Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Blaðsíða 47

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Blaðsíða 47
skilja eftir auðan reit aftan á bækl- ingnum sem hvert land getur síðan fyllt út með upplýsingum um sitt landsfélag. ✓ Afulltrúaráðsfundinum kynnti stjóm hollensku foreldrafélag- anna “FODOK” verkefni sem þeir kalla: “Fram til meiri menntunar - staða táknmálsins í menntun heym- arlausra bama í Evrópu” Þau vona að FEPEDA muni styðja við verkefnið og hjálpa til með að afla fullnægjandi styrkja til fjármögnunar. Markmiðið með verkefninu er að rannsaka mögu- leikana á að öðlast formlega viður- kenningu á táknmáli í öllum Evrópu- löndunum og að komast að því hvers vegna það viðgengst í sumum lönd- unum að hafa ekki valmöguleika í menntun heymarlausra. Skiptinema- samtök hafa verið stofnuð innan FEPEDA og hef ég í fórum mínum eyðublað sem fylla má út með óskum um: a) Að bam eða unglingur fari á annað heimili í einhverju Evrópulandinu. b) Að fá barn eða ungling á heimilið frá öðru Evrópulandi. c) Að skipta á heimili - um tíma. Næsta ár er það Austurríki sem hefur boðist til að halda fundinn og fjölskylduhátíðina sem verður í Vín vikuna 6. - 11. ágúst. Hátíðin verður þó með smærra sniði en verið hefur og takmarkaður fjöldi eða u.þ.b. 250. Yfirskrift ráðstefnunnar er: “Menntun og framhaldsmenntun: Almennir skólar / sérskólar”. Kostnaður er 23.000.- kr fyrir fullorðna (innifalið gisting, fæði og ráðstefnukostnaður) og 20.000.- kr. fyrir böm frá tveggja til fimmtán ára (innifalið gisting, fæði og allur kostnaður af skemmtiferðum og dagskrá). Allar nánari upplýsingar má fá hjá Foreldrafélaginu. Sigurveig Alexandersdóttir, varaformaður Foreldra- og styrktarfélags heyrnardaufra. Elín Þorbjarnardóttir: Leiðin lá til Hjartaverndar Til Hjartaverndar leið mín lá, með lögg í glasi. Enginn var nú á mér asi og ekki lenti ég í þrasi. Fækkaði svo fötunum og fór í sloppinn. Ekki var ég alveg loppin, en ákaflega rýr á kroppinn. Var ég síðan vegin, mæld og velt á bekkinn, að mér setti illan skrekkinn er í æð mér nálin gekk inn. Þá var ég í þaula spurð, af þekkum svanna um mataræði og mátt til anna. Mínar skyldi venjur kanna. Hvort sækti ég í sætar kökur, súkkulaði. Læsi oft í bók og blaði. Af besta vilja ég svaraði. Hvort ég væri alltaf ein og engan hitti. Hvernig byggi, hvenær flytti. Hvort ég stundum í það dytti. Hjartarit og háþrýsting varð hér að kanna, límbönd sett á lítinn svanna, langar snúrur hreyfing banna. Inn í klefa eg var sett og ýtt að veggnum geislar fóru greitt í gegnum, þó getið sé þess ekki í fregnum. Eyrnasnepil í var stungið, ei kom blóðið, þá var hnoðað, það var lóðið, en þykkt var ekki benjaflóðið. Augunum var upp lokið og í var borið, í þau rýnt og úr því skorið að ekki fyndist glákusporið. Belgdi ég út brjóstið mitt og blés í stútinn. Hvorki var ég þreytt né þrútin þó ég blési út-inn, út-inn. Hvort ég hefði verki eða vind í maga völt á fótum, vildi slaga. Væri kuldi ei til baga. Hvenær ég í háttinn færi, hvernig svæfi. Hvort ég ætti illa ævi, eða lífið skemmtun gæfi. Ótal fleira um var spurt og allt með sóma. Báðar létum brosin Ijóma, þó bæri þarna margt á góma. Kvöddumst við svo konurnar með kurt og píi. Það er best ég að því ýi að eitthvað kunni að vera lygi. Elín Þorbjarnardóttir. Es. Þetta bráðskemmtilega Ijóð er ort af konu sem nú er hátt á áttræðisaldur komin. Kærar þakkir, þegar kveðið er svo vel. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 47

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.