Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Blaðsíða 46

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Blaðsíða 46
Sigurveig Alexandersdóttir: FEPEDA Foreldrafélög heyrnarlausra barna í Evrópu. Formáli: igurveig Alexandersdóttir á sæti í fulltrúaráði Evrópu- samtaka foreldrafélaga heym- arlausra bama af íslands hálfu. í 3. tölublaði Fréttabréfs ÖBÍ á sl. ári greindi hún frá fundi sem hún sótti í Dublin í mars á síðasta ári. Hér á eftir fer úrdráttur úr erindi sem hún flutti á aðalfundi Foreldra- og styrktarfélags heymardaufra þ. 19. nóvember sl. og fjallaði aðallega um aðalfund og fjöl- skylduhátíð samtakanna sem haldin var í Prag í Tékklandi í júlí sl. Tékkar buðu til fimmta aðalfundar samtakanna og er þetta í fyrsta skipti sem Austur - Evrópuþjóð heldur fundinn. Tékkland er einnig eitt af þeim aðildarríkjum sem ekki eru full- gildir meðlimir, þar sem þeir eru ekki í Evrópusambandinu, sem að sjálf- sögðu þýðir að enginn fjárstyrkur kemur frá bandalaginu. Það var því mikið átak fyrir þjóð eins og Tékka að standa fyrir þessum fundi. For- maður tékknesku foreldrasamtakanna er Dr. Jaroslav Hruby, hann er í ríkis- stjórn Tékklands og er því í stöðu til að geta haft áhrif. Hann lagði mikið á sig til að þessi fundur yrði í Tékklandi til að vekja athygli þjóðarinnar á heymarleysi og fá fólk til að skilja um hvað málið snýst. Aðalfjárstuðningur- inn kom frá félagsmálaráðuneytinu þar í landi. Það má skipta þessari ár- legu FEPEDA viku í fjóra megin- kafla: I fyrsta lagi: Aðalfund þar sem hvert land fær að hafa þrjá fulltrúa inni. Þar er kosið í framkvæmdastjóm og fulltrúaráð, fjárhagsstaðan skil- greind og ákveðið hvaða þjóðir bjóða til fundar næstu tvö árin og önnur mál rædd sem upp kunna að koma. I öðm lagi: Fulltrúaráðsfund þar sem aðalvinnan fer fram. Fulltrúar taka að sér ýmis verkefni og bera upp hin ýmsu mál. Skipað er í nefndir sem hittast og ræða málin meira og minna þessa viku til að skipuleggja þau Sigurveig Alexandersdóttir. verkefni sem hver aðili vinnur að á milli fulltrúaráðsfunda. I þriðja lagi: Ráðstefna, þar sem hinir ýmsu fyrirlestrar eru haldnir og pallborðsumræður. Þar skiptast for- eldrar, fagmenn og fræðimenn á skoð- unum. A ráðstefnunni eru sýningar- básar með upplýsingum og helstu nýjungum á tæknisviðinu er snerta heyrnarleysi, s.s. heyrnartæki, símar, tölvur, bækur o.fl. Og í fjórða lagi: Skemmtidagskrá og ferðalög fyrir böm og unglinga, vöggustofa fyrir börn yngri en 5 ára, þannig að foreldrar geta setið ráð- stefnuna áhyggjulausir. Þá er boðið upp á dagsferð fyrir alla ráðstefnu- gesti til að kynnast landi og þjóð. essi fimmti fundur í Prag bar yfirskriftina “Jafnrétti fyrir heymarlausa”, megininntakið: mennt- un og lagasetningar. Jaroslav Hruby flutti mjög áhugavert erindi í upphafi ráðstefnunnar þar sem hann ræddi um greiningu heyrnarleysis, hvað er að vera heyrnarlaus - hvað er að vera heyrnarskertur, hvar liggja mörkin? Hann sagði að þessir tveir fötlunar- hópar væru mjög ólíkir, með mjög mismunandi þarfir varðandi menntun. Hann skilgreindi heymarleysi raun- verulega í þrjá hópa: Hópur 1: Heymarskertir sem hafa gagn af heymartækjum og með í þeim hópi væru þeir sem hafa tapað heyrn á efri árum. Hópur 2: Þeir sem hafa misst heyrn eftir máltöku og hafa ekki möguleika á að nýta sér heymartæki. Hópur 3: Þeir sem eru fæddir algjörlega heyrnarlausir og munu aldrei geta nýtt sér heyrnartæki að neinu gagni. Fæstir gerðu sér grein fyrir þeirri staðreynd að þetta eru mjög svo ólfkir fötlunarhópar, aðeins síðasttaldi hóp- urinn hefði táknmál sem sitt móður- mál. Greger Baath skólastjóri Birg- ittaskolan í Örebro í Svíþjóð sem er stærsti sérskóli heyrnarlausra þar í landi, flutti fyrirlestur þar sem hann fjallaði um menntun heymarlausra og heymarskertra í Svíþjóð og gaf okkur innsýn í tvítyngi. á flutti Rita Bruning mjög áhuga- verðan fyrirlestur um geðheils- una og fjölskylduna. I máli Ritu kom fram að 99,5% af heyrnarlausum börnurn eiga heyrandi foreldra sem í flestum tilfellum hafa enga reynslu af heymarleysi. Fyrir flesta foreldra er greiningin um heyrnarleysi áfall - þeir fyllast sorg, óvissu og kvíða og oft á tíðum eru fyrstu æviár bamsins full af beiskju, harmi og vonbrigðum sem ættu í raun að vera full af hamingju og gleði. Rita taldi að þetta svarta tímabil foreldranna gæti haft varanleg áhrif á bamið. A fulltrúaráðsfundinum komum við Norðurlandaþjóðirnar þeirri skoðun okkar á framfæri að okkur fyndist nauðsynlegt að eiga einn fulltrúa Norðurlanda í fram- kvæmdastjórninni og skipta þeim kostnaði sem af því hlýst milli þjóð- anna. Með því að vera með einn full- trúa Norðurlandanna inni gætum við hugsanlega haft meiri áhrif en ljóst er að við erum töluvert öðruvísi þenkj- andi en t.d. Italir og Spánverjar svo dæmi sé tekið en þessi lönd eiga full- trúa í framkvæmdastjórninni. Hannað hefur verið merki samtakanna og var það notað í fyrsta sinn á fundinum í sumar í Prag. Kynningarbæklingur er í vinnslu og er samkomulag um að 46

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.