Eggert bauð okkur velkomin og fagnaði fundi með okkur. Þarna voru stjórnarmenn mættir: Björk Bjarka- dóttir, Guðni Baldursson, Hólmfríður Gísladóttir og Sigrún Guðmundsdóttir; starfsmennirnir Gréta Adolfsdóttir og Eva Ström og svo Petrína Asgeirsdóttir félagsráðgjafi á Borgarspítalanum. Hér á eftir verður aðeins við örfá, einstök atriði staldrað, sem upp komu í löngu og líflegu spjalli. Fyrst var rætt um aðild samtakanna að Öryrkjabandalaginu og Ólöf óskaði í því sambandi eftir virkri aðild Alnæmissamtakanna bæði að stjórn bandalagsins og stefnumótun þess og var því vel tekið í hvívetna. Félagar í Alnæmissamtökunum eru nú 310 talsins. Okkur var frá því sagt að aðalfundur samtakanna yrði síðla í febrúar og frá honum mun verða greint. Framkvæmdastjóri samtakanna er Gréta Adolfsdóttir og stefnt er að því að hún geti verið í fullu starfi, enda rík þörf á því. Gréta hefur m.a. séð um blaðaútgáfu samtakanna, en frá því myndarlega riti nú síðast - Rauða borðanum er sagt hér í blaðinu, en blaðið í svo stóru broti var ákveðið tilraunaverkefni. Að blaðaútgáfunni hefur Guðni Baldursson komið ríkulega gegnum árin m.a. séð um prófarka- lestur. Eva Ström er starfs- maður samtakanna, kost- uð af íþrótta- og tóm- stundaráði Reýkjavíkur, hún sér um símavörzlu, sinnir þeim sem koma og öðrum tilfallandi verk- efnum. Við fengum fregnir af starfi Jákvæða hópsins, en þar eru fundir á hverju fimmtudagskvöldi, en mæting varla nógu góð, máske þyrfti að hafa tvo aðgreinda sjálfshjálparhópa sem slíka eða það var ýmissa skoðun. Petrína Asgeirsdóttir félagsráðgjafi á Borgarspítalanum sem starfar með læknum þar að málefnum fólks með alnærni, kemur einn dag í viku hverri og er á skrifstofu samtakanna til skrafs og ráðagerða með starfskonum samtakanna svo og þeim sem þar eru þá staddir eða koma til viðtals. Petrína vinnur mikið með aðstandendum, aðstoðar hópa og heldur með þeim námskeið; m.a. greindi hún okkur frá fræðslunámskeiði fyrir aðstandendur þar sem 17 voru mættir, flestir utan af landi, enda tekið mið þar af sér- staklega. Petrína kvaðst verða með handleiðslu fyrir HIV- jákvæða í febrúar. Fram kom að samtökin meta starf hennar mjög mikils. Við vorum upplýst um það að á síðustu árum hefðu 5 - 6 greinzt árlega með alnæmi, en áður hefði talan árlega verið snöggtum hærri - allt að tvöfalt hærri. Konurn hefur hlutfallslega fjölgað - gagnkynhneigðum sömuleiðis; en hommum hefur fækkað enda þeir bezt upplýstir um alnæmi, orsakir, eðli og áhrif. Fulltrúar Alnæmissamtakanna hafa farið út í skóla og félagsmiðstöðvar með fræðslu um alnæmi og hefur þetta rnælzt mjög vel fyrir, enda kom fram í máli fólks að forvarnir þurfa mjög að aukast og urn leið yrði að ryðja fordómum úr vegi. A skrifstofuna koma að jafnaði 5 - 6 daglega, aðallega eru það HlV-jákvæðir. Talsvert er um að hringt sé og beðið um fræðslu urn alnæmi, einnig er allmikið um að nernar 16

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.