Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Blaðsíða 15

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Blaðsíða 15
fæddum sjúkdómum, vamir gegn um- ferðarslysum, varnir gegn vinnu- staðaslysum og varnir gegn fötlun af völdum stríðsátaka. Enn og aftur voru menn ekki alveg ásáttir og var nefnd- inni falið að fjalla áfram urn tillögum- ar og skila þeim endurskoðuðum á næsta aðalfundi. I tengslum við aðal- fundinn var ítarleg umfjöllun um jarð- sprengjur. Við Islendingar höfum sloppið blessunarlega vel frá hörm- ungum stríðsreksturs og aldrei hefur verið grafin sprengja í jörð hér á landi svo að vitað sé. Hins vegar eru jarð- sprengjur mikil ógnun í mörgum lönd- um heims. Þarna kom frarn að 100 milljón ósprungnar jarðsprengjur eru grafnar í jarðveg 40 þróunarlanda og valda limlestingu eða dauða 500 manns á viku. Aðrar 100 milljónir jarðsprengja eru á hverjum tíma á lager tilbúnar til að grafast í jörð. Það kostar tíu sinnum meira að grafa upp og eyða einni jarðsprengju en að fram- leiða hana. Ef barn stígur á jarð- sprengju er því vís bani búinn en upp- komnir lifa frekar af en missa einn eða fleiri útlimi og oftast líka sjónina. Aðalfundurinn samþykkti stuðning við allsherjarbann við notkun jarð- sprengja og styður þar með ályktun Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í þessum efnum en svo undarlegt sem það er þá eru allnokkrar menningar- þjóðir í heiminum sem ekki styðja þá ályktun. s Isambandi við aðalfundinn í Indó- nesu var boðið til ráðstefnu um endurhæfingu og félagsleg málefni fatlaðra. Rúmlega 500 manns sátu þessaráðstefnu. Umræðan og áherslu- þættirnir drógu dám af þessum heims- hluta, og voru því að ýmsu leyti með öðrum hætti en tíðkast á Vestur- löndum. Endurhæfingarþjónustan í Suðaustur- Asíu hefur vissulega batnað og aukist á síðustu árum en það undirstrikar muninn rækilega að ein- mitt þá daga sem ráðstefnan stóð var í gangi mikið átak í Indónesíu: öll tveggja ára börn í landinu skyldu fá bólusetningu gegn mænuveiki. Hér verður látið staðar numið. Saga Alþjóðaendurhæfingarsam- bandsins er hin merkasta og má jafnvel taka svo til orða að hún endur- spegli framvindu í málefnum fatlaðra og endurhæfingu þeirra á þessari öld. Haukur Þórðarson. Ásgerður á góðra vina fundi. Aldarfjórðungs afbragðsiðja þökkuð Hinn 18. jan. sl. var fullskipað við fundarborðið í því herbergi hér í Hátúni 10 þar sem framkvæmdastjórn bandalagsins fundar jafnan. Þar var framkvæmdastjórnin mætt, svo og allt starfsliðið hér, hinn föngulegasti flokkur að sjálfsögðu. Tilefnið enda hið ágætasta, okkar ástsæli framkvæmdastjóri, Ásgerður Ingimarsdóttir, átti á dögunum 25 ára starfsafmæli hjá Öryrkjabandalagi íslands og þótti vel við hæfi að efna til látlausrar en hátíðlegrar stundar henni til verðugs heiðurs og samfagnaðar. Ólöf Ríkarðsdóttir, fornraður bandalagsins, árnaði Ásgerði allra heilla og þakkaði henni fágætlega vel unnin störf í þágu bandalagsins og fólksins sem að því stæði. Hún kvaðst vonast til að við mættum sem lengst njóta hennar ágætu starfskrafta til heilla fyrir þann fjölda sem þjónað er. Hún afhenti síðan Ásgerði gullúr veglegt að gjöf frá Öryrkjabandalaginu, áletrað vel og fylgdi með fagur blómvöndur. Hún flutti svo þessa afmæliskveðju sem færð hafði verið inn á kort til Ásgerðar: Af alúð og kostgæfni unnin þín störf og ætíð á verði ef kallaði þörf með vinhlýja vermandi lund. Fylgi á veginum farsældin góð sem framtíðin leggi í gæfunnar sjóð. Þú áfram þitt ávaxtar pund. ✓ Olöf flutti Ásgerði einnig einlægar persónulegar þakkir fyrir vináttu og samstarf áranna. Ásgerður færði alúðarþakkir fyrir þennan heiður sér sýndan og góða gjöf. Hún rifjaði upp að hún hefði aðeins ætlað að vera í einn mánuð, “en svo varð þetta einhvern veginn svona”, eins og eitt sinn var sagt. Hún sagðist hafa gegnt gefandi starfi sem auðvitað hefði fært með sér bæði skin og skúri, en þó væru ljósu punktamir svo miklu fleiri. Hún kvaðst hafa átt því láni að fagna að eiga ágætt samstarfsfólk, stjórnendur sem aðra, en slíkt væri ómetanlegt. Hún sagðist hugsa til þessara ára með gleði og hlýju. Haukur Þórðarson rifjaði upp fyrstu afskipti Ásgerðar af þessum málum í tengslum við norrænt endurhæfingarþing 1970. Fólk þáði síðan hinar beztu veitingar og samfagnaði afmælisbarninu með áfanga merkan. Samstarfsfólk hennar hér sendir henni hlýjar óskir með innilegri þökk fyrir það sem hún er okkur öllum. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 15

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.