Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Blaðsíða 19

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Blaðsíða 19
gagnabanka um at- vinnumál fatlaðra verði komið á, stuðlað að fjöl- breyttara verkefna- vali á vinnustöðum fatlaðra, greint verðiámilli búsetu og atvinnu og unn- ið að því að skil- greina upp á nýtt sérúrræði í at- vinnumálum fatl- aðra. Friðrik gerði mjög glögga grein fyrir meginatrið- um allra þessara tillagna. Margt er vandaverkið. Frá Blindravinnustofunni. Þá var komið að gagnrýni og efnislegri umfjöllun. Fyrst var María Hreiðarsdóttir ritari Ataks, sem kvað skýrsluna að mörgu leyti góða. Vildi að í tölvu- gagnabankanum yrðu upplýsingar á aðgengilegu máli svo og að í samn- inganefnd ráðuneytisins væri tryggt að fatlaður einstaklingur skipaði sæti. Hún benti og á það að ekki mætti blanda saman hæfingu og vinnu. Vildi að tímabundin vinna á skertum launum yrði aldrei lengri en í 6 mán- uði. Sveinn Allan flutti því næst erindi Jóns Björnssonar sem veðurtepptur var nyrðra. Jón sagði fálmkennd viðbrögð við atvinnuleysinu, enda væri það fram- andi vandamál okkur, vandamál sem væri svo alvarlegt að það gerði heilt fólk að öryrkjum. Lögmál markaðar- ins væru allsráðandi sem þýddi að þeir sem veikastir eru til vinnu væru látnir hætta fyrst og síðast ráðnir aftur. Taldi nauðsynlegt að taka upp virka beit- ingu bóta og minnti þar á öryrkja- reglugerðina. Jón kvað kerfið alltof flókið og þar ræki sig hvað á annars horn. Lýsti yfir stuðningi við megin- atriði tillagnanna. Grétar Pétur Geirsson starfsm. Amico h.f. fagnaði því, ef samninga- nefnd yrði komið á um kaup og kjör öryrkja á vernduðum vinnustöðum. Hann sagði augljós tengsl á milli atvinnuleysis og aukningar örorku. Grétar Pétur sagði að gæta yrði þess að öryrkjar festust ekki í verndaðri vinnu. Taldi á því nauðsyn að greitt yrði sem bezt fyrir því að fólk kæmist í vinnu beint úr Starfsþjálfun fatlaðra, þeir sem það kysu fremur en að fara áfram í nám. Þá var komið að Ómari Krist- mundssyni stjómsýslufræðingi. Hann kom nokkuð inn á skýrslu Hagsýslunnar um verndaða vinnu- staði. Hann upplýsti m.a. að aðeins 6% fatlaðra á vernduðum vinnustöð- um hefðu fengið vinnu á almennum vinnumarkaði á árinu 1992. Hann kvað höfuðgalla verndaðra vinnu- staða vera einhæf verkefni, starfs- umhverfið oft ekki nógu gott og skortur á fagfólki til leiðbeiningar. Ómar sagði nauðsynlegt að kalla hlutina réttum nöfnum, greina á milli, því í dag væri þetta allt frá iðju upp í fullgilda vinnu. Ómar taldi að ríkið ætti að hætta rekstri þeirra vemduðu vinnustaða, sem væru hreinir fram- leiðslustaðir, alla vega væri endur- skoðun afarbrýn, þannig að skilgreint væri hvað fram ætti að fara á hverjum vinnustað og hversu greitt skyldi fyrir. Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri var síðust í efnislegri umfjöllun. Hún sagði skýrsluna ágæta kortlagningu af ástandi mála og vissulega væri litið til allra möguleika í stöðunni. Hún kvaðst vilja víðtækara hlutverk samn- inganefndar, þannig að stofnanir eða vinnustaðir fengju ekki ráðið því hvort laun og þá hvaða eða þóknun væri greidd. Hún sagði hins vegar eðlilegt að á móti fullum launum kæmi fullt vinnu- framlag. Soffía lagði sérstaka áherzlu á aðstoð við framhaldsnám fatlaðra. Hún kvað brýna nauðsyn til þess bera að endurskoða rekstrargrundvöll, verkefnaval og starfsumhverfi verndaðra vinnu- staða. Húnhvattitil aðgerða í kjölfar þessarar skýrslu þar sem reynt yrði að forgangsraða verk- efnum Sveinn Allan Morthens stjórnaði svo pall- borðsumræðum en í pallborði sátu: Elísabet Guttorms- dóttir deildarstjóri, Gunnar Sigurðsson forstöðum., Hrafnhildur Stefánsdóttir lögfr. VSÍ, Kristín Jónsdóttir starfsm. Hússjóðs Öryrkjabandalagsins, Kristján Valdi- marsson forstöðum. og Þórunn Svein- björnsdóttir form. Sóknar. Umræður urðu hinar líflegustu og skal aðeins nefnt nokkuð af því sem um var spurt eða rætt, en þátttaka fundarmanna var mjög góð. Rætt var um tengsl tekna og bóta og þau talin alltof flókin. Rætt var um rétt fatlaðra til vinnu og spurt um hvort forgang skyldu hafa. Kvartað var yfir því að ríkið væri tregt til þess að kaupa framleiðsluvörur vemdaðra vinnustaða. Upplýst var að bæklingur væri væntanlegur um öryrkjareglu- gerðina og það með að frá gildistöku reglugerðar hefðu 12 samningar verið gerðir og 4 væru á leiðinni. Mjög var minnt á nauðsyn þess að byggja upp sem virkasta vinnumiðl- un. Sömuleiðis varð mikil umræða um launakjör og réttindi á vernd- uðum vinnustöðum og nauðsyn þess að koma þeim málum í horf sem allra fyrst. Menn veltu einnig vöngum yfir því hvort raunhæft væri að ætla öllum fötluðum út á almennan vinnumarkað. Margt fleira bar á góma en of langt yrði upp að telja. Þessi kynning var tímabær og ágæt, en enn ágætara mundi mönnum þó þykja, ef ráðuneyti félagsmála tæki sig til og framkvæmdi sem flest af því sem nefndin lagði höfuðáherzlu á. Þá væri ekki til einskis erjað. Um 50 manns sóttu kynninguna. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 19

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.