Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Blaðsíða 39

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Blaðsíða 39
afar vel þeim sem hennar hefðu notið og á fjárhagsáætlun þessa árs væru kr. 800 þús. til þessa verkefnis sem væri hið þarfasta mál. Hrafn sagði nauð- synlegt að menn viðurkenndu að ekki gætu allir í vinnu verið á einhverjum tilteknum, afmörkuðum “jafnréttis- grundvelli.” Hann fór yfir hina miklu vinnu sem Margrét legði að þessu máli, hún sæi um viðtöl við fólk og alla tölvuvinnslu í tengslum við ein- staklingana, möguleika þeirra sem og úrræði. rafn minnti á hæfingarstöðv- arnar sem mikinn vanda leystu sem og starfsþjálfunarstaðinn Örva (en Kópavogsbúa aldrei verið hafnað þar). Utskrift þaðan væri af fremsta megni fylgt eftir með vinnutilboði og tengsl við vinnumiðlun bæjarins þar afar mikils virði. Hrafn kvað öryrkja- reglugerðina nýju mikið notaða og sagði um leið að Hilmar Björgvins- son, aðaldeildarstjóri lífeyrisdeildar ætti þar sérlega ágætan hlut til allra mála. Hins vegar væri á fjölda þeirra sem færu á samning þessu tengdan ákveðin takmörkun, ákveðinn kvóti árlega eftir samþykkt tryggingaráðs. Vinna af þessu tagi er nær eingöngu hálfs dags vinna, vel að merkja. Hann minnti alveg sérstaklega á skerðingar- mörk trygginganna vegna vinnutekna og hve oft mönnum þætti sem ávinn- ingur vinnuframlagsins væri alltof smár fjárhagslega, en hann ætti þó alltaf að vera til staðar, fyrir svo utan ánægjuna af að vera þannig í ríkara mæli þátttakandi í lífinu - virkurfram- leiðandi verðmæta. Enn lýsti Hrafn svo nokkuð inn í hin vönduðu vinnu- brögð Margrétar Magnúsdóttur að öllum þessum málum, hún leitar hóf- anna hjá hinum almennu fyrirtækjum, hvaða möguleiki geti komið til með að henta báðum vel, fer með fólkinu á staðinn, vinnur jafnvel með því í fyrstu og er því þannig hinn dýrmæti stuðningsaðili á hinum erfiðu byrj- unarstundum. Fyrirtækjaeigendum er gerð ljós grein fyrir því að þeirra gróði getur einnig umtalsverður orðið af að taka fatlaðan mann í vinnu. Þessu næst kom Hrafn inn á eina meginfor- sendu fyrir góðu ástandi atvinnumála fatlaðra, sem væri örugg og góð ferðaþjónusta. Nú hafa Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu gengist fyrir því að settar hafa verið sam- ræmdar reglur um allt svæðið og þá um leið á rnilli sveitarfélaga á svæð- inu. Þessi skipan mála hefur reynzt vera mjög til bóta fyrir þá sem þessa njóta og það er býsna mikill fjöldi. Matið á þörf ferðaþjónustu er unnið sameiginlega á vegum bæjarfélags og svæðisskrifstofunnar. Þrisvar á ári fer fram úthlutun eftir þeim umsóknum sem hverju sinni berast. Hrafn sagði Kópavogsbæ áætla á þessu ári 7 millj. kr. í ferðaþjónustu almennt, en ef grunnskólaakstur er tekinn með inn í myndina þá er upphæðin í kringum 11 millj. kr. Það taldi Hrafn vera myndarlega á málum tekið. Hrafn segir að nú sé unnið að vandaðri úttekt til að fá heildarmynd af þjónustu þeirri sem fötluðum er veitt á vegum hinna ýmsu aðila, fá sem gleggsta yfirsýn yfir það hvað hver fær og hvers konar þjónusta er þar á ferð. Hrafn nefndi hina ýmsu þjónustuþætti sem úttektin kæmi inn á s.s.: húsnæðismál, lið- veizlu, frekari liðveizlu, félagslega aðstoð í einhverju formi, atvinnumál, heimahjúkrun og kvað eðlilega nauð- syn til þess bera að hafa af þessu öllu heildarmynd sem bezta. Sú heildar- mynd ætti bæði að gefa betri hug- myndir um úrbætur, svo og að ná betri tökum á umfangi öllu sem einstökum þáttum með tilliti til samræmingar og betri heildarþjónustu. Hrafn sagði það hins vegar sína skoðun að á þessu sviði væri virkilega vel að mjög mörgu staðið. Hann sagði sinn yfir- mann, félagsmálstjórann Aðalstein Sigfússon, eiga þama drjúgan hlut að heillaríkum verkum. Að loknum öllum þessum yfir- gripsmikla fróðleiksfyrir- lestri félaga Hrafns tóku umræður allmjög að snúast um málefni fatlaðra almennt, þar sem varast skyldi alltof miklar alhæfingar, enda engin ástæða til þess að ætla að öllum fötluðum hæfði nákvæmlega sama lífsmunstrið, hvað þá ofurstaðlað. Þar yrði það fyrst og fremst að ráða hvað hverjum og einum væri fyrir beztu. Einnig ræddum við þróun þjóðfélagsgerðar okkar sem í ýmsu og of mörgu er á hættuleið of mikillar markaðshyggju og einnig var rætt um nauðsyn þess að hugsunarháttur fólks yrði ekki um of af kaldri auðhyggju einni saman mengaður. Félagsmálastjórinn, Aðalsteinn Sigfússon, heiðraði okkur svo á lokaspretti með kærkominni heimsókn sinni og í hans máli kom margt fram til áréttingar því sem Hrafn hafði þegar frætt okkur urn. Aðalsteinn bað fólk varast alhæfingar sem allra mest og tók sem dæmi tilfærslu verkefna frá ríki til sveitarfélaga þar sem því er haldið fortakslaust fram að nálægðin ein myndi leiða af sér utan alls efa betri þjónustu. Vissulega gæti það gerzt en altæk trygging væri það ekki. Aðalsteinn sagði samband við svæð- isskrifstofu sérlega gott og sagði ljóst í sínum huga, að ef málaflokkurinn flyttist alfarið yfir til sveitarfélaga yrðu sveitarfélögin að sameinast um rekstur svæðisskrifstofu. Hann fór yfir hina ýmsu þjónustuþætti sem Kópa- vogsbær stæði að, samþættingu þeirra við aðra þjónustu og fullyrti að í ýmsu stæðu Kópavogsbúar í fremstu röð. Aðalsteinn kvaðst vonast til þess að enn betur mætti að málaflokki þessum koma með betra skipulagi og fjölþætt- ara starfi, með betri ráðgjöf og leið- sögn og sín sýn til þessara mála væri sú að þeim bæri að sinna af alúð og kostgæfni, án forsjár en með nauðsyn- legri aðhlynningu. Hann lofaði Hrafn mjög fyrir dugnað hans, hugmyndaauðg- ina, ódrepandi bjartsýnina, málafylgj- una vaska og vísa og um leið heiða sýn til hlutanna. Þetta þóttumst við vel vita en fannst harla gott samhljóm að finna, þó Hrafni þyki eflaust alveg nóg um. Góðri heimsókn og gagnlegri var lokið og við sendurn hlýja kveðju og þökk í Kópavoginn til þeirra Hrafns og Aðalsteins. Við árnum svo Hrafni alls velfarnaðar áfram á ævi- leið, vonum að hamingja ríki áfram í hugarsölum og færum honum um leið alúðarþökk fyrir að hafa tekið og taka svo hressilega til hendi í þessum mál- um sem raun ber vitni. Það er alltaf rík þörf fyrir slíka heillahrafna. H.S. Hlerað í hornum Það var hringt í Jón frá bankanum hans og sagt: “Þú ert yfir á heftinu þínu.” “Og hvað með það”, anzaði Jón. “Ja, það þýðir að það er ekki til innistæða fyrir ávísuninni, þú ert í mínus.” Þá sagði Jón: “Ja, ekki er ég að hringja í ykkur þó reikningurinn sé í plús”. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 39

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.