Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Blaðsíða 12

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Blaðsíða 12
kjörið tækifæri til að minna á nauðsyn sem mestrar samfélagslegrar þátttöku fatlaðra. Sagði hugnæma sögu um húsvörðinn gamla sem hafði sett upp voldugt jólatré með ótölulegum fjölda Ijósa. Maður sem mætti honum með stiga á öxlinni spurði um ástæður þess, en húsvörðurinn gamli kvaðst þurfa að skipta um eina peru á trénu sem ekki logaði á. Mað- urinn furðaði sig á þessu, enda sá hann aðeins upp- ljómað tréð, en mikið rétt, betur að gáð var ein sem ekki lýsti og ljómaði. Við erum öll Ijós í þessum heimi og Guð vill að öll ljósin ljómi, með því yrði veröldin bjartari, sagði séra Svavar. Birta einnar mannssálar er dýrmætust og mörg veik ljós gefa í sameiningu frá sér mikla birtu. Flutti fyrirbæn góða í lokin. Að lokinni hugvekju var sungið jólalag. Þá léku félagarnir Fróði, Egill og Maggi Jó. hin tjörugustu jólalög sem allir tóku undir af miklum móð. Það var svo formaður svæðisráðs, Egill Olgeirs- son sem þakkaði Öryrkjabandalagi Islands fyrir þess ágæta framtak og fallegt jólatré. Hann minnti á hinar róttæku breytingar í búsetumálum sem átt hefðu sér stað að undanförnu, útskriftirnar af Sólborg og nýfram- kvæmdir í kjölfarið: hæfingarstöð, skammtímavistun og sambýli. Hann kvað hina nýju stefnu í búsetumálum fagnaðarefni og færði Hússjóði Öryrkjabandalagsins beztu þakkir fyrir framlag hans þar nyrðra, en á Akureyri á Hússjóður 18 íbúðir. Egill sagði hagsmunabaráttu fatlaðra halda áfram af fullum þunga með áherzlum á aukna þjónustu, betra aðgengi, átök í atvinnumálum, úrræði fyrir geðfatl- aða, eflda liðveizlu, stuðningsfjöl- skyldukerfi sem allra virkast og um leið vökula réttindagæzlu fatlaðra. Minnti í lokin á hinn bjarta boðskap jólanna og óskaði öllum innihalds- ríkra jóla. í lokin leiddu félagar frá Glerárkirkjukórnum söng: Hin fyrstu jól. Það næddi allnapurt úti þó ekkert væri frostið, en inni á sambýlinu þágu menn góðar veitingar í yl og birtu og úti lýsti jólatréð umhverfið og bjarm- inn teygði sig út í skugga skamm- degismyrkursins. Að þessu loknu var farið til heimkynna Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra að Glerárgötu þar sem við áttum ágætan fund með fram- kvæmdastjóranum og fríðu starfsliði hans. Þar bar margt á góma og fengum við fróðleik mikinn um starfsemina á Akureyri sem og annars staðar í kjör- dæminu og verður fátt eitt hér fram talið. Þarna vinna 10 starfsmenn í 9 stöðugildum, þar af við ráðgjöf og aðra slíka þjónustu í 6 stöðugildum. Rætt var um hversu mál myndu skip- ast eftir yfirtöku Akureyrarbæjar á málefnum fatlaðra og taldi fram- kvæmdastjórinn að starfsemin myndi renna inn í þjónustukerfi bæjarins og skiptast á milli einstakra deilda þar s.s. eins og verndaðir vinnustaðir til at- vinnumiðlunar, aðstoð við börn til ráðgjafardeildarFélagsmálastofnunar o.s.frv. Allmikið rætt um hversu sinna skyldi austurhluta svæðisins s.s. áður er fram komið. Sá möguleiki nefndur að á Húsavík yrði eins konar svæðis- skrifstofa í tengslum við aðra starf- semi þar. 18 hús og íbúðir eru á svæð- inu og frá byrjun janúar yrðu þar í kringum 70 einstaklingar. Mest væru 5 í einni einingu og svo 6 íbúar í tví- skiptu húsi sem áður er um getið. Verndaðir vinnustaðir tveir - Iðju- lundur og Bjarg en þar eru alls um 50 einstaklingar. Bjarg er rekið sem starfshæfingarstaður þar sem er gegn- umstreymi - 6 mánaða endurhæfing en verkefni þess staðar sem áður raf- lagnaframleiðsla. Dagdeildin á Sól- borg verður flutt um áramótin. Skammtímavistun er fyrir 5 - 6 - þjón- ustan þar meginhluta ársins, en sum- ardvöl væri ný starfsemi. Hins vegar sagði Bjami að foreldrar yngri barna kysu frekar stuðningsfjöl- skyldur en skammtíma- vistun. Hann kvað vandann liggja m.a. í því að óvenju- mörg fötluð börn hefðu fæðzt sl. 5-6 ár. Fram komu frekari upplýsingar um Sól- borg og útskriftirnar þaðan, sem sannarlega marka tíma- mót. ram kom að Sjálfs- björg, félagi fatlaðra þætti sem svæðisskrifstofa hefði lítil afskipti af þeirra fólki, en framkvæmdastjóri kvað erfitt að fá nákvæm- lega að vita hvað gera ætti. Nokkuð var að frumkvæði formanns ÖBÍ rætt um ferlimál og einstakar framkvæmd- ir í því sambandi. Sem svar við fyrir- spurn frá Asgerði kom fram að heyrn- arlausir væru fáir á svæðinu. Hins vegar vantaði sárlega úrræði fyrir heilablóðfallsskaðaða sem byggju margir við slæman kost heima. Bjarni sagði þroskahefta sem hjá foreldrum búa nýta sér vel þá miklu þjónustu sem í boði væri. Hann nefndi sem dæmi sextuga konu sem byggi hjá ald- argömlum föður sínum og allt gengi það ágætlega. Vaxandi vandamál varða atferlis- og hegðunarvanda, sem væri of lítið viðurkenndur af kerfinu sem slíkur. I lokin nokkuð rætt um hlutverk Öryrkjabandalagsins á lands- vísu m.a. var komið inn á útgáfustarf- semina. Fram kom að mönnum fynd- ist Öryrkjabandalagið ætti að koma meira að réttindagæzlu í víðastri merking. A almennum fundahöldum með fötluðum var ekki mikill áhugi eða talið að verulegan árangur bæri. Góðri heimsókn og lærdómsríkri lauk svo um kvöldverðarleytið og hópurinn hélt til höfuðborgarinnar og alláliðið kvölds var þangað komið í úrhelli miklu. Fundum við þá vel hve við höfðum verið heppin með suð- vestankaldann nyrðra, þurrviðrið með stirndum himni og norðurljósalogi. Alúðarþakkir eru færðar öllum er að komu þar nyrðra og áttu með okkur ánægjulega stund, einkum þó Bjarna Kristjánssyni framkvæmdastjóra, sem fylgdi okkur fótmál hvert og fræddi um hvaðeina.Samstöðuhátíðin á Ak- ureyri var eins og allar hinar hátíð í beztu merkingu þess fallega orðs. H.S. 12

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.