Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Blaðsíða 22

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Blaðsíða 22
Kortin fullsköpuð, falleg “Ég fer heim til fólks og reyni þannig að ná þegar í upphafi sem allra beztu sambandi. Ég hitti sem sagt viðkomandi og segi frá því hvað hér stendur því til boða. Þess verður að geta að oft hefur þetta fólk verið í nokkurri einangrun, jafnvel innilokað mjög. Nú þegar það svo kemur hingað þekkir það þó alltaf eina manneskju og það er mjög af hinu góða. Ég segi svo fólkinu hérna frá hverjum og einum nýjum sem kemur hingað og segi gjarnan við það “að nú muni allir sinn fyrsta dag” og þeim beri því að vera hinn huggulegi móttakandi sem reiðubúinn er að taka fagnandi þeim sem er að koma. Ég geri allt sem unnt er til þess að sem allra bezt kynni takist sem fyrst. Samkennd er hérna í raun afar mikil og afar mikill hlý- hugur ríkjandi hjá fólki í hvers annars garð”. Ritstjóri má til með að skjóta því hér að, að á meðan hann ræddi við Steinunni komu menn í gættina til að spyrja hana, hvemig þessi hefði það og hvort hún hefði af öðrum heyrt eitthvað, og tilfinningin var sú að þetta væri eins og ein fjölskylda á góðu heimili. En Steinunn heldur áfram: “Þó fólk fari á sjúkrahús þá er því alltaf sagt að það eigi hér vísa vist, þegar til baka er komið og það er mikið öryggi í því fólgið að hafa þessa vitneskju og vissu í farteskinu þegar og tilbúin til að skrifa á. svo stendur á að haldið er út í óvissuna í sjúkradvöl. Ég hef verið einstaklega lánsöm með allt starfsfólk og það hefur afar mikið að segja. Ég var t.d. afar heppin með að fá í upphafi mér við hlið mikinn afbragðskennara í handavinnu - Lilju Eiríksdóttur - sem verið hefur hér frá fyrsta degi. Hún var og er leiðbeinandi á þann hátt að koma ekki með tilskipanir að ofan til fólksins heldur rétta aðstoðina hljóð- lega til þess af alúð og umhyggjusemi. Markmiðið með öllu sem hér er unnið er það að svo sé frá hverju einu gengið að viðkomandi geti verið stoltur af verki sínu þegar heim er komið og fái þar verðuga viðurkenningu”. Ritstjóri spyr næst um hvert mark- mið Dagvistar Sjálfsbjargar sé, hverj- um sé þar aðallega ætluð dvöl og Steinunn segir að því sé bezt lýst með því að vitna í orð sín í kynningu á starfseminni: “Heimilið er ætlað fötl- uðum einstaklingum sem búa eða dvelja mikið einir á heimilum sínum. Einmanakenndin er í mörgum tilfell- um óbærileg. Margir búa ekki aðeins við líkamlega fötlun heldur eiga einn- ig erfitt með að tjá sig vegna sjúkdóms eða áfalla - einveran skapar mikið og raunar óverjandi öryggisleysi fyrir þann sem í hlut á og grípur einnig þá í fjölskyldunni sem vilja vernda en verða að vera fjarverandi daglangt vegna vinnu sinnar”. Og hverju telur þú svo að Dag- vistun Sjálfsbjargar hafi skil- að?: “Reynsla þessara 17 ára hefur sannað að dagvist leysir vanda margra einstaklinga mjög vel. Húndregurúr einangrun og gefur félagsskap, mögu- leika til ýmiss konar afþreyingar, slítur fólk ekki úr tengslum við fjöl- skyldu og heimili en gefur nauðsyn- lega vemd, sem ekki gæfist nema með sólarhringsdvöl á stofnun ella, eða að einstakir fjölskyldumeðlimir væru bundnir heima”. Og hvað er svo iðjað og hefur verið á umliðinni tíð: “Ég vil nú fyrst segja að þetta heimili sé þrep í vinnumiðlun fatlaðra - þar er unnin mikil handa- vinna undir leiðsögn - saumað, smyrnað, ofið og hnýtt, málað á léreft og gler og unnin trévinna. Hér hafa orðið til hinir fegurstu munir”. Steinunn vísar ritstjóra á samantekt um viðfangsefni fólksins þar sem vissulega kennir margra góðra grasa: Lestur blaða, tafl og spil, fjölbreytt handavinna, smíðar, líkamsþjálfun með léttum æfingum og slökun þrisv- ar í viku, verndaðir sundtímar með sjúkraþjálfurum tvisvar í viku, en frjálsir tímar alla daga. Tvisvar í viku er íjöldasöngur með undirleik og gefur það gleði mikla, mánaðarlega er bingó, svo eru heim- sóknir á listasöfn og í félagsmið- stöðina á Vesturgötu 7. Nú nefna má ferðalög, farnar eru dagsferðir vor og haust. Einnig eru fagnaðir góðir: Þorrablót, páskagleði og jólagleði með miklum hátíðabrag. Ekki má gleyma námskeiðum til að auka fjölbreytni, 6-8 vikur í senn. Steinunn minnir á mikilvægi góðrar hvíldaraðstöðu sem þessu fólki sé sannarlega mikil nauðsyn á og hún heldur svo áfram: “Fyrir þá sem þess óska er reynt að hafa nokkra launaða vinnu s.s. að hefta rennilása, pakka inn blöðum o.fl. Ekki er nógu mikið af slíku, en fólk fær þarna smá- vegis fyrir sitt vinnuframlag. Ég má líka til með að segja þér að mér þótti á sínum tíma nauðsyn til bera að koma á smíðum og hafði þá að sjálfsögðu karlmennina í huga, en sannleikurinn var sá að konur sóttu meira í smíð- arnar, en raunar hefur aðsókn verið ánægjulega mikil”. Og nú er að inna Steinunni eftir búferlaflutningum dagvistarinnar í gegnum tíðina, aðeins örstutt til upp- rifjunar: “Við fluttum í suðurenda 22

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.