Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Síða 4

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Síða 4
• • / Þorsteinn Jóhannsson framkv.stj. Vinnustaða OBI.: Náms- og kynnisferð til Irlands á vegum S.V.V. 17.-23. október 1995 Igrein þessari verður sagt frá ferð nokkurra forstöðumanna vemd- aðra vinnustaða o.fl. áhugasamra um atvinnumál fatlaðra til Irlands. Fyrsta stefnumótið við gestgjafana var á aðalskrifstofu Rehab Group, en svo nefnist samsteypa mismunandi deilda og stofnana fyrirtækisins, sem gerð verður grein fyrir hér á eftir. Rehab var stofnað sem hjálparstofnun fyrir berklasjúklinga árið 1945, en var síðar breytt í sjálfstætt fyrirtæki, sjálfseignarstofnun, eftir inngöngu Ira í Evrópubandalagið 1970. Rehab Group hefur að jafnaði 600 fasta starfsmenn á sínum snærum og 2400 einstaklinga við nám, störf og þjálfun. Námið og þjálfunin er ætluð einstaklingum sem einhverra hluta vegna hafa ekki getað fótað sig í hinu almenna skólakerfi í írlandi og einnig þá sem hafa ekki getað útvegað sér vinnu eftir hefðbundnum leiðum hjá opinberum aðilum eða á almennum vinnumarkaði. Markmið Rehab er að styrkja einstaklinga sem þarfnast aðstoðar félagslega og fjárhagslega með sköpun atvinnutækifæra gegn- um nám og þjálfun til tiltekinna starfa. Atvinnuleysi er mikið á Irlandi og er þörfin fyrir sértækar aðgerðir í mennt- un og aðstoð við einstaklinga í at- vinnuleit mikil. Nemendur Rehab eru ekki eingöngu fatlað fólk eins og við skilgreinum fötlun á Islandi, heldur eru í þessum hópi einstaklingar þar sem sértækra aðgerða er þörf við nám og þjálfun sem lið í að koma þeim í vinnu eða til framhaldsnáms í al- menna skólakerfinu. Rehab skiptist í 4 höfuðstofnanir, sem eru: 1. National Training and Devel- opement Institute (NTDI) er sú stofnun sem skipuleggur og annast menntunar- og þjálfunarprógröm Rehab. Starfsemin fer fram á 46 stöðum í írlandi og er boðið upp á 41 mismunandi leið til þjálfunar og menntunar, þar sem áhersla er lögð á að nýta hæfileika, áhugamál og getu hvers einstaklings til náms og síðar Þorsteinn Jóhannsson. starfa við hæfi á almennum vinnu- markaði. Stofnunin býður upp á nám á breiðum grundvelli, hvort sem ein- staklingurinn þarfnast grunnmennt- unar eða framhaldsmenntunar. Ekki eru gerðar neinar hæfniskröfur til ein- staklinga sem leita til stofnunarinnar, en þeir verða að hafa og sýna vilja til að takast á við þjálfunina. Við inn- göngu fer fram mat á hæfni og getu viðkomandi, og áhugi er kannaður. Þetta er 3ja daga forkönnun á al- mennri þekkingu í einstaka grunn- greinum, stærðfræði, talaðri og ritaðri ensku og öðrum tungumálum. Aðrar prófanir, kortlagning og val á leiðum til náms fyrir viðkomandi nema tekur allt að 12 vikur, áður en hið eiginlega nám hefst. Allt námið er miðað við þarfir og getu hvers einstaklings. Þeir fara því mismunandi leiðir að mark- miði sínu og þjálfunartíminn er mis- Iangur allt eftir aðstæðum hvers og eins. Ef reynslan sýnir að skipulögð braut hentar ekki viðkomandi einstaklingi, er sú braut endurskoðuð eða ný braut skipulögð og áfram haldið. Auk grunngreina, svo sem tungumála, stærðfræði, réttritunar, félagsfræði ofl. er að finna allar hugs- anlegar greinar framhaldsskóla á sviði handverks og iðnaðar, verslunar-, þjónustu- og skrifstofustarfa, land- búnaðar og garðyrkju, auk greina á háskólastigi. Innan iðngreina er að finna nám í bakaraiðn, trésmíði, járn- smíði, pípulögnum, rafvirkjun, raf- eindavirkjun, prentverki, bólstrun, húsgagnasmíði, málmsuðu, grafískri hönnun, ljósmyndun o.fl. Innan hótel- og veitingagreina er nám kokka, fram- reiðslufólks, þjóna, gestamóttöku ofl. Á háskólastigi má nefna greinar eins og endurskoðun, bókhald og tölvu- vinnslu, arkitektúr,tölvufræði, kerfis- fræði, skipulagsfræði, rekstur fyrir- tækja, lög og reglur um atvinnurekst- ur og viðskiptafræði. Flestir ljúka námi í áföngum á allt að þrem árum. Hverri námsgrein og hverjum áfanga í náminu lýkur með ákveðnum vitnisburði, þar sem gerðar eru fyrirfram ákveðnar kröfur um lágmarkseinkunnir og fæmi, sem nemandi verður að standast til áfram- haldandi náms. Einkunnir og vitnis- burðir um námsárangur eru útgefin og staðfest af opinberum menntastofn- unum eins og í hverju öðru námi. Allir nemar útskrifast með fullnægjandi vitnisburði um færni til tiltekinna starfa á vinnumarkaði. Af þeim 1500- 1600 einstaklingum sem stunda nám hjá NTDI að staðaldri, útskrifast 500- 600 á ári og um 70% þeirra fá vinnu við hæfi. Þau 30% sem eftir eru fara í framhaldsnám í almenna skólakerf- inu, til náms eða starfa á sviði lista, sumir fara aftur síðar í gegnum náms- kerfi Rehab, aðrir lenda í atvinnuleysi og enn aðrir fá tímabundna vinnu hjá Gandon Enterprises, sem er í eigu Rehab, og gerð verða skil hér á eftir. Af þeim sem útskrifast og fá vinnu á almennum vinnumarkaði, fara flestir til starfa í greinum framleiðsluiðnaðar og þjónustugreina. NTDI annast einnig þróun og gerð nýrra verkefna til atvinnusköpunar í samvinnu við stofnanir og sjóði Evrópubanda- lagsins. Þjálfunarstofnanir Rehab njóta ríkulegra styrkja frá félagsmála- sjóði Evrópusambandsins. 2. Gandon Enterprises nefnist fyrirtækjasamstæða sem annast rekst- 4

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.