Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Page 11

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Page 11
farið hefði verið í heimsóknir og haldnir fundir með starfsfólki allra sambýla. Svanfríður sagði að lokum að starf sitt varðaði þroskahefta að langmestu leyti, en málefni geðfatl- aðra kæmu inn í vaxandi mæli. Að fengnum þessum fróðleik og miklu fleiru sem ekki ratar hér inn á síður var haldið til vinnustaðar- ins Iðjulundar, þar sem forstöðumaður þar, Magnús Jónsson, tók á móti okkur og sýndi okkur vistleg húsa- kynni og vinnuaðstöðu alla. Hann sagði 40 - 50 einstaklinga hafa þarna sína vinnuaðstöðu, fyrst og fremst væru það þroskaheftir. Magnús kvað mjög byggt á eigin framleiðslu en einnig væru fengin verkefni utan úr bæ. Hann nefndi hin ýmsu dæmi um verkefni og verður fátt eitt talið hér: mjólkursíur í mjaltavélar, heimilis- klútar, sængurfatnaður, vinnuvettl- ingar, kertagerð, prjónaðir sokkar, þrjár gerðir fingravettlinga saumaðir saman, klemmur settar saman, og útikerti einkum fyrir Hjálparstofnun kirkjunnar, friðarkertin svokölluðu. Hann kvað starfsfólk halda útimarkað þar sem það selur sjálft hina ýmsu hluti sem framleiddir eru. Á surnrin slá þau lóðir og eru með í takinu um 40 fyrirtækja- og fjölbýlishúsalóðir. Magnús sagði KEA afar duglegt við að selja vörur þeirra og vekja á þeim athygli. Þegar við vorum þama á ferð í þessu rúmgóða húsnæði upp á 670 fermetra var líf og fjör í tuskunum á staðnum, þvíjólasveinar voru íheim- sókn (aðrir en við - vel að merkja!) og allir uppteknir þar af. á var farið í stutta heimsókn að nýju sambýli við Snægil sem tilbúið var sagt eftir hálfan mánuð. Sambýlið er fyrir sex, skipt í tvær þriggja manna einingar, þar sem hvert herbergi er rúmlega 20 ferm. með snyrtingu og skápum. Á milli eining- anna er sameiginlegt eldhús, borð- stofa og dagstofa. Þarna verða ein- staklingar með atferlistruflanir og sambýlið verður því rnjög þungt. Eftir þessa stuttu heimsókn var svo haldið beint á sjálfa samstöðuhátíðina sem haldin var við sambýlið að Hafnar- stræti 18. Þar var allmargt manna samankomið og sannkölluð hátíðar- stemming lá í loftinu. Jólatréð stóð úti fyrir sambýlinu albúið til að taka á móti tendruðum jólaljósum. Bjarni Kristjánsson setti samkomuna og stjórnaði henni. Hann greindi frá tilefni samstöðuhátíðarinnar á Akur- eyri nú þ.e. þeirri umbreytingu á búsetuþróun sem þar hefur orðið á umliðinni tíð. Fólk af stofnunum flutt út í samfélagið. Olöf Ríkarðsdóttir, form. Öryrkjabandalagsins flutti svo ávarp og er það í heild hér birt. Þá tendraði ljósin á trénu Hergeir Val- garðsson, ungur íbúi á sambýlinu í Hafnarstræti og jólaljósin brugðu birtu út í skammdegismyrkrið. Var ljósunum vel fagnað. Þá sungu félagar úr kór Glerárkirkju tvö lög og tóku hátíðargestir hressilega undir. Séra Svavar A. Jónsson flutti því næst hugvekju góða og kvað þetta Sjá næstu síðu Avarp Olafar á Samstöðuhátíð Kæru samkomugestir! yrir hönd Öryrkjabandalags íslands býð ég ykkur öll hjart- anlega velkomin til þessarar Sam- stöðuhátíðar. Það eru nú fimm ár síðan stjórn Öryrkjabandalags Islands tók upp þann sið að efna til árlegrar hátíðar undir nafninu KVEIKJUM LJÓS. Heimsóttir hafa verið staðir þar sem einhverj- um áfanga hefur verið náð í mál- efnum fatlaðs fólks og jafnhliða hefur Öryrkjabandalagið afhent jólatré þeim sem hlut eiga að máli. Og nú erum við hingað komin til þess að gleðjast með ykkur. Við höfum auðvitað fylgst náið með þeirri uppbyggingu og breytingum sem hér hafa verið á döfinni á vegum Framkvæmdasjóðs fatlaðra á undanförnum árum. En sjón er sögu ríkari og við höfum nú heim- sótt Iðjulund og nýtt sambýli, sem hvorttveggja var ákaflega ánægju- legt og fleira eigum við eftir að skoða síðar í dag. Uppbygging Sól- borgar þótti mikill áfangi á sínum tíma og sú var líka raunin. En nú eru valmöguleikar fólks með fötlun orðnir fleiri og sannarlega ástæða til að gleðjast yfir því hversu tilvera þessa hóps hefur færst nær lífs- háttum hins almenna borgara. Sól- borg hefur nú fengið annað hlutverk og kemur það hinum nýju notend- um til góða að húsakynnin voru upphaflega hönnuð með tilliti til aðgengis fyrir hreyfíhamlað fólk og mér er raunar tjáð að nú hafi verið bætt um betur. Enda er það ein af undirstöðum þess að fólk með fötlun geti tekið þátt í lífinu, að samfélagið sé aðgengilegt fyrir alla. að verður ekki fram hjá því horft að nú grúfir skamm- degismyrkrið yfir okkur Islend- ingum. Ekki einungis hið árstíða- bundna myrkur, heldur hvílir myrk- ur óvissunnar um afkomuna eins og mara á þeim sem eiga allt sitt undir ákvörðunum Alþingis og stjórn- valda varðandi lífskjörin. Öryrkjar geta ekki tekið á sig þá skerðingu sem frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1996 gjörir ennþá ráð fyrir. Nóg er samt og þeir vilja ekki beygja sig undir þá niðurlægingu og það mannréttindabrot sem felst í þeirri fyrirætlun ríkisstjórnarinnar, að aftengja bætur almennri launaþróun í landinu. Sjaldan hefur verið meiri ástæða en nú til þess að standa sam- an og Samstöðuhátíð Öryrkja- bandalagsins er einmitt hugsuð til þess að efla samhug allra þeirra, sem á einn eða annan hátt vinna að því að rétta hlut öryrkja. Það er samt von okkar að jólin sem nú fara í hönd geti orðið hátíð öryggis og gleði og í þeirri trú óskum við Öryrkjabandalagsfólk ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Að lokum vil ég þakka svæðis- skrifstofu og svæðisráði Norður- lands eystra fyrir góðar móttökur og ágætan undirbúning að þessari heimsókn okkar. Eg bið nú Hergeir Valgarðsson, íbúa í Hafnarstræti 16, að kveikja ljós á trénu. Ólöf Ríkarðsdóttir. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS I 1

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.