Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Blaðsíða 31

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Blaðsíða 31
Gunnar Salvarsson, skólastjóri: MÚRAR i. Fyrir hugskotssjónum myndin af hreyfihamlaða manninum við Þjóð- minjasafnið. Hann í hjólastól á gang- stéttinni við Hringbrautina með bíla- gnýinn í eyrunum og mænir upp firna- langar tröppur safnsins sem bera á endanum við himin. Hrikaleg mynd af múr. II. Önnur mynd ótekin. Tveir menn standa saman á Austurvelli og styttan af Jóni skýlir þeim fyrir norðannepj- unni. Tveir íslendingar sem mætast á fömum vegi. Milli þeirra múrinn ósýnilegi. Tjáskiptamúrinn. Annar ef til vill þingmaður. Hinn heymarlaus. III. Múrar eru margvíslegir. Sumir sýnilegir og festast á filmu og greypast inn í hugskotið og vekja samúð. Aðrir ósýnilegir. Vekjaenga samúð. IV. Heyrnarlausi maðurinn hleypur upp tröppurnar við Þjóðminjasafnið og blæs varla úr nös. Hann kinkar kolli til safnvarðarins, skoðar gömlu amboðin stundarkorn. Stekkur svo niður tröppurnar í fáum skrefum og uppí strætisvagn. Situr einn aftarlega í vagninum og horfir til hægri og vinstri, á Tjörnina og Norræna húsið, Þingholtin og Reykjavíkurflug- völlinn. Við Landspítalann rekur bíl- stjórinn hökuna útí gangveginn og hrópar: Vinsamlegast yfirgefið vagn- inn vegna bilunar. Annar vagn er á leiðinni. Allir farþegarnir standa á fætur og klöngrast út úr vagninum. Heyrnar- lausi maðurinn situr einn eftir og hugsar með sér undrandi á svip: Skrýtið að allir fari í heimsókn á Landspítalann. Bílstjórinn stormar aftur í vagninn brúnaþungur og hvæsir að heyrnar- lausa manninum sem situr sallaró- legur með hugsunum sínum um veika fólkið og heimsóknartímann og stofumaraðfyllastaffólki: Eg sagði öllum að fara út. Skilurðu ekki mælt mál. Heyrnarlausi maðurinn finnur hjartað slá ótt í brjósti sínu. Milli þeirramúrinnósýnilegi. Hannstend- ur upp hikandi og gengur út úr vagn- inum eins og sakbitinn maður. Hinn vagninn farinn. V. Þeirreka upp hláturrokur á Austur- vellinum í nepjunni. Gamlir skólafé- lagar. Annar í hjólastól. Hinn þing- maður. Þeir ólust upp á nánast sömu þúfunni. VI. Múrar falla. Tjáskiptamúrinn stendur óhaggaður. Ósýnilegur. Gunnar Salvarsson Gátuvísur Magnúsar Jónssonar 1. í eldfjallinu hittist hátt við hraunsins barðið, sú með bolla sett á borðið samdrykkjunnar vinskapsorðið. 2. Er það lundin örg og svekkt hjá einum manni, búrs á gólfi ílát inni, opin ben á síðu þinni. 3. Norrænt kvenmannsnafn ég ber, nógur ríkidómur, lýsi því ef einhver er óskráður og tómur. 4. Lagður víða lágt í jörð á landi þessu, eins manns spil það er með vissu, áður fyrr það merkti hryssu. 5. Holds við dauða hverfur upp í himnasali, er það skjóða í eldra máli, annað nafn á sankti Páli. 6. Kynnast verkakarl því má, kross á Hitlers tímum, latur sitja lætur á, líka nafn í rímum. 7. Þorski á og þakbrún er, á það við bendum. Lyklum á í okkar mundum, ekki það á Njáli fundum. 8. Eyja þekkt og umkringd bláum innhafsbárum, lag í jörð og lán á vörum, lítt í skóla hana spörum. 9. Fjögra bolla samstætt sett ég sé og kynni, fest á skip svo fljótt það renni, fylgir stundum ró með henni. 10. Úrs og klukku innri smíð, það er á hreinu, hverskyns störf, hjá ver og vinu, vanlíðan í þolfallinu. Lausnir eru á bls. 47. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 31

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.