Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Blaðsíða 5
ur nokkurra fyrirtækja í eigu Rehab,
þar sem vinna hlið við hlið fatlaðir
jafnt sem ófatlaðir einstaklingar við
framleiðslu og sölu á iðnaðarvörum,
ásamt ýmiss konar þjónustustarf-
semi. Irska ríkið greiðir hluta af laun-
um fatlaðra starfsmanna, en þeir njóta
sömu kjara og ófatlaðir starfsmenn. I
dag veitir Gandon Enterprises 260
manns vinnu í sjö fyrirtækjum. Hér
skal nefna nokkur þessara fyrirtækja
og starfsemi þeirra:
Harrisons Food company: Fram-
leiðsla og sala á sultum og marm-
elaði.
Precision Workwear: Vinnufatnaður
og hlífðarfatnaður fyrir efnaiðnað.
Galway Corrugated Cases:
Umbúðaframleiðsla.
Response Electronic Manufactur-
ing: Prentplötur og hlutir til raf-
eindaiðnaðar.
Rehab Recycling Partnership: End-
urvinnsla á dósum, flöskum og
fatnaði.
Hats of Ireland: Hattar, húfur, töskur
og skinnfatnaður.
Connect Industries: Fyrirtæki á sviði
rafmagns-, rafeindaiðnaðar og
hugbúnaðargerðar.
Auk þessara fyrirtækja má nefna
sokkaverksmiðju, pökkunar- og
átöppunarstarfsemi, skiltagerð, mat-
sölu- og veitingastað ofl. Grundvall-
arhugmyndin að baki Gandon Enter-
prises er að þar vinni að jöfnu fatlaðir
og ófatlaðir starfsmenn, en skiptingin
milli þessara hópa er nokkuð jöfn.
Fyrirtækin eru rekin eins og hver
önnur á almennum vinnumarkaði.
Fyrirtækin gera vinnusamninga við
írska ríkið vegna fatlaðra starfsmanna,
og eru flestir þeirra í vinnu í lengri
eða skemmri tíma eftir nám og starfs-
þjálfun hjá Rehab eða í biðstöðu eftir
störfum á almennum vinnumarkaði.
Aætlanir Rehab gera ráð fyrir að
margfalda starfsemi Gandon Enter-
prises á komandi árum með kaupum
og stofnun nýrra fyrirtækja ásviði
framleiðsluiðnaðar og þjónustu.
Rehab rekur enga verndaða vinnu-
staði sem slíka, en ætlar sér að skapa
störf fyrir fatlaða einstaklinga í aukn-
um mæli með aukningu í starfsemi
Gandion Enterprises. Starfsmenn
vinna í þessum fyrirtækjum við
aðstæður sem eru hliðstæðar störfum
á almennum vinnumarkaði, þar sem
hver og einn er metinn á eigin for-
sendum og fengin verkefni við hæfi.
3. Rehabcare er deild innan
Rehab, sem sér um félagslega
þjónustu við fatlaða og aðstandendur
þeirra, eink-um þá sem þurfa mikla
þjónustu og félagslega aðstoð.
Þjónustan er í formi dagþjónustu,
liðveislu, heimilisþjónustu,
stuðningshópa og ýmiss konar
þjálfunar, sem gerir fötluðum og að-
standendum þeirra fært að komast af
á sem eðlilegastan hátt í samfélaginu.
Þarna fær fólk upplýsingar um mál-
efni á sviði fjármála, laga og réttar,
heilbrigðismála og almennra réttinda
í samfélaginu. Skipulögð er ýmiss
konar tómstundaiðja fatlaðra, svo sem
Ijósmyndun, garðyrkja, íþróttir, sund,
leirkerasmíði, málaralist, leiklist,
sportveiðar, fatagerð og saumur,
söfnun fornmuna ofl. Persónuleg
þjónusta felst í aðstoð við
persónulegar þarfir, matarinnkaup,
heimilishald, flutninga milli staða,
hjólastóla- og hjálpartækjaþjónustu,
ásamt alhliða upplýsingum um heilsu-
vernd og félagslega þjónustu, afleys-
ingar ættingja fatlaðra í dag- og nætur-
þjónustu. Rehabcare sér einnig um
menntun og þjálfun eigin starfsmanna
og stuðning við starfsmenn gegnum
stuðningshópa. Sveitarfélögin greiða
Rehab fyrir þessa þjónustu.
4. Rehab Foundation er stofnun
sem annast fjármögnun á starfsemi
Rehab, svo sem fjárfestingar í hús-
næði og til tækjakaupa, en ekki rekst-
ur samtakanna. I dag eru um tíu þús-
und sjálfboðaliðar um allt Irland sem
styrkja Rehab í formi frjálsra framlaga
og styrkja frá ýmsum sjóðum iðnaðar-
og atvinnulífs, vörusölu og lottósölu.
Á árinu 1994 var kostnaður við starf-
semi Rehab 37 millj. IRP. Fyrirtækið
var fjármagnað með: 13 millj. IRP eða
35% með sölu á vörum og þjónustu,
11 millj. IRP eða 30% með fram-
lögum frá írska ríkinu, 12 millj. IRP.
eða 32% með framlögum frá sjóðum
Evrópubandalagsins og 1 millj. IRP
eða 3% með styrkjum og framlögum
styrktaraðila Rehab Foundation.
Næstu dögum ferðarinnar var varið til
að skoða nokkra af þeim þjálfunar- og
vinnustöðum sem hér hafa verið
nefndir. Ekki verður gerð nákvæm
grein fyrir hverjum og einum, heldur
stiklað á stóru í því helsta sem fyrir
augu bar. Navan er þjálfunarmiðstöð
með 88 einstaklinga, sem flestir eru
haldnir geðfötlun. Á þessum stað eru
kenndar helstu grunngreinar trésmíði
og það sem henni fylgir, svo sem
meðferð véla og efnis. Pökkunar-
fyrirtæki var næsti áfangastaður, þar
sem fram fór jafnt pökkun á matvöru
og leikföngum. Á þessum stað fór
einnig fram áprentun á efni og fatnað,
ásamt áprentun á skilti. Þarna var
einnig til húsa fataverksmiðjan Pre-
cision Workwear, sem áður hefur
verið getið.
Næsti áfangastaður var Coolam-
ber, þjálfunarmiðstöð með 70
nemendur, sem rekin er á gömlum
búgarði. Hér fer fram kennsla í: land-
búnaðarstörfum, garðyrkju, hótel- og
veitingarekstri, bólstrun og bakaraiðn.
Sjá næstu síðu
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
5