Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Síða 7

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Síða 7
✓ Utgáfustarfsemi aðildarfélaga Öryrkjabandalagsins er ærin og afar fjölbreytt og sannast sagna kennir þar margra góðra grasa. Ritstjóri Fréttabréfsins reynir eftir föngum að gera ýmsu af ágætu efni skil í sem skemmstu máli, en eðli- lega verður þó alltaf margt útundan sem ekki kemst til skila sem skyldi. Á aðventu liðins árs barst efnisgnótt inn á borð og engin leið að gera grein fyrir nema einhverju brota- broti af því sem þar kom fram, enda ekki unnt að ætlast til þess. Þessi ágætu rit eiga erindi ríkulegt til sinna mörgu lesenda og þó segja mætti að þörf væri að ná til enn fleiri yrði það aldrei gert í yfirliti sem þessu. Hér verður á stóru stikl- að og horft lengra aftur en til aðventunnar, því í október á liðnu ári kom út vandað og vel prýtt fréttablað Styrktarfélags vangef- inna í ritstjóm Halldóru Sigurgeirs- dóttur. Þar er rætt við foreldra 13 ára drengs með Downs - syndrom. Þar segja foreldrarnir m.a. frá því að sonur þeirra hafi verið í al- mennum skóla þegar þau bjuggu úti í Svíþjóð, en í sérskóla svo hér og það hafi verið stórt skref aftur á bak. Þau óttast mjög að sumartilboðum fyrir þroskahefta sé að fækka. Foreldramir segjast ekki hafa gert upp við sig hvaða búsetuform henti syninum bezt í framtíðinni en leggja áherzlu á rétt allra til að eignast gott heimili og búa með þeim sem þeir em sáttir við að búa með. Móðir segir frá því þegar 35 ára dóttir flutti að heiman, er hún fór að búa með vini sínum og telur það lán mikið að þau skyldu fá íbúð til að búa í, þar sem allt gengi svo sem bezt verður á kosið. Viðtal er við séra Guðnýju Hallgrímsdóttur, trúnaðarmann fatlaðra í Reykjavík, en sem slflc er Guðný með 27 tíma á mánuði, sem er alltof lítið eins og geta má nærri. Séra Guðný segir að af 8 starfandi trúnaðarmönnum séu 6 prestar. Hún segist sinna fermingarundirbúningi en Guðný er starfsmaður Þjóðkirkj- unnar með vinnuaðstöðu á Bisk- upsstofu. Hún segist vera á móti sambýlum en með sjálfstæðri bú- setu með góðum stuðningi. Hún segist heimsækja fólk, hlusta á fólk. Á þeim tveim árum sem hún hefur starfað hefur hún sinnt yfir 100 málum. Mörg leysast fljótt og vel, önnur taka lengri tíma, enn önnur leysast aldrei. Skemmtilegt mjög er viðtalið við sambýlisfólkið þroska- hefta sem hefur búið saman í 16 ár. I Bjarkarási tókust með þeim kynni sem til þessa leiddu svo. Lífsgleðin í sinni gleggstu og fallegustu mynd ljómar af viðtalinu, enn ein sönnun fyrir virkri samfélagslegri þátttöku þeirra sem einu sinni var ekki reikn- að með slíku af. s Iviðtali við Kristínu Sigurjóns- dóttur forstöðumann íbúða kemur fram að á vegum Styrktar- félags vangefinna eru 20 íbúðir, í þeim búa 30 manns, þar af 6 pör, sex eru í eigu íbúanna sjálfra, aðrar sex í eigu Styrktarfélagsins og átta íbúðir í eigu Hússjóðs Öryrkja- bandalagsins. I ritinu kemur fram að Styrktarfélag vangefinna hafi í samvinnu við Þroskahjálp ákveðið að ráða foreldraráðgjafa í hálfa stöðu, en þetta er tilraun gerð til þriggja ára og allt endurmetið að þeim tíma liðnum. Verkefnin eru skýrt skilgreind og í starfið ráðin Hrefna Haraldsdóttir, forstöðumað- ur Lyngáss. Hrefna sem er formað- ur Félags þroskaþjálfa segir í viðtali í ritinu að þó þroskaþjálfar fylgist vel með öllum breytingum og þróun, sé hluti þroskaþjálfa alinn upp í þeim hugsanagangi sem fylgi stofnunum. Hrefna segir að vernd- aðir staðir eigi fullan rétt á sér. Viðtalið við Hrefnu er m.a. í tilefni af 30 ára afmæli Félags þroska- þjálfa. Björg Karlsdóttir félagsráð- gjafi vekur athygli á því að réttindi eldri þroskaheftra séu brothætt. Þar fagnar hún því að félagsmiðstöðvar aldraðra á vegum Reykjavflcurborg- ar bjóða nú fólki yngri en 67 ára aðgang, sem þýði að eldri þroska- heftir eigi þarna möguleika á ákveðnu athvarfi og félagsskap. María Hreiðarsdóttir segir frá NFPU - þingi á Álandseyjum með yfirskriftinni: Lífsgæði - gott líf saman. Þar segir hún frá fundi með Japönum og segir stöðu fatlaðra í báðum löndum svipaða, en þó séu Islendingar að mörgu leyti lengra komnir í baráttunni. Að lokum skal svo getið um viðtal við Fjölni Ásbjörnsson sem stjórnar starfsnámi við Iðn- skólann í Reykjavík. Hann greinir þar frá því að ekki sé um réttinda- nám að ræða heldur sé verið að gera nemendur betur samkeppnishæfa inn á vinnustaði. Þessi kennsla hófst 1986 og nemendur yfirleitt 18 í einu, þrír hópar með sex nemend- ur. Alls hafa milli 120 og 130 nem- endur verið í starfsnáminu og um 10 hafa farið í frekara nám. Fjölnir segir mikla þörf fyrir úrbætur á námi fyrir fatlaða á framhalds- skólastigi og gerir um leið grein fyrir áliti nefndar sem skilaði inn tillögum um námstilboð á fram- haldsskólastigi - þar sem gert var ráð fyrir þrem móðurskólum. Hann segir að þegar komi að fötluðum og námsbrautum fyrir þá, byrji vand- ræðagangur og þá vanti allt til alls. Ur þessu sé brýnt að bæta. Ymislegt fleira finnst í ritinu sem fróðleiks- vert er, en verður ekki frekar tíund- að hér. Þó rit þetta fari til margra af okkar lesendum þá telur ritstjóri rétt að gefa hinum tækifæri til að skyggnast lítillega inn í myndarlegt rit sem ágætt dæmi um útgáfustarf- semi félaga okkar, sem annars eru oft gerð nokkuð fátækleg skil í pistlunum undir nafninu: Fréttir í fáum orðum. Svo mun áfram gert þrátt fyrir þessa sérstöku umfjöllun. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 7

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.