Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Blaðsíða 43

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Blaðsíða 43
Sigurður Magnússon: GJAIN! Lífsreynslusaga eir atburðir sem saga þessi greinir frá urðu veturinn 1982 þegar við bjuggum að Lyngási í N-Þingeyjar- sýslu. Það var fyrstu vikuna í febrúar þennan vetur að það drapst kind í fjárhúsunum. Snarvitlaust veður var þessa dagana, ofankoma og rok þann- ig að ekki sást handa sinna skil. Þess vegna fleygði ég skrokknum út í fönnina fyrir utan húsin. Liðu nú nokkrir dagar, veðrinu slotaði svo að fært varð um og skyggni orðið sæmi- legt. Þegar veðrið batnaði, var drifið í að gangsetja traktorinn, vagn tengdur við hann og skrokknum fleygt upp í. Það átti nú að grafa kindarskrokkinn á betri stað. Ákveðið var að finna til- tekna gjá austur í girðingarhorninu og grafa hræið í fönnina þar. Um þessar mundir voru tveir af drengjum okkar, þeir Jóhann og Halldór, í heimsókn hjá okkur, og fékk ég þá til að hjálpa mér við verkið. Haldið var austur tún- ið í átt að svæðinu þar sem gjáin er, en ekki var gott að átta sig á hvar gjána væri að finna, þar sem allt sýndist slétt af snjó eftir bylinn. Helst var að styðj- ast við kennileiti, sem sáust þó einnig illa. Þegar komið var nærri staðnum þar sem við töldum gjána vera, var dráttarvélin stöðvuð og gengum við um og dreifðum okkur þannig, að drengirnir voru sunnan til á svæðinu en ég norðar. Litlar misfellur var að sjá, allt var slétt af snjó. Ég var hræddur um að strákamir væru of nærri gjánni og kallaði aðvörunarorð til þeirra um að gæta sín á henni. Með þessi orð á vör- um brestur undan mér snjórinn og ég hrapa og hrapa, að mér fannst enda- laust. Ég sá ekkert, fann að ég slóst utaní eitthvað hart, skall svo á grjóti og allt var stopp, ég skynjaði myrkur og kvalir og hrun. Á eftir mér féllu snjókögglar sem lentu á mér en hrundu síðan áfram niður í vatn, ég heyrði skvampið þegar snjórinn lenti í vatninu langt fyrir neðan mig. Ég gerði mér fljótt grein fyrir aðstöðu minni, og vissi að ég hafði hrapað í gjána sem ég var að vara drengina við. Sigurður Magnússon. Ég hafði stöðvast á syllu einhvers staðar í gjárveggnum og hafði það að öllum líkindum bjargað mér frá dauða, því ef ég hefði fallið niður í vatnið, er alveg eins víst að ég hefði drukknað og flotið burt með straumn- um sem er í þessari vatnsgjá. Nú heyrði ég kallað: Pabbi ertu þarna?, og kallaði ég þá á móti og sagði frá aðstæðum mínum, og að ég vildi ekki reyna að hreyfa mig nema ég fengi kaðal til stuðnings, þar sem ég gerði mér grein fyrir að ég lá tæpt á kletta- syllu og skildi það á milli lífs og dauða að hreyfa sig ekki. Mér leið virkilega illa með logandi sting í baki og síðu en mér var ljóst að ég var vel lifandi. Hlerað í hornum Það var hér á árum áður þegar bílar í Suður-Múlasýslu báru einkennis- stafinn U. Bilstjóri þaðan sem var að taka benzín norður í landi var spurður um númerið á bílnum sem hann kvað vera Ö, en bætti svo við til skýringar: Það er sko opið Ö. ** Ættfræðiáhugi okkar Islendinga er ærinn, en oft hefur verið sagt að draga megi áreiðanleik ættarkenninga í efa. í kaupstað einum úti á landi lagði ungur maður hug á unga stúlku og Hátt uppi yfir mér sá ég birtu koma niður um gatið sem hafði myndast er snjóspöngin féll undan mér, og birtust þar höfuð og handlegg- ir með kaðal sem hafði verið í vagn- inum og var honum rennt niður til mín. Ég fikraði mig ofurhægt til og náði tökum á kaðlinum og þorði þá loksins að hreyfa mig og brölti á fætur. Ástand mitt var mjög annarlegt, verkir í líkamanum ægilegir og óttinn við að falla ofan í vatnið var mikill. Tókst mér þó að standa upp á syllunni með stuðningi af kaðlinum og smeygði honum undir handarkrikana og batt síðan saman framan ábrjóstinu. Þegar það hafði tekist kallaði ég upp að nú mætti hífa, ég þokaðist upp á við og lá skömmu seinna í snjónum við fætur drengjanna. Sælutilfinning fór um mig, verkirnir hurfu í skugga gleð- innar yfir að vera kominn upp úr gjánni. Brölti ég síðan á fætur með hjálp drengjanna og þóttist úr helju heimtur. Við þetta er svo því að bæta að kindarskrokkurinn fékk að fara á staðinn í gjánni sem ég fann með þessum óskemmtilega hætti. Eftir þetta óhapp var staðurinn merktur, til að ekki yrði fallið í sömu gjána aftur á meðan snjór lægi yfir öllu. Þegar allt var orðið eins gott og það gat verið þarna á snjóbreiðunni, eftir þessar hrakfarir mínar, spurði Halldór sonur minn mig og brosti breitt: “ Er þetta gjáin sem þú varst að leita að og vara okkur við pabbi? ” Sigurður Magnússon hugðust þau eigast. Þegar ungi mað- urinn sagði föður sínum frá vænt- anlegum ráðahag þyngdist brúnin á föðumum og að lokum sagði hann að þessi áform gætu ekki gengið þar sem stúlkan væri hálfsystir hans. Unga manninum varð mikið um, en að nokkrum tíma liðnum sá hann aðra stúlku og hugði gott til að eiga hana, en fór þó til föður síns til vonar og vara, en aftur varð faðirinn að hryggja soninn með því að einnig þessi væri hálfsystir hans. Sonurinn fer í þungu skapi frá föður sínum og móðir hans sá að mikið amaði að og á endanum sagði sonurinn henni upp alla sögu. Þá sagði móðirin: “Hafðu engar áhyggjur, sonur sæll. Hann pabbi þinn á ekkert í þér”. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 43

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.