Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Blaðsíða 45

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Blaðsíða 45
að letur á blöðum sem lesa skal sé greinilegt. Hinsveg- ar er hægt með sér- stökum hugbúnaði að leiðrétta ýmsar villur sem slíkur les- búnaður gerir. Þá má nefna nýja tegund hljóðritun- artækja sem hægt er að nota fyrir minnis- atriði. Þau hljóðrita upplýsingar á tölvu- kubba sem hægt er að stinga í ýmiss konar afspilunartæki. Slík- ir PCI-kubbar taka allt að 36 mínútum af efni. Hægt er að meðhöndla skilaboðin á ýmsa vegu, skjóta inn viðbótum, þurrka út og jafnvel færa til texta á svipaðan hátt og unnið er með ritaðan texta í tölvu. Má vænta mikilla framfara á þessu sviði. Umferlistæki ýmiss konar voru sýnd. Menn eru enn að gera tilraunir með hljóðgleraugu sem framleidd hafa verið í ýmsum myndum undanfama þrjá áratugi og byggjast á eins konar radar-tækni, þannig að blindur notandi greinir hluti sem eru í höfuðhæð. Sum þessara tækja gefa frá sér mismunandi hljóð eftir því efni sem hlutur, sem verður fyrir radargeislum tækisins, er gerður úr. Sérstaka athygli vakti hins vegar nýtt tæki, sem þýskt fyrirtæki er að þróa. Er hér um að ræða eins konar staðsetningartæki, byggt á hinu svo kallaða GSM- staðsetningarkerfi. Um er að ræða litla tölvu sem blindur einstaklingur ber með sér. Leiðarlýs- ing er skráð inn í tölvuna. Hún gerir tillögu að heppileg- ustu leiðinni á milli staða og varar not- andann við sé hann að fara villur vegar. Tæki þetta verður reynt nú í vetur í samstarfi við háskól- ann í Birmingham í Bretlandi og gert er ráð fyrir að það komi á markaðinn á næsta ári. LOKAORÐ Hér hefur einungis verið tæpt á því helsta sem fyrir augu og eyru bar á sýningunni. Bæklingar þeir, sem safnað var um tæknimál blindra, hafa verið látnir í té Sjónstöð íslands. Þá er undirritaður reiðubúinn að veita allar þær upplýsingar sem óskað er eftir. Þótt okkur íslendingum hafi miðað nokkuð í tölvu- væðingu blindra á undanförnum árum skortir nokkuð á að þau mál séu með viðunandi hætti. Einhver aðili þyrfti að taka sér fyrir hendur að prófa ýmsan búnað og forrit svo sem talgervils-stýribúnað fyrir myndrænt umhverfi. Þá þyrfti að leggja eitthvert fé í rannsóknir sem miðuðu að því að gera talandi lestæki aðgengileg Islendingum. Seltjarnarnesi, 22. nóvember 1995 Arnþór Helgason HLERAÐ I HORNUM Það var áður fyrr á öldinni. Barnakarl mikill kom til prestsins síns og bað hann að skíra tólfta barn þeirra hjóna. Prestur sem aðeins átti eina dóttur barna setti á langa og stranga tölu við bónda urn það að stemma nú stigu við þessari fjöldaframleiðslu og endaði svo: “Væri nú ekki nær að taka sér góða bók í hönd á kvöldin en standa endalaust í þessu?” Bóndi svaraði að bragði: “Það má vera, og mikið hljótið þér nú að vera víðlesinn, prestur minn”. ** Það var á dögum sveitasímans gamla þegar fólk gerði talsvert að því að hlera símtölin, “liggja á línunni” eins og sagt var. Maður einn var að reyna að ná sambandi en gekk illa og tautaði þá við sjálfan sig hálfhátt: “Hún Kristín gamla liggur alltaf á lxnunni”. Þá gall við í símanum: “Þú rétt lýgur því. Eg ligg sko ekki á línunni”. ** Hjón ein höfðu lengi dregið það að láta skíra son sinn svo hann var orðinn fjögurra ára þegar farið var með hann í jólamessu og kirkjan að vonurn troðfull. Þegar prestur jós dreng vatni þá gall við í skráksa: “Ertu að skvetta á mig vatni helv. þitt”. ** Bóndi var að áminna konu sína um að skamma börnin ekki alltof mikið og endaði svo: “Bölvaðu ekki börnunum Björg, það gæti komið niður á þeim seinna helv.ormunum þeim arna”. ** í kvennasamkvæmi miklu þar sem konur voru allt frá fertugu og yfir á áttræðisaldurinn varð einni að orði þegar þær sátu umhverfis borð eitt. “Við erum nú bara eins og rósabúnt”. Þá varð einni í eldri kantinum að orði. “Ætli rósimar séu þá ekki þurrkaðar”. ** Nirfillinn taldi vandlega það sem hann fékk til baka í bankanum svo gjaldkerinn spurði, hvort hann hefði ekki fengið rétt til baka. “Jú, reyndar, en heldur ekkert umfram það.” ** Efnafræðiprófessorinn hafði skeifu hangandi utan á hurð rannsóknarstofu sinnar. Starfsfélagar hans spurðu hann hvort hann tryði því virkilega að skeifan myndi færa honum gæfu við tilraunimar s.s. þjóðtrúin segði. “Nei, ég trúi ekki á svoleiðis hindurvitni. En mér hefur verið sagt að það virki hvort sem maður trúi því eða ekki.” FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 45

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.