Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Blaðsíða 20
TIL HEILLA UNNIÐ AF
ALÚÐ OG KÆRLEIKA
s
vettvangi málefna fatlaðra
er víða unnið fórnfúst og
gefandi starf, byggt upp og
búið í haginn, barizt fyrir nýjungum
og þeim braut rudd, vökulli varðstöðu
haldið um þegar áunnin réttindi um
leið og horft er vel á veg fram, að öllu
því hlúð er til hagsældar og heilla má
verða svo mörgum.
Það er engin
ástæða til þess að
láta í þagnargildi
liggja þegar svo vel
er á verkum haldið,
þegar kærleiksfull
alúð er að hverju
einu lögð og verkin
sýna merkin.
117 árhefurDag-
vist Sjálfsbjargar
verið starfrækt, ót-
almörgum til ær-
innar blessunar, og
í þessi 17 ár hefur
gifta Dagvistar
ekki hvað sízt í því
falizt, að þar hefur
um stjómvöl haldið
sama forstöðukonan, hugmyndarík og
hjartahlý um leið og hefur lagt að alla
sína alúð, að sem allra bezt mætti til
takast. Þó Steinunni Finnbogadóttur
þyki eflaust ekki alltof gott undir slrku
lofi að sitja, veit ég að fjölmargir vildu
gjaman mega gera þessi orð að sínum
og helzt þeir sem bezt þekkja til og
hafa notið góðrar gæfudvalar í hennar
hlýja ranni.
Okkur þótti rétt að taka Steinunni
tali nú, þegar hún er að yfirgefa þetta
óskabarn sitt eftir sautján ára vísa
vöku og forvitnast bæði um hana
sjálfa, fáein brotabrot úr lífshlaupi
hennar og svo um sögu Dagvistar
Sjálfsbjargar sem er svo samofin
hennar eigin sögu. Ritstjóri lagði leið
sína yfir til Steinunnar meðan enn var
erjað á fullu og fékk hana til að
minnast á fáein atriði, þó enn fleiri
hafi útundan orðið.
Fyrst er að góðum íslenzkum sið
spurt um upprunann:
“Ég er fædd vestur í Bolungarvík
9.mars 1924. Foreldrar mínir voru
hjónin Steinunn Magnúsdóttir frá
Hrófbergi í Strandasýslu og Finnbogi
Guðmundsson formaður í Bolung-
arvík. Magnús afi minn var um margt
sérstakur maður, m.a. má nefna það
að hann tók á móti 32 bömum og segir
það sitt.
Ég átti afar gott og hlýtt bemsku-
og æskuheimili og hefi búið að því
ævi alla”.
Aðspurð um hvort félagsmála-
áhugi hafi verið á heimilinu svarar
Steinunn svo:
“Foreldrar mínir voru afar samhent
í öllu og í félagsmálastörfum föður
míns stóð móðir mín eins og klettur
við hans hlið. Faðir minn átti mjög
sterka réttlætiskennd og hafði mikið
baráttuþrek. Það var mikill lærdómur
í því fólginn að alast upp á heimili þar
sem fátæktin náði aldrei að smækka,
þar sem ótrautt var barizt fyrir betra
lífi, fegurra mannlífi. Faðir minn
stofnaði fyrsta sjómannafélagið vestra
í Bolungarvík í október 1926 og mun
það hafa verið fjórða sjómannafélagið
á landinu”.
✓
IBolungarvík ólst Steinunn svo upp
allt til átján ára aldurs, en þá hleypti
hún heimdraganum. Hún þráði að
mennta sig eitthvað, það að fara í
skóla var henni kappsmál mest, en
kjörleyfðuekkislíkanmunaðþá. Og
Steinunn segir frá:
“Við faðir minn fórum yfir alla
möguleika, því sannarlega hefði hann
viljað styðja mig og styrkja, en ljós-
móðumámið varð fyrir valinu - ekki
af einskærri hjarta-
gæzku minni -
heldur einfaldlega
fyrst og fremst af
því að þar gat ég
unnið um leið fyrir
kostnaði í kringum
námið. Við nem-
arnir bjuggum þá í
risi Landspítalans
og fengum fæði og
föt til vinnunnar,
en hún var Hka að
jafnaði 13 tímar á
sólarhring, en
þannig bjargaðist
þetta. Ég hefi
stundum sagt að ég
hefði allt eins get-
að orðið járnsmið-
ur, ef annar kostur hefði ekki verið
fyrir hendi til að ná því marki að öðlast
einhverja skólagöngu, en í alvöru
talað þá er rétt að taka fram að ljós-
móðurstarfið færði mér mikla ham-
ingju. Ljósmæðranámið var þá eitt
ár en ég fór í eins konar framhaldsnám
í annað ár í þessum fræðum. Og svo
fór ég auðvitað að starfa við ljósmóð-
urstörf og líkaði vel”.
Steinunn segist svo hafa gift sig og
þá orðið nokkurt hlé á ljósmóðurstarfi,
en svo tók hún upp þráðinn síðar og
vann bæði á Sólvangi í Hafnarfirði og
á Fæðingarheimili Reykjavíkur. Hún
kvaðst eiga 3 efnisbörn sem hefðu
fært henni mikla hamingju.
Nú svo urðu nokkur þáttaskil
þegar Steinunn fór í pólitíkina
af fullum krafti, var kjörin til setu í
borgarstjórn Reykjavíkur af lista
Samtaka frjálslyndra og vinstri manna
1970 og var aðalfulltrúi til 1974 og
varaborgarfulltrúi 1974-78.
20