Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Blaðsíða 40

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Blaðsíða 40
Iðjuberg formlega opnað Hinn 24. okt. sl. var Iðjuberg - dagvistun fatlaðra og vinnustofa einhverfra að Gerðubergi 1 í Reykja- vík formlega í notkun tekið, en þa hafði þessi starfsemi hafizt nokkru fyrr. Fram- kvæmdasjóður fatlaðra hafði fjármagnað framkvæmdina, en sérstök sam- ráðsnefnd haft allaumsjón með verki en hana skipuðu: Asta M. Eggertsdóttir frá Svæðisskrif- stofu Reykja- víkur, Hafliði Hjartarson frá Styrktarfélagi vangefinna og Sigríður Lóa Jónsdóttir frá Umsjónar- félagi einhverfra og glöggt á öllu að þeim hafði vel til tekizt. Það var formaður nefndarinnar, Ásta M. Egg- ertsdóttir, sem fyrst ávarpaði sam- komuna og kvaðst fagna því að fram- kvæmd þessi væri í höfn og hafin starfsemi. Sambýli þessara tveggja aðila hefði ágætlega reynzt það sem af væri, en hún kvað þetta fyrstu þjón- ustustofnunina á vegum Svæðisskrif- stofu fatlaðra í Reykjavík og því bæri vel að fagna. Ásta þakkaði öllum sem að verki hefðu á einhvem veg komið:! ráðuneyti, stjórnarnefnd, hönnuði, verktaka og eftirlitsmanni. Hún ósk- aði öllum fötluðum sem Iðjuberg sæktu til hamingju með aðstöðuna og árnaði þeim alls góðs í framtíðinni. Aðstoðarmaður félagsmálaráðherra og um leið formaður Stjórnarnefndar um málefni fatlaðra, Ámi Gunnarsson flutti ávarp og einlægar kveðjur ráðherra. Hann sagði endamarkmiðið jafna þátttöku fatlaðra á öllum svið- um. Fara þyrfti í stefnumótun til lengri tíma og tryggja sem allra bezta nýt- ingu fjármuna í þjónustunnar þágu. Hugrún Jóhannesdóttir, sem veitir Iðjubergi forstöðu, sagði vinnu- stofu einhverfra þangað IJutta frá Hólabergi 76 og væri aðstaðan ólfkt betri og rýmri, en þama væri að mörg- um mætum verkefnum unnið. í dag- vist fatlaðra væri reynt að hafa sem mest skapandi starf - smíðað - málað - leikfimi iðkuð - farið í gönguferðir o.s. frv. Yfir hvorri deild eru deild- arstjórar: Jan Agnar Ingimundarson fyrir vinnustofu einhverfra og Elín Gísladóttir fyrir dagvist fatl- aðra. Deildirnar væru afar ólíkar en ekki bæri á öðru en allt gengi að óskum. Þarna er mötu- neyti og í há- deginu matast þarna milli 30 og 40 manns. Er mjög vel að þessum þætti búið. Bragi Mik- aelsson, eftirlitsmaður með fram- kvæmd verksins sagði þetta stóra stund, staðfestingu þess að heppnast hafi. Hann kvað lausn þessa afar hagkvæma. Þetta væri 600 fermetra húsnæði og framkvæmdir kostað tæpar 26 millj. kr. Formaður Þroska- hjálpar, Guðmundur Ragnarsson, flutti hamingjuóskir og kvað þetta tímabæra lausn á bráðum vanda. Þarna færi fram fjölbreytileg sérhæfð þjónusta. Færði að gjöf fallegt mál- verk. Formaður Öryrkjabandalagsins, Ólöf Ríkarðsdóttir, árnaði starf- inu allra heilla. Hún sagði mikilvægt að unnt væri að skapa þessu fólki sem allra bezta aðstöðu til iðju og athafna. Öryrkjabandalagið hafði sent Iðju- bergi blómakörfu fagra að gjöf. Að lokum lýsti formaður Umsjónarfélags einhverfra, Ástrós Sverrisdóttir, mik- illi ánægju með hvemig að öllu hefði verið staðið og óskaði þeim til ham- ingju sem njóta skyldu. Á eftir þágu gestir framúrskarandi veitingar, allt heimatilbúið og afar girnilegt og glæsilegt í senn. Halldór Ólafsson, sem þarna starfar, laðaði fram ljúfa gítarhljóma, og gerði sitt til að gæða stundina hátíðablæ. Einlægar ham- ingjuóskir eru öllum færðar með framtak gott og megi farsæld fylgja framtíðarstarfi. H.S. Bæklingur um meginreglurnar 22. • • Oryrkjabandalag íslands hefur gefið út bækling til stuttrar kynningar á meginreglum Sameinuðu þjóðanna um jafna þátttöku fatlaðra. I formálsorðum segir: “Að vera fatlaður kemur ekki bara fötluðu fólki við. Það kemur okkur öllum við.” Og síðar segir: “Með því að staðfesta meginreglur Sameinuðu þjóðanna hafa Islendingar skuldbundið sig bæði stjórnmálalega og siðferðislega til að beita þessum reglum.” Sagt er og frá því að reglumar í heild fáist í félags- málaráðuneytinu. Næsti kafli er um fatlað fólk og áætlun S.Þ. Þar segir m.a.: “Enn er mikil þörf á að efla þátttöku fatlaðra og stuðla að jöfnum möguleikum þeirra og ófatlaðra.” Síðan kemur að Sameinuðu þjóð- unum og meginreglunum og þar m.a. vitnað í orð núverandi félagsmála- ráðherra Páls Péturssonar þar sem hann segir: “Meginreglurnar eiga ekki síður erindi til okkar á íslandi en annarra þjóða heims og verða okkur hvatning til að halda vöku okkar og standa vörð um markmið og leiðir í málefnum fatlaðra.” Sagt er frá því að Islendingar hafi orðið fyrstir Norðurlandaþjóða til að þýða meginreglurnar úr ensku. Síðan eru reglumar kynntar: Reglur 1-4 varða forsendur, 5-12 áherzlu- svið og 13-22 fjalla um framkvæmd. Með fáum hnitmiðuðum orðum er frá þeim greint og síðast er svo smá- kafli um eftirlit. Þar segir: “Til að festa þessar skyldur betur í sessi er sérstakur eftirlitskafli í grundvallar- reglunum og fastanefnd S.Þ. um fé- lagslega þróun hefur tilnefnt sérlegan eftirlitsmann. Bengt Lindquist, fyrrv. aðstoðarfélagsmálaráðherra Svíþjóð- ar, er fyrsti eftirlitsmaðurinn. Bæklingurinn er vel úr garði gerð- ur, smekklegur mjög. Hann er að miklu leyti þýðing á dönskum bækl- ingi en staðfærður vel. Umsjón með verkinu hafði Einar Örn Stefánsson. Bæklingurinn er til reiðu þeim sem svala vilja forvitni sinni nokkuð. Hann er til á skrifstofu ÖBÍ í all- nokkru upplagi. H.S. 40

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.