Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Page 26

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Page 26
VIÐHORF Jón Kristjánsson, form. fjárlaganefndar Alþingis: MÁLEFNI FATLAÐRA Málefni fatlaðra eru orðinn fyrir- ferðarmikill þáttur í okkar þjóðfélagi. Sú skylda að sinna þessum málum hvílir á ríkisvaldinu. Fyrir baráttu margra hugsjónamanna, ekki síst í hópi fatlaðra, hefur mikið áunnist á síðari árum, en markmið og aðferðir taka breytingum. Þrír þættir þessara mála hafa verið til umræðu í seinni tíð. I fyrsta lagi yfirstjórn þessa málaflokks, í öðru lagi leið fatlaðra út í daglegt líf og í þriðja lagi aðgengismál þeirra. Eg mun í þessari grein víkja að þessum þremur þáttum með nokkrum orðum og skýra frá afstöðu minni til þeirra. Ríki - sveitarfélög Eins og áður er sagt hvílir sú skylda á ríkinu að sinna málefnum fatlaðra og heyra þau mál, svo sem eðlilegt er, undir félagsmálaráðuneyti. Umræður hafa verið um að sveitar- félögin yfirtaki þennan málaflokk með breyttri verkaskiptingu. Meðal annars standa nú yfir viðræður við Reykjavíkurborg um að hún taki við þessum málaflokki sem tilraunasveit- arfélag. Margt mælir með því að sveitar- félögin annist þennan málaflokk í meira mæli heldur en nú er. Sveitar- stjórnir eru nær notandanum og vita í mörgum tilfellum hvar skórinn krepp- ir að. Undir þær heyrir að gera skipu- lag í þéttbýli, þar eru húsnæðisnefnd- ir starfandi og kröfur eru gerðar til þeirra um félagsþjónustu. Þó að þessir þættir sem snerta beinlínis hag fatlaðra séu á vegum sveitarstjórna er að ýmsu að gæta við flutning málefna þeirra til sveitar- félaga. I fyrsta lagi snýst það mál um fjármuni. I öðru lagi um stærð sveitar- félaga og í þriðja lagi um svæðis- stjórnirnar sem eru mikilvægur þáttur í skipulagi málaflokksins. Það er ljóst að fjármunir verða að fylgja yfirfærslu þessa málaflokks og jafnljóst er að sveitarfélögin verða að Jón Kristjánsson. stækka eða auka náið samstarf til að geta sinnt þessu verkefni. Tryggja verður starfsgrundvöll svæðisskrif- stofanna sem vinna afar mikilvægt ráðgjafar- og skipulagsstarf, ekki síst í þeim breytingum sem hafa átt sér stað undanfarin ár. Eg hygg að þróunin verði sú að sveitarfélögin sinni þessum mála- flokki og rétt sé að setja sér það mark- mið, en gefa sér eigi að síður góðan tíma til þess að ganga tryggilega frá málinu. Daglegt líf Sú stefna að vista fatlaða á stofn- unum hefur breyst. Skilningur er nú á því að fatlaðir eigi að hafa sem greiðastan aðgang að daglegu lífi. Þetta gildir um heimilishald, atvinnu og aðgengi að stofnunum samfélags- ins. I samræmi við þetta hefur þjón- usta við fatlaða breyst mjög í seinni tíð og meðal annars hefur sambýlum fjölgað og fólk verið útskrifað af stofnunum í Ijósi slíkra úrræða. Þetta er eðlileg þróun, en hún kallar á gott skipulag svæðisskrifstofanna í því að halda utan um þessar breytingar. Besta úrræðið í atvinnumálum er að almennur vinnumarkaður taki við fötluðu fólki. Það er víða gjaldgengt til starfa, ekki síst með starfsþjálfun. Tölvubyltingin opnar fötluðum nýjar leiðir og ber að fylgjast vel með fram- förum á því sviði og ekki síður með hinni miklu þróun sem er á sviði ýmiss konar hjálpartækja. Alþjóða- samstarf, m.a. aðgangur að rann- sóknaáætlun og þróunarverkefnum Evrópusambandsins í þessum málum, opnar leiðir. Slíkum málum er nauð- syn að sinna, en það kostar yfirlegu og fjármagn. Aðgengi fatlaðra Greinarhöfundur býr að þeirri lífsreynslu að hafa setið marga fundi með þeim einstaka manni Jóhanni Pétri Sveinssyni, sem nú er látinn. 26

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.