Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Qupperneq 25

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Qupperneq 25
ÁSKORUNMS FÉLAGSINS TIL ALÞINGISMANNA Kæri alþingismaður. Stjórn MS félagsins skor- ar á þig að beita þér fyr- ir því að lögum verði breytt þannig að tekjutrygging öryrkja verði ekki skert vegna þeirra tekna sem makar þeirra eða sam- býlingar kunna að afla sér. Lítill eða eng- inn ágreiningur er um að í flest- um tilvikum, einkum í hópi hinna lægst laun- uðu, þarf tvær fyrirvinnur til að standa undir út- gjöldum fjöl- skyldunnar. Gildandi lögum er hins vegar þannig háttað að tekjutrygging öryrkja, sem að hámarki getur náð kr. 24.439,-, byrjar að skerðast um leið og mán- aðarlaun maka hans fara fram yfir kr. 36.220. Það þarf varla að lýsa því hvílík áhrif svona lög hafa á möguleika öryrkja til sambúðar og hjónabands. Þeir sem eitthvað þekkja til málefna öryrkja vita líka að núgildandi lög stuðla verulega að þeirri einangrun og einsemd sem er hlutskipti alltof margra öryrkja á íslandi. Til að halda reisn og sjálfsvirðingu í samskiptum við hugsanlegan maka mætti ætla að kr. 24.439,- væru algert lágmark þess sem öryrkinn geti komist af með. Hins vegar gera gildandi lög ráð fyrir því að öryrkjar taki ekki upp sambúð með öðrum en þeim sem eiga kost á og eru reiðubúnir til að taka þá algerlega á sitt framfæri, fæða þá og klæða eins og um böm sé að ræða. Hin hliðin á þessu máli er auð- vitað fólkið sem er í hjónabandi eða sambúð þegar heilsutjónið á sér stað. Ein og sér veldur örorkan oft miklu álagi á fjölskylduna, ekki síst makann, sem gjarnan þarf að sjá einn um allt það sem áður var verk beggja, heimilið, börnin og allar útréttingar, auk þess að sinna öryrkjanum sjálfum. Vegna hinna lágu bóta sem öryrkinn fær þarf makinn í ofanálag að bæta við sig verulegri vinnu til að fjölskyldan eigi fyrir sameiginlegum útgjöld- um. Þessi viðbótarvinna verður í flestum tilfellum til að svipta öryrkjann allri tekjutryggingu. Skerðingarákvæðin verða því gjarnan til að kippa grundvellinum endanlega undan hjónabandinu, binda enda á þær framtíðarvonir sem fólk gerði sér í góðri trú. Með skilnaðinum verður makinn betur settur og öryrkinn fær aftur sína tekjutryggingu og þær uppbætur sem einstæðingar eiga rétt á. Verstir eru þessir skilnaðir þegar öryrkinn þarf einnig að flytja frá börnum sínum. Engum kæmi til hugar að skerða eða fella niður atvinnuleysisbætur fólks vegna tekna sem maki þeirra eða sambýlingur aflar sér, enda er það ekki gert. Hins vegar hefur ekki enn verið komið í veg fyrir að löggjöfin fari allt öðruvísi með þá sem eru atvinnulausir vegna heilsu- tjóns, jafnvel þótt tekjutrygging þeirra sé meira en helmingi lægri en atvinnuleys- isbætur hinna fullfrísku. Er tekjutap vegna örorku ekki jafn alvarlegt og það atvinnuley si sem e.t.v. varir aðeins tíma- bundið? Eðaer- um við enn á því menningarstigi að álíta fatlaða ekki hafa sömu þarfir og annað fólk þegar kem- ur að hjónabandi og fjölskyldu- lífi? Stjórn MS félagsins vonar að þú sjáir þér fært að beita þér fyrir því að öryrkjar sem eru í eða hyggja á sambúð haldi að minnsta kosti tekjutryggingu sinni, þótt áfram missi þeir nokkurs í upp- bóturn sem þeir ættu rétt á sem einstæðingar. Það félagslega böl sem stöðugt hlýst af núgildandi lögum er eðli málsins samkvæmt afar viðkvæmt, sársaukafullt og niðurlægjandi, og af því tagi að ekki er auðvelt fyrir þolendur að ræða allar hliðar þess á opinberum vett- vangi. Með virðingu og þakklæti, Stjórn MS félagsins Es: Þessi áskorun MS félagsins var birt í Morgunblaðinu á liðnu ári. Hún á hins vegar fullt erindi til lesenda og um leið ætti efni hennar að vera brýnt baráttu- mál svo bæta mætti. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 25

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.