Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Blaðsíða 51

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Blaðsíða 51
greiðslum. Vonandi verður hér ekki rasað um ráð fram í neinu, svo við- kvæmt mál sem hér er á ferð. að eitt skal áréttað hér einu sinni enn að fyrir afkomu ríkissjóðs skipta þessar ráðstafanir engum sköpum, hafa í raun hverfandi áhrif og þess vegna enn örðugra að skilja hverju ofurkappi var beitt svo fram mættu fara. Þar skipta þó langmestu vanefndir á að láta láglaunasamninga liðins árs ná til lífeyrisþega betur og meir en gert hefur verið. Hitt er svo jafnljóst að þessar ráðstafanir allar og ákvarðanir geta skipt afar miklu fyrir einstaka lífeyrisþega, einkanlega ef fleiri en ein þeirra tekur beint til við- komandi, sem virðist nokkuð augljóst að orðið geti. Glöggt er okkur öllum er að málum komum að nýrra leiða verður að leita, liðsinni fleiri verður til að koma ef takast á að hnekkja þessari samræmdu aðför að kjörum lífeyrisþega, því engum flýgur í hug að ekki verði áfram í sama knérunn vegið. Umleið og gefnar eru út af æðstu valds- mönnum glæstar yfirlýsingar um birtuna miklu framundan, um leið og fyrirtækjagróðinn er sem aldrei fyrr og hlutabréfaviðskiptin blómgast og dafna, þá fá lífeyrisþegar í landinu þessar köldu kveðjur, þar á að vera að finna þá sem fjárlagahallann skulu greiða niður, þar skal þrengja að á ýmsan veg. Er nema von að fólk spyrji sig áleitinna spurninga um réttlæti og jöfnuð í samfélaginu, um það hvaða fólk það er sem í fyrirrúmi skuli vera eða hvort það sé fjármagnið sem það fyrirrúm skal skipa. Vonandi færir þetta ár okkur árangur í því að fá hrundið því sem að höndum hefur borið og tryggja það að velferð þeirra sem þarfnast þess mest verði í fyrir- rúmi. En átakalaus verður sú barátta ekki. ✓ Ibeinu framhaldi þessara hug- leiðinga um lífskjör öryrkja al- mennt í ljósi fjárlagaafgreiðslu og laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum þá er rétt að birta hér það ákvæði til bráðabirgða, sem kom í stað ákvæðis 65. gr. laganna um almannatryggingar um viðmiðun bóta við vikukaup verkafólks. Niðurstaðan eftir átök öll og harða mótmælaöldu frá öryrkjum og öldruðum var sem sagt þessi: “Við lögin (um almannatrygg- ingar) bætist ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi: Frá 1 .janúar 1996 til ársloka 1997 skulu eftirfarandi ákvæði gilda í stað ákvæða 65. gr. laganna: Bætur almannatrygginga, svo og greiðslur skv. 59. gr., skulu breytast árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni. Til hliðsjónar við ákvörðun bóta skal hafa þróun launa, verðlags og efnahagsmála. Heilbrigðisráð- herra er þó heimilt, að fengnu sam- þykki ríkisstjómar, að breyta bótafjár- hæðum allt að 3% frá forsendum fjárlaga, enda verði verulegar breyt- ingar á þjóðhagsforsendum frá því að fjárlög voru samþykkt”. Svo mörg voru þau orð og mundu margir segja of mörg í ljósi orða- lags alls, sem auðvelt er að teygja og toga í allar áttir. Meginniðurstaðan hlýtur því að verða sú að ákvörðun fjárlaga þessi tvö ár muni framar öðm gilda s.s. við höfum nú fengið að reyna varðandi þetta ár. Aðeins ótt- umst við að enn harðar kunni að verða fram gengið næsta ár miðað við und- angengna reynslu. Mörgum þykir sem ákvæðið um vikukaup verkafólks hafi ekki of vel gefizt litið til síðustu kjarasamninga, en hafa verður í huga að þar var um undantekningu að ræða, enda hafa prósentutölur kjarasamn- inga skilað sér inn í bótaupphæðir trygginganna. Það eitt er alveg ljóst að enn erfiðara verður nú að sækja rétt öryrkja til kjarabóta eftir að hin beina tilvísun til launaþróunar er brottu fall- in og hið loðna og óljósa orðalag bráðabirgðaákvæðisins er í staðinn komið. Von okkar nú er við það bund- in að svo verði gengið frá næstu kjara- samningum að leiðrétting þessa fáist að fullu. Miðað við málaþróun á Alþingi nú fyrir jólin má vart vænta sér mikils af löggjafarvaldi og stjórnvöldum eins og nú standa sakir. Engu að síður skal það vonað að menn sjái að sér og taki sinnaskiptum hvað hag bótaþega varðar. ** Lífskjör öryrkja ráðast vissulega af mörgum samverkandi þáttum þar sem undirstöðuna er þó ávallt að finna í kjaratölum tryggingabótanna. En margs konar samfélagsaðstoð af ýmsu tagi kemur þarna vissulega inn í myndina. Styrkir til bifreiðakaupa, sem hafa um langt skeið verið veittir hreyfi- hömluðum og voru áður í formi eftir- gjafar af tollum og aðflutningsgjöld- um, eru einn þáttur þessarar sam- félagsaðstoðar og í engu sá sízti. Þegar styrkimir voru teknir upp var gefin út reglugerð sem veitti heimild til 600 styrkja með lægri upphæð, til hreyfihamlaðra almennt og 50 styrkja með hærri upphæð, til mikið hreyfi- hamlaðra s.s. hjólastólafólks. Þessir styrkir til bifreiðakaupa þeim til handa sem örðugra eiga með að komasl leiðar sinnar en aðrir hafa verið dýr- mætir mjög, gert miklum fjölda þeirra mögulegt að eignast bifreið sem orðið hefur til þess að þeim hefur tekizt að stunda vinnu með eðlilegum hætti og yfirleitt auðveldað þeim að lifa lífinu. Um nokkur undangengin ár hefur sá galli verið á gjöf Njarðar, að upphæðir bifreiðakaupastyrkja hafa ekki haldið verðgildi sínu, heldur staðið í stað að krónutölu, en fjöldi styrkþega verið sá sami og reglugerð hefur sagt til um eða samtals 650. En nú kastar fyrst tólfunum, því út hefur verið gefin reglugerð, sem kveður á um að lægri styrkjunum skuli fækkað úr 600 í 335 eða um 44%. Hér er um hrap að ræða sem veldur því að fjölmörgum þeirra sem fyllstu þörf hafa verður nú synjað um þessa samfélagsaðstoð til að auðvelda eðli- lega lífshætti. Afgreiðslunefnd bif- reiðakaupastyrkjanna verður nú ærinn vandi á höndum, enda hefur þeim áður að óbreyttum fjölda styrkþega ekki tekizt að verða við allra beiðnum, sem átt hafa rétt. Öryrkjabandalagið hefur eðlilega sent harðorð mótmæli við þessari gerræðislegu gjörð sem er ein sú grófasta af mörgum miður góðum. Sannleikurinn er sá að fátt er nú í friði látið í kjaraatriðum öryrkja og þetta eitt dæmi þessa aðeins. En illt er það og það aðeins vonað að ekki treystist menn lengi til að halda sig við ranglæti hinnar nýju reglugerðar. Við sjáum hvað setur. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 51

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.