Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Blaðsíða 49

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Blaðsíða 49
/ Magnús Olason, læknir: NFR, Nordisk Förening för Rehabilitering Upphaf NFR, Nordisk Förening för Rehabilitering, sem mætti þýða Norræna endurhæfingarsam- bandið, má rekja allt aftur til síðustu aldamóta en þá hittust aðilar á Norð- urlöndum sem störfuðu að málefnum fatlaðra reglulega. Framan af öldinni voru haldnir fundir (“abnormsaks- möten”), þar sem rædd voru vandamál ýmissa hópa fatlaðra. Það var á einum slíkum fundi í Þrándheimi árið 1926, fyrir 70 árum, að hugmynd um stofn- un sambands kom fyrst fram. Á fundi í Kaupmannahöfn árið 1930 var sam- bandið stofnað og voru lög þess síðan staðfest á fundi í Stokkhólmi árið 1934. Sambandið var kallað Nordisk Vanförvárdsförening, NVF, eða nor- rænt samband um þjónustu við fatl- aða. Á sjöunda áratugnum breyttist viðhorf til fatlaðra talsvert á sama tíma og endurhæfingarstarfsemi óx mjög fiskur um hrygg á Norður- löndunum. Starfsemi NVF átti m.a. þátt í þessari viðhorfsbreytingu. Markmiðum sambandsins og lögum þess var breytt til samræmis við breytta tíma auk þess sem rétt þótti að breyta nafni félagsins. Var það gert á fundi í Helsingfors árið 1966 og þá fært til þess sem nú er, Nordisk Fören- ing för Rehabilitering. Sambandið hefur frá upphafi stefnt að því að vernda hagsmuni bæði þeirra sem njóta endurhæfingarþjónustu og þeirra sem veita þá þjónustu á Norð- urlöndunum. I lögum sambandsins er m.a. kveðið á um að efla skuli sam- vinnu samtaka og stofnana á Norður- löndunum sem vinna að endurhæf- ingu. Talsverð tengsl hafa verið milli NFR og RI, Rehabilitation Intema- tional. Landsfulltrúar (“National sekreterare”) RI á Norðurlöndunum em jafnframt áheymarfulltrúar í stjóm NFR og sitja stjórnarfundi NFR. Félagar í NFR eru hin ýmsu félög neytenda eða sjúklingahópa á Norðurlöndunum sem og samtök fagfólks sem vinnur að endurhæfingu. Magnús Ólason. Öryrkjabandalag Islands hefur frá upphafi verið hinn íslenski aðili þessa sambands. Fjöldi aðildarfélaga í NFR er um þessar mundir 38. Sá háttur hef- ur verið hafður á í sambandinu að hvert land hefur annast forystu og formennsku þess eitt kjörtímabil stjórnar, sem áður var 4 ár en árið 1989 var kjörtímabilið stytt í 3 ár. í tengslum við aðalfund sambandsins hefur hverju sinni verið haldin tveggja daga ráðstefna um málefni fatlaðra og endurhæfingu. Milli aðalfunda hafa verið haldnar ráðstefnur á vegum sambandsins, þó ekki nú hin síðari ár eftir að kjörtímabilið var stytt. Island hafði síðast með höndum stjórn sam- bandsins á árunum 1983 til 1986 og var Haukur Þórðarson þá formaður sambandsins og Ásgerður Ingimars- dóttir ritari. Aðalfundur var haldinn í Reykjavík sumarið 1986 og var þá jafnframt haldin langfjölsóttasta ráð- stefna, sem haldin hefur verið af sam- bandinu síðustu 10 árin, enda dagskrá hennar bæði fjölbreytt og vönduð. Að öðrum erindum á þeirri ráðstefnu ólöstuðum held ég að mesta athygli hafi vakið erindi Kristjáns T. Ragnars- sonar læknis sem var hvort tveggja í senn fróðlegt og fyrir marga nokkuð ögrandi. Af og til hefur komið fram hug- mynd um að leggja sambandið niður í þeirri mynd sem það hefur starfað og á þeim 10 árum, sem ég hef verið meðlimur í stjórn þess, hafa slíkar umræður tvívegis farið fram. Niðurstaðan hefur ætíð orðið sú að rétt þykir að halda starfinu áfram. Síðast kom til tals að leggja sambandið niður þegar Noregur tók við stjórnartaum- unum á síðasta aðalfundi, haustið 1993. Niðurstaða þeirrar umræðu sem þá fór fram var, að rétt þætti að stjóm- armeðlimir skiptu nokkuð með sér verkum, annars vegar við að sinna málefnum sem beint tengdust endur- hæfingarstarfi á Norðurlöndunum og hins vegar við að sinna málefnum Norðurlandanna innan RI, Rehabili- tation International. Þykir það m.a. eðlilegt að á vettvangi NFR stilli Norðurlöndin saman strengi fyrir um- ræður og ákvarðanatöku á hinum al- þjóðlegu fundum í RI. Fyrst og síðast reyna menn þó innan stjómar NFR að sjá til þess að sambandið sé vettvang- ur umræðu og upplýsinga um málefni endurhæfingar á Norðurlöndunum. Sú nýbreytni var tekin upp á síðast- liðnu ári að gefa út eins konar frétta- bréf sambandsins og var ætlunin að það kæmi út þrisvar til fjórum sinnum á ári. Enn sem komið er hefur aðeins eitt slíkt bréf litið dagsins ljós. Undir- ritaður hyggst á næsta stjómarfundi leggja til að félagsmálafulltrúi Öryrkjabandalags íslands verði gerð- ur að ritstjóra blaðsins og mun þá ekki standa á útgáfu þess! Fréttabréfið liggur frammi hjá Öryrkjabandalag- inu fyrir þá sem áhuga hafa. Að lokum má geta þess að þann 24. nóvember næstkomandi verður aðalfundur sambandsins hald- inn í Ósló og síðan verður haldin ráð- stefna dagana 25. og 26. nóvember, þar sem höfuðþemað verður félagsleg höfnun, “social utstötning”. Verður dagskrá ráðstefnunnar nánar ákvörð- uð á næsta stjórnarfundi í NFR í byrj- un marsmánaðar og mun síðan liggja frammi hjá Öryrkjabandalaginu. Magnús Ólason, stjórnarm. í NFR. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 49

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.