Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Blaðsíða 35

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Blaðsíða 35
saman upplýsingar um skólamál á Islandi á ensku. Þrettán þemahópa sagði Kolbrún fjalla um menntunar- mál. Mikil áhersla er lögð á að kennsla hefjist sem fyrst og og einnig á full- orðinsfræðslu og kennaramenntun. Kolbrún er fulltrúi Islands í þeim hópi er fjallar um menntunarmál. Guðrún Hannesdóttir, forstöðu- maður Starfsþjálfunar fatlaðra, er fulltrúi Islands í nefnd um atvinnu- mál og ræddi hún um atvinnumál og starfshæfingu. Markmið fram- kvæmdanna væru hinar gullnu reglur um útvegun atvinnu fyrir fatlaða, helst á almennum vinnumarkaði. Hvert ár væri eitt mál sett á oddinn. Atján þemahópar eru um atvinnumál og sagði Guðrún að átta Islendingar myndu fá tækifæri til að taka þátt í þeim starfshópum. Mikil áhersla væri lögð á að fá fólk sem sjálft stæði í eldlínunni í atvinnumálaflokknum. Dregnar yrðu saman niðurstöður og starfið byggt á þeim. Ræddi Guðrún síðan lítillega um starfsþjálfunar- verkefni Evrópusamtakanna sem kall- ast Leonardo og samevrópsk til- raunaverkefni í málefnum fatlaðra og aldraðra sem kallast Tide. Anna Karólína Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri íþrótta- og út- breiðslusviðs íþróttasambands fatl- aðra, ræddi um félagslega aðlögun og íþróttir en hún hefur sótt fundi um þau mál á vegum Evrópusambandsins. Sagði hún mikið starf óunnið í íþrótt- um fatlaðra í Evrópu en mikill fengur væri að því að vera komin í samband við þau verkefni sem eru á vegum Helios II. Einnig sagði hún frá upp- byggingu Iþróttasambands fatlaðra og því starfi sem þar væri unnið. Að lokum töluðu þau Ólöf Rík- arðsdóttir, formaður ÖBÍ og Guðmundur Ragnarsson, formaður Þroskahjálpar um væntingar samtaka fatlaðra til Helios II og ræddu um þau samtök sem þau eru í forsvari fyrir. Báðir formennirnir gera sér vonir um að starf Helios II og tengsl samtaka fatlaðra á íslandi sé og verði af hinu góða. Að loknum þessum erindum voru umræður og fyrirspumir og bar þar ýmislegt á góma. M.a.kom fram fyrirspum um hvort þátttaka fatlaðra væri almenn í hinum ýmsu starfshóp- um og kom fram í svari hinna erlendu gesta að allt að 80% í starfshópunum væru fatlaðir. Ráðstefna þessi var fjölsótt og vel til hennar vandað og ég held að allir hafa farið fróðari af þessum fundi um samstarf Evrópuþjóðanna í málefnum fatlaðra Helios II. Asgerður Ingimarsdóttir. Lausnir á gátuvísum af bls. 31 1. skál 2. sár 3. Auður, auður 4. kapall 5. sál, Sál 6. haki, Haki (einn af görpum í rímum af Fertram og Plató). 7. skegg 8. Krít, krít 9. skrúfa 10. verk Túskildings- óperan í Halanum ✓ Ibyrjun desember á liðnu ári frumsýndi Hala-leikhópurinn Túskildingsóperuna eftir Bertholt Brecht undir leikstjórn Þorsteins Guðmundssonar. Eins og fyrri daginn ræðst Hala-leikhópurinn ekki á leik- garðinn þar sem hann er lægstur. Sögusviðið í Túskildingsóper- unni er í Lundúnum um síðustu aldamót, sannarlega allframandi, en betur að gáð mun ekki vandi að finna samsvarandi sögusvið í nútímanum og aðeins með enn meiri grimmd og hörku, ef litið er til undirheima eiturlyfjalýðsins í dag. Það er blandaðri hópur en áð- ur sem að þessari sýningu stend- ur, enda mun hópur fólks úr leik- listarstúdiói Gísla Rúnars og Eddu Björgvins hafa gengið til liðs við Hala-leikhópinn, en margar kunnuglegar kempur eru þama einnig. Þetta var heilsteypt sýning, rann ljúflega fram og eins sannfærandi og litla nálæga svið- ið í Halanum gefur tilefni til. Leikstjórinn greinilega agað sitt fólk með ágætum og þarna sáust ljómandi lífleg tilþrif og túlkun góð og sannferðug. Persónur eru fjölmargar og koma mismikið við sögu í leik- ritinu. Svo nöfn þeirra séu nefnd sem helzt koma við sögu þá eru það Bragi Valgeirsson, Ómar Bragi Walderhaug, Jóhanna Guðný Þorsteinsdóttir og Glódís Gunnarsdóttir. Ekki má heldur gleyma þeim Arna Salómonssyni og Jóni Eiríkssyni. Allt þetta ágæta fólk fór afar vel með sitt og sama má um fjölmarga aðra segja. Hafi Hala-leikhópurinn heila þökk fyrir athyglisverða sýningu og velunna um leið og þeim fé- lögum er alls góðs árnað í áfram- haldandi þjónustu við Þalíu. Helgi Seljan. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 35

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.