Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Blaðsíða 30

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Blaðsíða 30
áhrif á húðina. Það tekur á taugarnar þetta eilífa klór á nóttunni og smum- ing rakakrems til að róa húðina sem þornar eftir svo sem 15 mínútur og maður fer á stjá þreyttur að morgni næsta dags, ergilegur og illa undir það búinn að vinna sig upp úr andlegri lægð. Ef ég er mikið stressuð og útbrotin í hámarki, læt ég illa í svefni og að mér sækja ruglingslegir draumar sem virðast þjóna þeim tilgangi einum að fá mig til að klóra. Ég man að einu sinni dreymdi mig að skrokkurinn á mér væri landakort af heiminum og hver líkamshluti eitthvert land. Og með því að klóra ákveðna bletti á fót- leggjunum fannst mér að ég væri að hjálpa fátækum íbúum einhvers lands. Einhvem veginn í gegnum svefninn fól hugurinn mér að klóra óafvitandi. Einhverju sinni heyrði ég á tal ein- hvers sem sagði að ég vorkenndi sjálfri mér og væri ekki nógu jákvæð til að yfirstíga erfiðleikana. Stundum finnst mér að fjölskylda og vinir hljóti að vera orðin þreytt á að spyrja hvem- ig mér líði í húðinni og fá alltaf sömu söguna um andvökunætur, vonda drauma og ergelsi. Það hefur jafnvel verið sagt við mig að ég eigi að þakka fyrir að vera með handleggi og fótleggi - það sé fjöldi fólks sem hafi hvorugt. Ég veit það - og mér finnst fyrir því að vera að kvarta, en vitneskjan um aðra sem eiga bágt stoppar ekki kláðann, sárs- aukann eða hörmungarnar hjá mér. Stundum er ég svo aum á morgn- ana að ég vil helst ekki fara á fætur. Ég veit að það verður sárt að hreyfa sig og því kýs ég að liggja kyrr í rúminu og kúra mig undir sænginni heldur en að takast á við erfiði dagsins og gangast undir hefðbundna “rútínu” við böðun, smurningu rakakrems og að horfast í augu við lífið og tilveruna og augngotur fólks sem furðar sig á því hvað sé að. I gegnum árin hef ég misboðið húðinni svo með nöglunum á mér að ég er komin með hart hrúður víða á skrokknum. Ég er með bletti á hand- leggjum og fótleggjum sem verða ekki brúnir í sólinni vegna vefja- skemmda og ég sit uppi með tvítóna skellur eins og bútateppi. Húðin umhverfis úlnliði og ökla er orðin skorpin og þunn eftir áralanga notkun sterakrema. Ég veit að svo kann að virðast sem ég sé full sjálfsmeðaumkunar - en hér hef ég loks fundið leið til að veita til- finningum mínum útrás - án andmæla frá öðrum. Fólk verður að skilja hvað exem er í raun og veru. Margir láta sig það litlu varða vegna þess að exem er ekki lífshættulegur sjúkdómur. Við þurf- um meiri stuðning í heilbrigðiskerf- inu, frá læknum og öðrum ráðgjöfum. Það þarf að mennta betur fólk í lækna- og hjúkrunarstéttum til að auka skilning þeirra á líðan þeirra sem haldnir eru þessum sjúkdómi. Hvað eiga foreldrar, makar og vinir að gera? Spumingin er: hvað eiga foreldrar, makar eða vinir að segja eða gera fyrir þann sem þjáist? Því er erfitt að svara því fólk er svo mismunandi, en hvað sjálfa mig snertir þá vil ég bara að haldið sé utan um mig - svo framar- lega sem það er ekki of sárt. Þetta skilur mamma svo vel og hún veit nákvæmlega hvenær ég vil að hún taki mig í fangið og strjúki vanga minn, og hún þreytist aldrei á að róa með mig fram og aftur og faðma mig. HLERAÐ f HORNUM Bóndi nokkur sem ekki var þekktur fyrir örlæti gaf einum manna sinna bjórkollu á uppskerutímanum. Sá drakk í botn en sagði ekkert. “Var þetta ekki í lagi ?”, spurði bóndinn. “I lagi,” var svarið. “Og hvað áttu við með því ?” “Ef ölið hefði verið dálítið betra mundir þú ekki hafa gefið mér það, en ef það hefði verið svolítið verra, hefði ég ekki getað drukkið það.” Maður einn eystra uppnefndi allt og alla og var allsnjall í nafngiftum. Á sfldarárunum voru tveir menn aðal- lega í því að afgreiða bátana með kost. Þá kallaði hann aldrei annað en “kost og löst”. Sá sem í timburafgreiðslunni var fékk nafnið “viðbjóður”. Einn nýríkur í Amamesinu vildi hellu- leggja kringum höll sína og hafði á Spáni séð nákvæmlega hellulögn hon- um að skapi. Honum þótti því sjálf- Það skiptir líka miklu máli að makinn sé skilningsríkur og hjálp- samur. Stundum þegar illa stendur á hjá mér hefur mér fundist ég vera eins og fluga í hamskiptum, en unnusti minn fullvissar mig um að hann elski mig hvað svo sem húðinni líður. Ég trúi honum ekki alltaf og á það til að örvænta og þá megna engin orð að hafa áhrif á mig. Ég veit að ég er heppin með það að eiga að skilningsríka og hjálpsama fjölskyldu því þeir eru margir sem ekki eiga því láni að fagna. En það er hér sem líknar- og stuðningsfélög sjúklinganna koma inn í myndina og hjálpa þeim að brjóta af sér bönd ein- angrunar og einmanakenndar og finna samkennd með öðrum. Helga Ingólfsdóttir þýddi. Eftirmáli ritstjóra: Þessi grein Suzanne í þýðingu Helgu Ingólfsdóttur framkvæmdastjóra SPOEX hefur áður komið í blaði samtakanna. En inntak hennar og fróðleikur allur á erindi við miklu fleiri en það blað fá lesið og því þótti okkur sjálfsagt að birta þetta fjöl- mörgum lesendum okkar til frekari vitneskju um vandamál það sem þama er svo ljóslifandi lýst. gefið að fá Spánverja til verksins, þó dýrt væri, enda landinn lítt kunnur þess konar hellulögn. Þegar á leið verkið vildi Spánverjinn fá ákveðna hvítvínstegund og það ekkert smáræði og hugði sá nýríki að það myndi til að halda upp á lok verksins. Ekki fékkst hvítvínið hér svo hann lét sér- panta þetta fyrir sig og fór svo með heim til Spánverjans. En honum brá í brún þegar hann sá Spánverjann hella hvítvíninu yfir hellurnar og ham- ast svo við að pússa þær allt í kring og segja brosandi til skýringar: Ódýr- ara en vatn. ** Unglingur nokkur eystra þótti heldur fákænn og gerðu sumir honum smá- glettur, en allt var það meinlaust mjög. Sigurður hét maður sem mest hafði sig þar í frammi. Einu sinni var ungl- ingnum fengin seglgarnsflækja og skyldi hann greiða úr henni en gekk illa að finna endana. Honum varð þá að orði: “Það er ég viss um að hann Sigurður hefur skorið endana af, mér til bölvunar”. 30

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.