Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Blaðsíða 32

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Blaðsíða 32
“Gefið mér ómælda gleði og lífsfyllingu” Viðtal við Jónu Sveinsdóttur fv. form. Öryrkjabandalagsins Jóna Sveinsdóttir hefur um langt árabil komið við sögu Öryrkjabanda- lagsins. Hún hefur verið fulltrúi Foreldra- og styrkt- arfélags heyrnardaufra í stjórn þess sl. 20 ár. Hún þekkir starfsemi þess og vinnubrögð út í æsar og hefur látið sig málefni þess varða, bæði af áhuga fyrir málefnum fatlaðra og af persónulegum ástæðum. Jóna er Önfirðingur, elst þriggja systkina en flutti til Flateyrar með foreldrum sínum, Sveini Kristni Jónssyni og Þóreyju Guð- mundsdóttur, aðeins eins árs gömul og ólst þar upp. Ekki verður hjá því komist að minnast hörmulegu at- burðanna sem ekki fyrir löngu gengu yfir Flateyri og þar þekkti Jóna marga sem ekki fóru varhluta af snjóflóðinu. Okkur setur hljóðar um stund. Jóna segir: “Þaðséstalltafbetur og betur að Vestfirðingar gefast seint upp og baráttu- þrek okkar er mikið. Allir þeir sem hafa komið til Vestfjarða komast ekki hjá því að verða fyrir miklum áhrifum frá náttúrunni, í senn hrikalega ógnandi og heillandi fögur og getur ekki annað en sett mark sitt á þá sem þar búa. Kannski er ekki fyrir hvern sem er að búa við slíka náttúru sem þar er”. En Jóna segir líka að þetta skili sér til fólksins í miklu baráttuþreki og sterkum vilja. Jóna var í barnaskól- anum á Flateyri og síð- an í Héraðsskólanum að Núpi og lauk þaðan lands- prófi 1949, þá 16 ára gömul. Eftir það lá leiðin til Reykjavíkur í Kennara- skóla íslands. Það var líka í fyrsta sinn sem Jóna fór til Reykja- víkur. Hún fórbeintí3ja bekk Kenn- araskólans og lauk það- an kennara- próti eftir tvo vetur, þá að- eins 18 ára. Strax eftir námið fór Jóna til Siglufjarðar og kenndi þar í tvö ár. Á unglings- árunum og með skólanum vann Jóna iðulega í frysti- húsinu á Flateyri, en þar var faðir hennar verkstjóri. Hún segir að það hafi reynst henni vel að kynnast atvinnulífinu og að það hafi komið að góðum notum t.d. við kennslu í samfélags- fræði. Haustið 1953 fer Jóna að kenna við Mela- skólann í Reykjavík og hefur kennt þar síðan. Hún segir að sér þyki það alltaf jafn skemmtilegt. Eg spyr Jónu hvernig hún hafi kynnst manninum sínum? Hún brosir glað- lega við. "Ætli það hafi ekki verið á Önfirðingahátíð, hann átti vini úr Önund- arfirðinum, en sjálfur er hann norðan úr Bárðardal og heitir Sigurður Jóelsson. Við kynntumst 1954 og giftum okkur 1956. Fyrstu árin bjuggum við í Reykja- vík en fluttum svo 1977 í raðhús í Kópavoginum og höfum búið þar síðan”. Það er greinilegt að þau hjónin hafa lagt mikla umhyggju í uppbygg- ingu heimil- isins og garð- urinn hefur verið vel ræktaður og í góðri um- hirðu .Það segir kannski líka til um vinnubrögð- in á fleiri s v i ð u m , greinilegt er að þar hefur verið vel unnið. Árið 1964 fengu þau hjónin svo dóttur sína, Eddu Björk. Fljótlega kom í ljós að Edda Björk var heymarlaus og þar með hófust kynni Jónu og þeirra hjóna beggja af málefnum fatlaðra og Öryrkjabanda- laginu. Foreldra- og styrktarfé- lag heyrnardaufra var stofnað 16. sept. 1966 og gengu þau bæði í það þá. Félagið beitti sér fyrir mál- efnum heyrnarlausra á margan hátt. Þau hjónin bæði, Jóna og Sigurður, gegndu ýmsum trúnað- arstörfum fyrir félagið. Sigurður var t.d. oftar en einu sinni formaður þess. s Eg spyr Jónu hvernig það hafi verið að eiga heyrnarlaust barn og kannski sérstaklega á þess- um árum þegar ekkert var til? “Það verður að segjast eins og er, að það var áfall” Hvernig tekur maður svona áfalli? Jóna segir: “Það er við svona aðstæður sem Vestfirðingurinn kemur upp í manni, það er ekki hugsað um að gefast upp eða leggja árar í bát heldur að berjast áfram og finna lausnir á þeim málum sem þarfaðfinnalausnirá”. Nú vora nánast engin hjálpar- tæki til fyrir heymarlausa, hvemig náðuð þið foreldr- arnir sambandi við Eddu Björk? “Nú, við þurftum að sýna henni allt, við not- uðum bendingar og reynd- um að láta hana lesa af vör- um og ég kom mér sjálfri upp gagnlegu myndasafni, þar sem ég átti myndir af hlutum og atburðum sem gott var að nota”. Jóna heldur áfram og segir: “Auðvitað vorum við ein til að byrja með og maður finnur hve mikil fötlun heymarleysi getur verið og kallar á að maður sjái og finni fyrir hlutunum á ann- an hátt. Ef maður leiðir hugann eitt andartak að því, hve snar þáttur af uppeldi barna fer í gegnum hið talaða mál, gefur það augaleið hvað það er mikið átak og mikil vinna sem felst í því að eiga í tjáskipt- um við heymarlaust barn. Það er alveg ótrúlegt að hæsta örorkumat sem heyrnarlausir geta fengið hjá Tryggingastofnun ríkis- ins er 50%”. Eins og áður segir starfaði Jóna mikið í Foreldra- og styrktarfélagi heyrnardaufra. Félagið gerði mikið að því að halda 32

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.