Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Blaðsíða 37

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Blaðsíða 37
IMeginstoð - blaði MS félagsins kemur John Benedikz læknir inn á það í viðtali við blaðið að í meira en ár haft íslenzkir taugalæknar beðið um að fá að nota lyfið Interferon beta, en enn hafi það ekki fengizt. John bendir á það að Interferon beta sé tvímæla- laust eina meðferðin fyrir flesta ein- staklinga með MS. Þar er einnig sagt frá NYMS - félagsskapnum, sem stendur fyrir nýlega greint og yngra MS fólk, en í forsvari fyrir þeim er fjögurra manna nefnd kosin á aðal- fundi MS félagsins, þannig að hóp- urinn er í raun innan vébanda félags- ins. Málfríður Sigurðardóttir segir frá rannsóknum m.a. DNA rannsókninni sem Kári Stefánsson prófessor við Harvard - háskóla, John Benedikz taugasérfræðingur og MS félag íslands vinna að í sameiningu, en þar er verið að leita uppi stökkbreytta litn- inginn sem gæti orsakað MS sjúk- dóminn og máske er hann fundinn að áliti Kára. Greint er frá ferðum til ísrael og Finnlands og afar skemmti- legt og fróðleiksfullt viðtal er við hjónin Guðrúnu Ásgeirsdóttur og Sigurð Halldórsson í Mosfellsbæ, en hann er MS sjúklingur illa haldinn en segist samt hafa svo gaman af að vera til og lifa lífinu, þó það sé eins og það er. Aðeins rétt að taka það svo fram að meðferð með lyfinu Interferon beta mun nú hafin. * Desemberblað Velferðar - mál- gagns Landssamtaka hjarta- sjúklinga býr að fjölbreyttu efnisvali sem jafnan áður. Þar er m.a. greint frá því að 5 félagar hafi hlotið gullmerki samtakanna. Stjórn LSH vekur at- hygli á og varar við óheillaþróun í heilbrigðismálum m.a. sívaxandi kostnaðarþátttöku sjúklinga við hvaðeina. Sömuleiðis er alvarlega varað við áformum fjárlagafrumvarps um niðurskurð svo víða, en jafnframt eru færðar þakkir fyrir auknar fjár- veitingar til hjartaaðgerða. Greint er frá fundarsamþykkt í Reykjavíkur- félaginu þar sem segir að stefnt skuli að því að árið 1999 verði ár hjartans í Evrópu. Mæður hjartveikra barna í NeiSta - félagi aðstandenda hjart- veikra barna - hyggjast hefja lands- söfnun til kaupa á tæki fyrir Land- spítala. Stórfróðleg grein er eftir Guðmund Oddsson yfirlækni um gangráð - hjálpartæki hægfara hjarta. Sagt er frá útflutningi Delta h.f. á hjartalyfi til Þýskalands og sagt frá því hve mikið vandamál hreyfingarleysi sé í Bandaríkjunum þar sem 250 þús. manns látast árlega af völdum algerrar kyrrsetu. Margt fleira athyglisvert er í þessu ágæta riti. * Hinn 1. marz sl. urðu tímamót í sögu Dagvistar Sjálfsbjargar. Þá lét þar af störfum forstöðumaðurinn Steinunn Finnbogadóttir sem þar hefur frá upphafi stýrt af stökum myndarbrag. Við forstöðu tók Guð- mundur Magnússon leikari og leik- stjóri. Við hér þökkum Steinunni frábær kynni og um leið allt hennar góða og gagnlega starf og árnum henni alls góðs á ævibraut. Við óskum Guðmundi um leið velfarnaðar í vandasömu hlutverki. * • • Oryrkjabandalag íslands hefur sent embætti Umboðsmanns Alþingis kvörtun vegna ónógra bóta- hækkana almannatrygginga bæði frá 1. marz 1995 í kjölfar kjarasamninga þá svo og nú frá 1. jan. 1996 sem er síðari hækkun í samræmi við kjara- samninga. Eins og áður hefur komið fram teljum við ótvírætt að frá 1. marz á liðnu ári hefði átt að greiða 7.4 % hækkun í stað 4.8% og nú um áramót rúmlega 5% hækkun í stað 3.5%. Hér munar mjög umtalsverðum upphæð- HLERAÐ í HORNUM Skoti nokkur bjó hér á landi og var mikill áhugamaður um knattspyrnu, einkum var áhugi hans bundinn Akra- nesliðinu. Þegar kappleikur mikill var eitt sinn háður á Akranesi þá ákvað Skotinn að spara sér peninga og hlaupa upp á Akranes. Aðspurður um úrslit leiksins daginn eftir svaraði hann: “Eg veit það ekki. Þegar ég kom uppeftir var ég of þreyttur til að klifra yfir grindverkið’’. ** Ekki er ofsögum sagt af áhrifum enskunnar hjá okkur. Þannig er að björgunarsveitin í Borgarnesi nefnist því ágæta nafni Ok sem auðskilið ætti öllum að vera sem Ok þekkja þ.e. jökulinn. En það gerði þulurinn í um sem nema á ársgrundvelli nú á þriðja tug þúsunda og um minna munar. Verður fróðlegt að fylgjast með framvindu þessa. * Myndarlegt rit Landssamtaka áhugafólks um flogaveiki - Laufblaðið hefur hingað borizt. I ávarpi formanns - Guðlaugar Maríu Bjarnadóttur er m.a. minnt á nýja húsnæðið að Laugavegi 26, greint frá illum afleiðingum vegna lokana taugasjúkdómadeilda Landspítala, fyrirhugaða fræðslufundi fyrir félaga og annað áhugafólk og sagt frá fé- lagsráðgjafa sem er að hefja störf fyrir félagið. Sagt er frá íþróttagarpi mikl- um, 10 ára sem er með flogaveiki en farnast þó vel. Landssöfnun á vegum LAUF á rás tvö ber á góma, Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir taugasjúkdóma- læknir er með stórfróðlega grein um flogaveiki sem hún nefnir: Ágrip af sögu. Lovísa Guðmundsdóttir, sjúkra- liði segir í viðtali við blaðið frá sinni reynslu af flogaveiki og aðgerð mikla sem viðtalið dregur nafn af: Skildi flogaveikina eftir. Þá er greint frá nýju lyfi við flogaveiki - Tryleptal ®, sagt frá hlutverki þess svo og aukaverk- unum. Þar er einnig sagt frá sjálfs- hjálparhópi kvenna innan LAUF sem starfar vel. Margt fleira er í þessu vandaða riti sem maður staldrar við. H.S. útvarpinu ekki sem las fundarboð frá björgunarsveitinni “Okey”. Kannski hefur honum fundist það “ókey”. ** Það var á tímum þéringanna. Maður einn var afar stífur á þéringum. Einu sinni kom hundurinn hans inn í stofu þar sem hann sat og fékk þessa kveðju: “Snáfið þér út.” Svo áttaði hann sig en úr því varð: “Fyrirgefið þér. Ég ætlaði ekki að þéra yður.” ** Það er ekki ofsögum sagt af því hversu hlustun og eftirtekt fólks getur verið ábótavant. Prestur einn í Noregi sagði af því sögu að hann hefði fundið að hann var að veikjast í stólnum, hefði snúið orðum sínum beint til safnaðarins og sagt: “Ég finn að ég er orðinn fárveikur og verð því að hætta við athöfnina.” Söfnuðurinn reis á fætur og um kirkjuna ómaði: Drottni Guði sé lof og dýrð fyrir sinn himneska boðskap. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 37

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.