Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Blaðsíða 8

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Blaðsíða 8
SPOEX - sótt heim Stjórn SPOEX: Helgi Jóhannesson, Sigurrós Guðmundsdóttir, Gísli Kristjánsson, Steinunn Rán Helgadóttir og Karl Magnússon. Tvo stjórnarmenn vantar. • • ryrkjabandalag Islands sam- anstendur eins og lesend- ur vita af tuttugu og tveim félögum, sem eru um margt ólíkrar gerðar og með mismunandi mikla starfsemi. Nauðsyn þess að sem bezt sam- band sé á milli félaganna og banda- lagsins er auðvitað ótvíræð og vissu- lega er það fyrir hendi, þó eflaust mætti mikið betra vera. Aðalstjóm bandalagsins er skipuð fulltrtíum allra félaganna svo og eiga öll félögin sinn fulltrúa í nefnd sem vinnur að stefnumótun fyrir bandalag- ið, þannig að félögin eiga vissulega sína möguleika til áhrifa. Við höfum heimsótt sum félög okkar í þeirra bækistöðvar og þá venjulega verið frá þeim allglögglega greint hér í Fréttabréfinu. Að þessu sinni lá leiðin til SPOEX - sem er hin skemmtilega skammstöfun fyrir Sarntök psoriasis- og exemsjúklinga. Þeirra bækistöðvar eru í Bolholti 6 í Reykjavík og á vormildum febrúar- degi héldum við þrjú þangað yfir: Olöf formaður, Asgerður fram- kvæmdastjóri og undirritaður. A móti okkur tóku mætavel for- maður samtakanna, Helgi Jóhannes- son og framkvæmdastjórinn, Helga Ingólfsdóttir. Við settumst að kaffiborði með kleinum góðum og ræddum um samtökin sem og ýmis þau mál er mest brenna á fötluðum í dag. SPOEX - er einmitt í þessu Fréttabréfi með baksíðuna til frekari kynningar á ágætu starfi. Samtökin voru stofnuð í nóvember 1972 og nálgast þannig aldarfjórðung í aldri. I samtökunum eru um 1500 félagar og yfirgnæfandi er þar um psoriasis-fólk að ræða. Það vakti athygli okkar hve víða er starfað, en deildir eru á 12 stöðum víðsvegar um land: Akranesi, Akureyri, Blönduósi, Borgarnesi, Húsavík, Isafirði, Keflavík, Sauðárkróki, Selfossi, Seyðisfirði, Stykkishólmi og Vestmannaeyjum. Aukþess tengilið- ur í Breiðdal eystra. Þau greina okkur einmitt frá því að fyrir tveim árum hafi verið farið í heimsóknir út um allt land, fundir til fræðslu og kynningar verið á 10 stöðum - í öllum landshlutum og allar deildir samtakanna verið heimsóttar. Þau sögðu að nú stæði einmitt til að stofna deild á Siglufirði. Fræðslu- fundir eru alltaf haldnir af og til í Reykjavík og á döfinni var einmitt fræðslufundur um exem á Hótel Lind. Aðspurð um algengi psoriasis- sjúkdómsins sögðu þau, að skv. því sem bezt væri vitað þá væru trúlega um 8% fólks með þennan sjúkdóm í blóðinu, en sjúkdómurinn greindist hjá 2 - 4% fólks sem slíkur. Þau lögðu mikla áherzlu á það hve sjúkdómurinn hagaði sér misjafnlega og hversu ólík meðhöndlunin væri sem að gagni kæmi. Það sem einum hentaði ágætlega, gæti verið sem eitur fyrir annan. Lyfjakostnaður margra væri mjög mikill, enda lyfin dýr og sum hver mjög dýr. Fyrir utan þau væri aðallega hér um að ræða þrenns konar meðferð við sjúkdómnum. Ber þá fyrst að nefna göngudeildina í húsnæði samtakanna að Bolholti 6, en þar eru svokölluð ljósaborð. Göngudeildin er opin frá kl. 12 á hádegi til kl. 18,30 alla virka daga. Ríkið tekur eðlilega þátt í þess- ari mikilvægu meðferð. Það er Elín- borg Jóhannsdóttir sem þarna heldur um heilsutauma, en hún er sjúkraliði með framhaldsnám í handlæknis- hjúkrun. Hún sýndi okkur aðstöðu alla sem til mikillar fyrirmyndar er, enda munu margir fá þar meðhöndlun góða sér til líknar. Þar eru B-ljósa- skápar fyrir psoriasis-fólk og A- ljósaskápar fyrir exem-fólk, en sá kom á sl. sumri. Nú þá er það Bláa-lónið en með- ferðin þar reynist mörgum mæta góð, en Bláa-lónið er einnig sótt heim af útlendingum. Síðan eru svo hinar skipulögðu ferðir á suðrænar slóðir, enda löngu vitað að suðræn sól vinnur hér vel á. 1979 voru sett á Alþingi lög um þátttöku ríkisins eða Tryggingastofn- unar ríkisins í þessum ferðum. Að sögn þeirra Helga og Helgu eru þar nú heldur betur blikur á lofti, því tryggingaráð mun hafa tekið ákvörð- un um það að síðasta ferðin sam- kvæmt lögum þessum verði farin á næsta vori og síðan ekki söguna meir. Þetta væri gert með tilvísan í Bláa- lónið og meðferðina þar. Illt er hins vegar að átta sig á valdi tryggingaráðs til að gera lagaheimild að engu. Ferðimar suður á bóginn hafa reynzt mörgum mikill happafengur og á móti kostnaðinum við ferðimar hefur kom- ið afar mikill sparnaður í lyfjum og læknisheimsóknum þess fólks sem notið hefur. SPOEX er aðili að norrænu sam- starfi, samtökum félaga á Norður- löndum, er kalla sig Nord PSO og létu 8

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.