Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Blaðsíða 42

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Blaðsíða 42
Sigrún Benediktsdóttir framkv.stj.: BER ER HVER AÐ BAKI NEMA SÉR BRÓÐUR EIGI Okkar ágæti ritstjóri, Helgi Seljan kom að máli við mig og óskaði eftir að ég skrifaði nokkrar línur í blaðið. Efnisval væri frjálst. Eitt og annað liggur mér á hjarta, í augnablikinu helst þetta: Heilbrigðis- og tryggingamál hafa verið mikið í umræðunni að undan- förnu vegna mikils niðurskurðar sem nauðsynlegur er til að forsend- ur fjárlaga standist. Menn geta haft mismunandi skoðanir á forsendum fjárlaga. Staðreyndin er hins vegar sú að við stöndum frammi fyrir niðurskurðinum hvort sem okkur líkar betur eða verr. Hagræðing er lausnarorðið. En hvernig förum við að því að hagræða og spara fjár- magn án þess að það bitni á þeim sem þurfa á þjónustunni að halda? Það er sorglegt að sjá hvað hver höndin er upp á móti annarri og nýjar hugmyndir fæðast, sumar andvana, nær daglega. Hvað höfum við sóað miklum fjármunum með tilviljanakenndum ákvörðunum frá einum tíma til annars? Fyrirtækin í landinu hafa óðum verið að gera sér grein fyrir því að til þess að há- marka hagnað sinn og/eða gæði þess sem verið er að selja, vöruna eða þjónustuna, þurfi þau að móta sér ákveðna stefnu, setja sér mark- mið og ákveða hvaða leiðir skuli fara til að ná markmiðunum. Sam- hæfð vinnubrögð með aukinni sam- vinnu eða jafnvel sameiningu er leið sem mörg fyrirtæki hafa valið. s Arangurinn hefur ekki látið á sér standa og fjöldi þeirra hefur bætt afkomu sína og inn- viðirnir styrkst. Það væri mikil einföldun að halda því fram að Sigrún Benediktsdóttir. annað hafi ekki komið til. Ýmsir utanaðkomandi efnahagslegir þætt- ir hafa jafnframt valdið þessu, sem einir sér hefðu þó dugað skammt ef forráðamenn fyrirtækjanna hefðu ekki unnið heimavinnuna sína. I heilbrigðis- og tryggingamálum hefur ýmislegt verið gert til að ná fram aukinni hagræðingu á undan- förnum árum. En betur má ef duga skal. Hvað með samtök fatlaðra og önnur aðildarfélög innan ÖBÍ og Þroskahjálpar? Er þar skortur á stefnumótun og samhæfðum vinnu- brögðum? Mér segir svo hugur að tilhneigingin til smákóngaveldis sé til staðar á þessum vettvangi sem og ýmsum öðrum í okkar annars ágæta þjóðfélagi. Hvernig má það vera að endalaust sé þörf fyrir ný félög innan ÖBÍ? Væri ekki nær að nýta betur og ganga til liðs við þá krafta sem fyrir eru í starfandi fé- lögum? Mörg félög og samtök fatlaðra hafa komið ár sinni vel fyrir borð og lyft Grettistaki í málefnum sinna félaga. Fullyrða má að fram- farir í málefnum fatlaðra hafi að mörgu leyti orðið fyrir dugnað og áræðni einstakra félaga. Gætum við ekki náð enn betri árangri með samhæfðari vinnubrögðum? Er alls staðar nógu góð nýting á húsnæði, tækjakosti og mannauði? Það tel ég afar ólíklegt. Er hluti þessa vandamáls ef til vill eigin fordómar? Þörf er á að berjast áfram gegn fordómum í garð fatlaðra þó svo að nokkuð hafi áunnist í þeim efnum, en fordóm- arnir koma meðal annars fram í skilningsleysi sumra ráðamanna í þjóðfélaginu á þörfum fatlaðra. Og þá aftur, hvað um eigin fordóma? Verða ekki fatlaðir eins og aðrir að treysta öðrum jafnframt fyrir vel- ferð sinni og baráttumálum? Vafa- laust eru margir tilbúnir að segja að því miður sé reynslan sú að aðeins þeir sem þekki hlutina af eigin raun geti lagt þeim lið af þeim krafti sem til þarf. Eg vil leyfa mér að taka svo djúpt í árinni að segja að þessi af- staða sé fyrst og fremst fordómar í garð þeirra sem ekki þekkja fötlun eða alvarlega sjúkdóma af eigin reynslu. Ég tel þörf á því að ÖBI, sem eru regnhlífarsamtök fyrir 22 félög hafi forystu í því að efna til málþings þar sem málin yrðu rædd af alvöru á þeim nótum sem hér hefur verið tæpt á. Það er trú mín að opinská, einlæg og fordómalaus umræða um nýjar leiðir í baráttunni fyrir velferð fatlaðra og annarra skyldra hópa sé öllum til góða. Mannréttindamál fatlaðra og bætt aðstaða sjúkra eru að sjálfsögðu mál allrar þjóðarinnar. Sigrún Benediktsdóttir, framkv.stj. Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Hlerað í hornum Gunnar var langyngstur sinna syst- kina, orðheppinn og orðhvatur. Eitt sinn hringdi systir hans í hann til að spyrja hvort hann vildi ekki vera með að leggja í afmælisgjöf handa einu systkina þeirra. “Það veit ég ekkert um. Hver á svo sem að leggja í afmælisgjöf handa mér þegar þið eruð öll dauð,” var svarið. 42

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.