Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Blaðsíða 48
INNLITIÐ
Avettvangi félaga okkar er alltaf
eitthvað að gerast og það eitt alveg
víst að of fátt af þeim tíðindum berst hér
inn til okkar og þá alla leið til lesenda. Við
höfðum af því fregnir að ýmislegt væri og
hefði verið að gerast hjá Blindrafélaginu,
sem ágætt væri að fræða lesendur okkar
um og því var litið inn í Hamrahlíð 17 og
hús tekið á framkvæmdastjóranum, Helga
Hjörvar og hann inntur eftir helztu tíð-
indum af vettvangi. Fyrst var hann spurður
um verkefnin núna. Helgi svaraði að nú
væri unnið að því að Blindrafélagið færi í
aukna rafræna útgáfu s.s. er um útgáfu
Morgunblaðsins í dag. Hann sagði að bráðlega kæmu
tímaritin Nýtt líf og Mannlíf í rafrænni útgáfu og verið
væri að tala við DV. Þá sagði Helgi að auglýst hefði verið
eftir fræðslu- og ferlifulltrúa félagsins, sem yrði full staða
en að tímabundnu átaki. Búa þyrfti til fræðsluefni fyrir
fagfólk, aðstandendur, nýblinda og almenning s.s. fræðslu
um sjúkdóma, blinda í umferðinni o.s.frv. Skipuleggja
þyrfti kynningar í framhaldinu. Hann sagði að í könnun
ferlinefndar Reykjavíkur á aðgengi í borgarstofnunum
hefði það komið í ljós að blindir eru verst settir allra og
oft vantaði aðeins einfaldar og ódýrar aðgerðir s.s. rauðan
miða á glerhurð, þannig að þetta væri oft spurning um það
einfaldlega að framkvæma hlutina.
Næst innti ritstjóri Helga eftir þeim samningi um akstur
sem Blindrafélagið gerði við SVR. Helgi sagði að
skv. honum gætu blindir pantað leigubíl í stað Ferðaþjón-
ustu fatlaða. Náðst hefðu afar hagstæðir samningar við
leigubílastöð. Blindir borga aldrei meira með þessum hætti
en sem svarar almennu strætisvagnagjaldi en sem vel að
merkja væri þó fimmfalt á við Ferðaþjónustu fatlaðra.
Ekkert þak væri á þessum ferðum en um væri að ræða
beinar ferðir fram og til baka og ekki mætti láta bíl bíða.
Þessar ferðir eru hrein viðbót við Ferðaþjónustu fatlaðra.
Þetta var samþykkt sem tilraunaverkefni á nýliðnu ári þ.e.
frá 1. ágúst til áramóta, en reynslan verið það góð að nú
hefði verkefnið verið framlengt. Fleiri nýta sér þessa
þjónustu en ferðaþjónustuna en aukning verið innan skyn-
samlegra marka. Helgi sagði að kostnaður Reykjavíkur-
borgar á hverja ferð væri u.þ.b. 1/3 á móti ferð hjá
Ferðaþjónustu fatlaðra. Þá var Helgi spurður um símamál
blindra en ritstjóri hafði af því pata að þar hefði eitthvað
gerzt markvert. Helgi sagði hér hafa verið um að ræða
gamalt baráttumál Blindrafélagsins við
Póst og símamálastofnun, en erindið
verið um það að blindir fengju gjald-
frjálsan aðgang að upplýsingasímanum
118, þ.e. einungis til einkanota, ekki í
atvinnuskyni. Þurft hefði frumkvæði
samgönguráðherra Halldórs Blöndal, en
þá hefði dæmið líka gengið upp. Síðasti
þáttur baráttu Blindrafélagsins í þessu
máli var nokkuð óvenjulegur. Félagið
sendi ráðherra þessar bónarvísur:
Helgi Hjörvar
Heiti ég á Halldór minn til heilla að glíma.
Blessaður þig legðu í líma,
leyfðu afnot frí af síma.
Aðeins við þó ætlumst til, þú öldur lægir.
Eitthundrað og átján nægir,
áfram munum verða þægir.
Þegar ráðherra hafði tekið um þetta ákvörðun þá var
haldinn blaðamannafundur og þar svaraði Halldór fyrir
sig svo:
Símaskráin nýtist nú á nýju ári,
svo að fá þeir orð í eyra
sem ekki sjá, en bara heyra.
Aðferðin mun einföld mjög, á símstöð er þetta forritað
fyrir ákveðin símanúmer en lengra hættir ritstjóri sér
nú ekki í tæknilegum útskýringum. Að lokum var Helgi
spurður um starfshóp félagsmálaráðherra um málefni
blindra og sjónskertra en þar sitja þeir nafnar undir ljúfri
stjórn Margrétar Margeirsdóttur. Helgi sagði starfshópinn
vera að ljúka störfum (örugglega lokið þegar þetta birtist).
Ráðherra félagsmála verið sent bréf fyrir áramót um aukið
hlutverk Blindrafélagsins sem þekkingar- og þjónustumið-
stöðvar fyrir blinda á landsvísu. Af hefði orðið aukin
fjárveiting til félagsins nú á þessu ári. Starfshópurinn hefur
farið yfir alla þætti framkvæmda hjá Blindrafélaginu og
mun senda þar um bréf til Framkvæmdasjóðs fatlaðra þar
sem óskað er eftir styrk á móti. Að lokum mun starfshópur-
inn senda ráðherra yfirlit yfir nokkur almenn atriði varð-
andi réttindamál blindra og sjónskertra og hefur þá lokið
því hlutverki er honum var falið. Um leið og Helga Hjörvar
er fyrir fróðlegt spjall þakkað er honum og félögum alls
góðs árnað í áframhaldandi baráttu. H.S.
Hlerað í hornum
Englendingur einn bjó í Kína um
árabil. Hann sagðist lengi hafa haft
dyggan þjón sem heitið hefði Ah
Hing. Ekkert sagði Ah Hing honum
um hagi sína, aldrei tók hann sér
sérstakt frí og því kom á óvart þegar
Ah Hing sagðist verða að fá leyfi til
að fara til Kanton, því konan hans
hefði eignast bam. Það var auðsótt
að fá helgarleyfi en næsta föstudag
bað Ah Hing aftur um leyfi til að fara
til Kanton. Englendingurinn spurði
hvort móður og barni heilsaðist ekki
vel. Ah Hing sagði svo vera. “Þeim
líður báðum ágætlega, en nú langar
mig að fara og búa til annað.”
**
Sonurinn spyr föður sinn: “Er dýrt
með yffsilon ?” Faðirinn: “Já, annars
væri það ódýrt.”
48