Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Blaðsíða 18

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Blaðsíða 18
KYNNING Á SKÝRSLU Mánudaginn 4.des. sl. var haldin á vegum félags- málaráðuneytis ráðstefna til kynningar á skýrslu nefndar félagsmálaráðherra um atvinnumál fatlaðra. Frá þessari skýrslu hefur nokkuð verið greint hér m.a. í ágætri viðhorfsgrein eins nefndarmanna, Kristjáns Valdimarssonar, sem einmitt sat í nefndinni fyrir Öryrkj abandalagið. Það var svo annar nefndar- manna Guðrún Hannesdóttir for- stöðumaður, sem setti ráðstefnuna og stjórnaði henni fram að pallborðs- umræðum. Hún rifjaði upp nefndarskipunina frá 3.nóv. 1992 en auk hennar og Kristjáns áttu sæti í nefndinni: Frið- rik Sigurðsson framkvæmdastjóri, formaður; Elísabet Guttormsdóttir deildarstjóri og Sveinn Allan Morthens framkvæmdastjóri. Ritarar voru Gunnar Sigurðsson til l.marz 1994 og Bjöm Amar Magn- ússon eftir það. Félagsmálaráðherra, Páll Péturs- son, flutti ávarp í upphafi og kvað skýrslu þessa ærið tilefni til ítarlegrar umræðu. Hann kvað það meginmál að fatlaðir ættu sem allra flestir kost á að starfa á almennum vinnumarkaði. Taldi og að vemdaðir vinnustaðir ættu ekki að vera sem varanlegt úrræði, heldur áfangi á leið í almenna vinnu. Ráðherra lagði áherzlu á að aðilar vinnumarkaðarins kæmu myndarlega að atvinnumálum fatlaðra og tryggðu kjörþeirraumleið. Hann sagði öllum ljóst, að mjög margt hefði áunnizt á liðnum árum, þó vissulega mætti margt betur gera og á öðru þyrfti úrlausn að fást sem fyrst. Lagði áherzlu á dreifingu fjármuna til málaflokksins með jöfnun að leiðar- ljósi. Kostnaðarvitund væri nauðsyn- leg í málaflokknum og þar þyrftu stjórnun og fjárhagsleg ábyrgð að fara saman. Hann færði nefndinni þakkir fyrir gott starf. Nefndarformaðurinn, Friðrik Sigurðsson, fór svo yfir starf og áfangaskýrslur sem og tillögur nefndarinnar. Minnti í upphafi á að á starfstíma nefndarinnar hefðu setið fjórir ráðherrar í félagsmálaráðuneyt- inu. Ljóst væri og að atvinnuleysið hefði sett sitt mark á alla vinnu, því auðvitað færu áherzlur í þessum rnálum nokkuð eftir atvinnuástandi hvers tíma. Hann kvað áfangaskýrsl- ur hafa verið sendar út og eftir ábend- ingum kallað og kvað margar og gagnlegar hafa fram komið. I fyrri áfangaskýrslu voru þessir megin- kaflar: Almenn stefnumótun; Atvinna og menntun, hæfing/end- urhæfing; Vinnumiðlun, vinnumat/ starfsráðgjöf; Viðhorf til fatlaðra á vinnumarkaði; Tengsl atvinnu og bóta; Sértæk úrræði. Fórnokkuðútí einstaka þætti, en snéri sér svo að síðari áfangaskýrslunni: Skilgrein- ingar á sérúrræðum í atvinnumálum fatlaðra. Rétt til að gefa lesendum einhverja hugmynd: 1. Hæfing/starfshæfing: Tímabundið úrræði sem stuðlar að því með kerfisbundinni þjálfun að gera einstaklinginn hæfari m.a. til atvinnuþátttöku. 2. Iðja: Úrræði fyrir fólk með litla vinnugetu. Úrræðið er fólgið í félagsþjálfun og einföldum vinnu- verkefnum. 3. Vernduð vinna: Markmið vemd- aðrar vinnu er að skapa störf við hæfi fatlaðra til lengri eða skemmri tíma. 4. Vinna á almennum vinnumarkaði: Uppbygging sérúrræða í atvinnu- málum fatlaðra má ekki draga úr þeirri áherzlu að almennur vinnu- markaður taki við langstærstum hluta fatlaðra til starfa hér eftir sem hing- að til. Síðan er minnt á hina ýmsu hjálparmöguleika þar s.s. verndaða vinnuaðstöðu, verkstjórn, lið- veizlu, starfsþjálf- un og svo að lokum minnt á reglugerð um öryrkjavinnu. Yfir þessa þætti alla er svo vel farið í skýrslunni og reynt að skilja á milli úrræða og hvað hverju fylgir. Að lokum fór Friðrik vandlega yfir hinar 15 tillögur nefndarinnar þar sem kennir margra mætra grasa, ef gróa mættu í friði. Tillögumar eru um að félagsmála- ráðherra skipi samninganefnd sem semji um laun, réttindi og skyldur starfsmanna í verndaðri vinnu, svæð- isbundnar vinnumiðlanir sveitar- félaga verði stofnaðar, samráðsnefnd ráðuneyta verði skipuð, rannsókna- og tilraunasjóði í atvinnumálum fatlaðra verði komið á, samið við rikisfyrir- tæki um að ráða ákveðið hlutfall starfsmanna úr röðum fatlaðra, Framkvæmdasjóður fatlaðra veiti árlega ákveðinni upphæð til breytinga á vinnustöðum, að komið verði á starfsþjálfun og liðveizlu smbr. lög um málefni fatlaðra, að náms- og starfsráðgjöf verði efld, að þjónusta við fatlaða nemendur verði í sem beztu samræmi og samfellu, að skólar geti boðið fötluðum nemendum starfsþjálfun í fyrirtækjum, tölvu- 18

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.