Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Blaðsíða 9

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Blaðsíða 9
þau vel af þeim samvinnuvettvangi sem öllum nýttist ágætlega. Til gamans gátu þau þess, að mið- að við félaga annars vegar og fjölda sjúklinga hins vegar, væri SPOEX trúlega hlutfallslega mann- flestu samtökin í heiminum og sem dæmi mætti nefna að hér er nálægt fjórðungur psoriasis-sjúklinga í sam- tökunum en t.d. í Svíþjóð væri aðeins 1/8 í samtökunum þar. Þau sögðu að samtökin ættu hús- næðið og fjár öfluðu þau með félags- gjöldum, jólakortasölu o.fl. og einnig fengju þau ríkisstyrk. Bæði lögðu þau enn og aftur áherzlu á það hversu misjafnt væri um meðhöndlan þessa sjúkdóms og þess vegna væri svo nauðsynlegt að fólk ætti hina ýmsu möguleika til að létta lífsgönguna með þessum oft erfiða förunaut. Þau sögðu að alltaf væri nóg af verkefnum sem vinna þyrfti að og margt biði frekari framkvæmda. Þau sýndu okkur m.a. hið athyglisverðasta “plakat” sem dreift hefði verið á sund- staði, til þess m.a. að vekja athygli á því að psoriasis smitast ekki. Þau bentu réttilega á að mikið áræði þyrfti í raun til að koma fram og sýna sig léttklæddan s.s. á sund- stöðum - og vera alþakinn psoriasis- blettum illa útlítandi og miklu skipti því að aðrir mættu þessu áræði með fullum skilningi á aðstæðum og ástæðum. ✓ Ilokin voru þau svo innt eftir helztu verkefnum sem framundan væru. Þau töldu afar aðkallandi að kynna sjúkdóminn meðal æskufólks í land- inu, komast t.d. inn í skólana til að fræða nemendur um sjúkdóminn. Þau minntu á Intemetið - eða alnet- ið eða hvað það nú heitir - og þá miklu möguleika sem það býður upp á og þar væri nú þegar mikinn fróðleik að finna. Aherzla þeirra beggja var svo á það að jafnan væri tryggt að sem fjöl- breyttust úrræði byðust fólki með pso- riasis til líknar og lækningar. Stjórn SPOEX - skipa nú: Helgi Jóhannesson formaður, Margret lngólfsdóttir varaformaður, Karl Magnússon ritari, Jörundur Guð- mundsson gjaldkeri og Gísli Kristj- ánsson meðstjómandi. Til vara eru: Sigurrós Guðmundsdóttir og Steinunn Rán Helgadóttir. Framkvæmdastjóri er svo Helga Ingólfsdóttir. Góðri heimsókn og gagnlegri var lokið og aðeins eftir að þakka þeim Helga og Helgu fyrir afbragðsmót- tökur og mikinn og góðan fróðleik um leið sem hér er að hluta til reynt að miðla sem bezt. Samtökunum er allra heilla ámað í sínu þýðingarmikla starfi. H.S. RAUÐI BORÐINN Rauði borðinn - rit Alnæmissamtakanna á íslandi kom út í desember á liðnu ári. Það er myndarrit með ýmsum merkum upplýsingum. Þetta er í fyrsta sinn sem fréttabréf samtakanna kemur út í stóru broti, segir formaðurinn Eggert Sigurðsson, í ávarpi sínu til lesenda. Auk margra góðra greina eru í Rauða borðanum upplýsingar frá félagsstarfi. Þar er m.a. greint frá Jákvæða hópnum innan sam- takanna, sem er sjálfsstyrktarhópur HlV-smitaðra, þar sem félagamir standa fyrir öllu starfi íhópnum. Félagar í Jákvæða hópnum hafa verið með fræðsluerindi um allt land. Þar er og greint frá því að síðasta sunnudag í maí er árlega haldin minningarguðsþjónusta um þá sem látist hafa úr alnæmi og er henni útvarpað. Þá er greint frá námstefnu um alnæmi sem árlega erhaldin og 17. nóv. sl. varefnið: Alnæmi og andlegur stuðningur - hvert á að leita. Einnig er greint frá því að samtökin veiti ein- staklingum sem eru HlV-jákvæðir eða með alnæmi fjárstyrki. Meðal góðra greina má nefna grein Haraldar Briem hjá landlæknisembættinu sem ritar um: HlV-sýkingu og alnæmi á Islandi, Petrína Asgeirsdóttir félagsráðgjafi skrifar greinina: Að lifa með HlV-smiti, Jóna Lína Þorsteinsdóttir guðfræðingur ritar grein um hvað kirkjan eigi að gera og hvað hún geri. Hólmfríður Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur á greinina: And- legur stuðningur við HlV-smitaða, að ógleymdri hug- leiðingu Ragnheiðar Sverrisdóttur djákna: Alnæmi úr fjarlægð, alnæmi í nálægð, áleitin grein. Margs konar fróðleikur er í þessu myndarlega riti m.a. af ráðstefnum og námstefnum, en rétt að minna á að skrifstofa Alnæmissamtakanna er að Hverfisgötu 69, síminn er 552 8586 og þar fæst barmmerkið Rauði borðinn sem er ætlað að sýna stuðning og samúð við fólk sem er smitað eða sjúkt af alnæmi. í ritinu er ljóðræn hugleið- ing sem rétt þykir að láta fylgja hér með, enda segir hún meira en löng grein: Aleinn. Taktu hönd mína núna. Eg er þreyttur og einmana. Gefðu mér ást. Gefðu mér von. Ekki yfirgefa mig, ekki hafna mér. Eina sem ég þarfnast er ást og skilningur. I dag er það ég. A morgun einhver annar. Bæði þú og ég. Við verðum að rísa upp og berjast. Við munum tendra ljós - í baráttunni við alnæmið. Komum saman út í dagsljósið. Stöndum saman, berjumst gegn alnæmi. Svo mörg voru þau orð. Ritstj. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 9

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.