Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Blaðsíða 14

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Blaðsíða 14
Formaður R.I. John Stott afhendir forsetafrú Indónesíu heiðursskjal. voru aðildarlöndin skráð 73 en aðeins um 40 höfðu greitt aðildargjöld sín. í þessu alþjóðasambandi eins og hjá Sameinuðu þjóðunum gengur mis- jafnlega að fá greidd aðildargjöldin og í hópi þessara 73ja þjóða eru að sjálfsögðu margar sem teljast snauðar og hafa lítil ráð. Það má þó undarlegt teljast að sumar stórar og ríkar þjóðir hafa ekki gert full skil eins og t.d. Stóra Bretland, Kanada og Frakkland. Fulltrúatala hvers aðildarlands á aðalfundi er frá tveimur fulltrúum upp í fimm og er þá farið eftir aðild- arframlaginu sem aftur fer eftir fjölda meðlima og umsetningu í hverju landi. Formenn heimshlutadeildanna (kallaðir varaforsetar Alþjóðaendur- hæfingarsambandsins) og vara- formenn mynda framkvæmdastjórn sambandsins. Fastanefndir A vegum sambandsins starfa nokkrar fastanefndir: menntamála- nefnd, tækninefnd (hjálpartæki), tómstunda- og íþróttanefnd, lækn- isfræðinefnd, nefnd um skipulag og stjórnun, félagsmálanefnd og atvinnu- málanefnd. Þessar nefndir starfa af mismunandi miklum krafti. Fjárskort- ur háir mjög starfsemi þeirra en kostn- aður af þeim er að verulegu leyti bor- inn uppi af aðildarfélaginu í því landi þar sem viðkomandi formaður býr. Fyrst og fremst láta þessar nefndir frá sér heyra á aðalfundum og halda gjarnan eins til tveggja daga vinnu- fundi fyrir og eftir aðalfund. Tilgangur og markmið Með hliðsjón af því að nú eru liðin 74 ár frá því sambandið var stofnað er ljóst að tilgangur þess og markmið hafa tekið breytingum í áranna rás. I lögum sambandsins segir að tilgangur starfsemi þess sé fólginn í forvörnum fötlunar, endurhæfingu fatlaðra og jöfnun á félagslegum tækifærum fatl- aðra og fjölskyldna þeirra um heim allan. Síðan eru talin upp tíu megin- verkefni, þar á meðal að dreifa hug- myndum, þekkingu, kunnáttu og reynslu, að standa fyrir ráðstefnum, námstefnum og námskeiðum, að hvetja til rannsókna á sviði forvama fötlunar og endurhæfingu, stuðla að uppbyggingu á frjálsum félagasam- tökum um heim allan sem vilja sinna verkefnum og markmiðum sam- bandsins, aðstoða aðildarfélög til að starfa að málefnum fatlaðra og end- urhæfingu í samvinnu við opinbera aðila, að eiga samskipti við önnur alþjóðasambönd og að aðstoða aðild- arfélög við lagasetningu sem snerta málefni fatlaðra og endurhæfingu. Hér er stiklað á stóru og varla tök hér að kryfja frekar til mergjar tilgang, markmið og verkefni Alþjóðaendur- hæfingarsambandsins. Til aldamóta og inn í nýja öld Árið 1994 setti Alþjóðaendurhæf- ingarsambandið sér framkvæmda- áætlun fyrir þann tíma sem eftir lifir af þessari öld og ber hún heitið “2000 LEIÐIN FRAMUNDAN” (2000 THE WAY FORWARD). í tilefni af þessari áætlun hefur sambandið gefið út veglegan bækling þar sem verkefn- in eru tilgreind, sjónarmið framtíðar- innar rakin og markaðir áhersluþættir í starfseminni. Megináherslan er lögð á eftirfarandi: að skapa samtengingu um heim allan um þau málefni sem um er rætt, alþjóðlega samvinnu, að marka stefnu um forvamir fötlunar og jöfnun tækifæra fyrir fatlaða í sam- félaginu auk ýmissa atriða sem snerta skipulag sambandsins sérstaklega. Eins og áður segir nær þessi mark- miðun bara fram að aldamótum en verkefnaskipan og framkvæmdir ná fram á næstu öld. Samskipti við S.Þ. Ekki má láta hjá líða að geta þess að Alþjóðaendurhæfingarsambandið hefur átt margvísleg samskipti við Sameinuðu þjóðirnar sem hafa reynst notadrjúg á sviði málefna fatlaðra og endurhæfingar. Sem dæmi má nefna að Alþjóðaendurhæfingarsambandið stóð með Sameinuðu þjóðunum að alþjóðlegu ári fjölskyldunnar 1994 og sömuleiðis að setningu á Megin- reglum Sameinuðu þjóðanna um jafna þátttöku fatlaðra í samfélaginu sem gefnar voru út 1994. Þá átti endur- hæfingarsambandið þátt í ákvörðun Sameinuðu þjóðanna árið 1992 um að einn dagur á ári skyldi vera alþjóð- legur dagur fatlaðra sem er 3. des- ember. Aðalfundurinn 1995 Síðasti aðalfundur Alþjóðaendur- hæfingarsambandsins var haldinn í Indónesíu í september 1995. Mörg mál voru þar til umræðu og afgreiðslu. Meðal annars var rætt um aðildina að samtökunum, að breyta reglum um að aðeins eitt aðildarfélag geti verið frá hverju landi. Hugmyndin er að gera fulla aðild auðveldari til þess bæði að víkka aðild að sambandinu en líka til að auka tekjur þess af aðildargjöldum. Stefnt er að því að aðildargjöldin verði miðuð við verga þjóðarframleiðslu viðkomandi lands, verði aldrei minni en 1000 Bandaríkjadalir, aldrei meiri en 50 þúsund. Menn voru ekki á eitt sáttir um þessar hugmyndir og ákveð- ið að vísa málinu til framkvæmda- stjórnar og næsta aðalfundar. Miklar umræður urðu á aðalfundinum um tillögur frá læknisfræðinefndinni um forvarnir en tillagan er í fimm liðum: varnir gegn fötlun af völdum smit- næmra sjúkdóma, vamir gegn með- 14

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.