Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Blaðsíða 10

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Blaðsíða 10
Samstöðuhátíð á Akureyri Samstöðuhátíð Öryrkjabanda- lags íslands var að þessu sinni haldin á Akureyri, en þetta var fimmta hátíðin af þessu tagi á tíð aðventunnar. Sú fyrsta var haldin við Langholts- kirkju í Reykjavík, sú næsta var á Egilsstöðum, í þriðja sinn var farið að Reykjalundi og fjórða hátíðin var á Sauðárkróki. Bandalagið hefur af þessu tilefni fært fallegt jólatré að gjöf og á hátíðinni hafa svo jólaljósin verið tendruð á trénu. Nú var haldið til Akureyrar hinn 14. des. sl. í för voru framkvæmdastjórnarmennirnir Ólöf Ríkarðsdóttir, Haukur Þórðarson, Hafliði Hjartarson og Ólafur H. Sigur- jónsson, framkvæmdastjóri banda- lagsins Asgerður Ingimarsdóttir, Helgi Hróðmarsson starfsm. ÖBÍ og samvinnunefndar, en hann hafði veg og vanda af undirbúningi hér sunnan heiða og svo undirritaður sem reyndi að festa fáein minnisatriði á blað frá velheppnaðri hátíð. Hópurinn lenti á Akureyri í hádeginu og þar tók fram- kvæmdastjóri Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra á Norðurlandi eystra, Bjarni Kristjánsson, á móti okkur en hans góðu fylgdar og leiðsagnar nut- um við daglangt. Fyrst var að snæð- ingi sezt með svæðisráði Norðurlands eystra, framkvæmdastjóra Svæðis- skrifstofu og verkefnisstjóra um tilraunaverkefnið um yfirtöku Akur- eyrarbæjar á málefnum fatlaðra á Eyjafjarðarsvæðinu öllu. Formaður svæðisráðs, Egill Olgeirsson á Húsavík, bauð okkur velkomin og kvaðst vona að af fundinum yrði gagnkvæm fræðsla sem báðum mætti sem bezt nýtast. Egill upplýsti okkur unr að svæðisráð fundaði þrem til fimm sinnum á ári formlega. Aðspurður um brey tinguna frá svæðisstjórn eldri laga yfir í svæðisráð kvaðst Egill sakna eldra fyrirkomulags. í því hefði falist ákveðin valddreifing, menn hefðu fylgzt betur með, hefðu verið sem stjórn málaflokksins heima í héraði. Hins vegar kvað hann miklar vonir bundnar við störf trúnaðarmanns fatlaðra, enda í ljós komið nauðsyn þess starfs og árangur verið eftir því. Þar fengjust fram sjónarmið þeirra sem njóta þjónustunnar og það væri vissulega mikils virði. Rætt var um fulltrúa í svæðisráði frá opinbera geiranum - fræðslustjóra og héraðs- lækni - sem gæti skapað árekstraefni þegar mál þeirra kæmu til umfjöllunar og afgreiðslu. Rætt um möguleika á sjálfstæðri stjórn svæðisskrifstofa. Við hina öru fjölgun íbúða sem og sambýla með tilheyrandi þjónustu- þátturn þá eykst hinn stjómunarlegi þáttur enn meir en áður og rekstrar- þáttum fjölgar í raun. Hér er aðeins á stóru stiklað. á gerði Þórgnýr Dýrfjörð frá Akureyrarbæ grein fyrir samn- ingsgerð milli Akureyrarbæjar og ríkisins um yfirtöku Akureyrarbæjar á öllum þáttum málefna fatlaðra á Eyjafjarðarsvæðinu öllu. Hann upp- lýsti að enn væri óljóst um austur- hluta svæðisins varðandi framtíðar- framkvæmd, en möguleiki jafnvel að Akureyrarbær tæki það einnig að sér og þá sem verktaki. Ljóst að nú um sinn verður svæðisskrifstofan að vera ábyrg fyrirþví svæði. Spurning hefur komið upp, hvort Akureyrarbær eigi að eiga fulltrúa í svæðisráði eftir að hafa tekið verkefnið að sér. Þórgnýr kvað vandann hafa verið fólginn í því hvaða fjármunir ættu að liggja til grundvallar við yfirtökuna, að lokum sætzt á umsamdar fjárhæðir næstu fjögurra ára, annars vegar sem rekstr- arfé, hins vegar sem fé úr Fram- kvæmdasjóði. Skilyrði væri að fé það sem ríkið léti af hendi færi allt í mála- flokkinn sjálfan. Breytingar á fjár- framlögum hin fjögur reynsluár eru ekki miklar að undanskildu framlagi úr Framkvæmdasjóði til nýs sambýlis, ef þörf krefði. Varðandi réttarstöðu starfsfólks var það upplýst að það yrði áfram á kjörum og með réttindum ríkisstarfsmanna. Svanfríður Larsen trúnaðarmaður fatlaðra á svæðinu fór í fáeinum orðum yfir starf sitt sem bæði væri vandasamt og viðkvæmt og snúin mál væri þar við að fást. Hún kvað starfs- heimild allsendis ónóga, en hún er miðuð við 18 tíma á mánuði. Hún sagði að sem betur færi væri ekki mikið um alvarleg réttindabrot. Hún minnti á ýmis vandamál sem upp gætu komið m.a. sem vörðuðu forræði þeirra, sem mikið væru skertir, yfir börnum sínum. Hún kvað miklar breytingar hafa gengið yfir á svæðinu eins og fólki væri kunnugt. Svanfríður sagði að í raun væri ávallt erfitt að gæta fullra mannréttinda meðan sambýlisformið væri við líði. Þar væri um að ræða sambýli margra, þar sem misjafnlega hlyti að takast um val sambýlisfólks. Hún kvað slík bú- setumál afar áberandi, með hverjum er búið og hvar er búið. Hins vegar væri samvinna trúnaðarmanns og forstöðumanna sambýla ágæt, enda hefði samvinnuleiðin verið valin og 10

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.