Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Page 10

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Page 10
/ Alyktanir aðalfundar • • / Oryrkjabandalags Islands á tali við Eyjólf endurskoðanda. 1) Aðalfundur Öryrkjabandalags Islands haldinn 12. okt. 1996 skorar á viðkomandi stjórnvöld að taka til sérstakrar lagfæringar samspil félags- legrar aðstoðar sveitarfélaga og bóta fráTryggingastofnun ríkisins svo ekki verði af sá vítahringur sem búið er við í dag. Félagsleg aðstoð sveitarfélaga við lífeyrisþega skerði þannig ekki bætur almannatryggingakerfisins. Einnig verði sérstaklega hugað að skattalegri meðferð slíkrar aðstoðar félagsmálayfirvalda. 2) Aðalfundur Öryrkjabandalags íslands haldinn 12. október 1996 mótmælir harðlega þeim skerðingar- aðgerðum á bótakerfi lífeyrisþega sem dunið hafa yfir á þessu ári. Niðurfelling frekari uppbótar hjá fjölmörgum lífeyrisþegum hefur komið afar illa við alltof marga með umtalsverðri launalækkun annars vegar og útgjaldaauka vegna áskrift- argjalda af RÚV hins vegar. Þessar aðgerðir hafa í aragrúa tilvika raskað alvarlega lífskjaragrundvelli lífeyris- þega og öllum fjárhagsáætlunum þeirra. Öryrkjabandalagið undir- strikar þá óumdeildu staðreynd að beinar tekjutölur lífeyrisþega segja hvergi nærri allt um aðstæður þeirra hvað þá þann óhjákvæmilega auka- kostnað sem af fötlun þeirra hlýst. Knýjandi nauðsyn er á endurskoð- un tekju- og eignaákvæða í reglugerð þ.a.l. frá 29. aprfl sl. með það fyrir augum að stórhækka þau viðmiðunar- mörk sem þar eru sett fram. Öryrkja- bandalagið skorar á heilbrigðis-og tryggingaráðherra að verða við þess- ari áskorun og beita sér fyrir verulegri leiðréttingu á ákvæðunum um tekju- og eignamörk vegna frekari uppbótar. 3) Aðalfundur Öryrkjabandalags Islands haldinn 12. okt. 1996 skorar á heilbrigðis-og tryggingaráðherra að breyta þeirri framkvæmd laga um félagslega aðstoð sem varðar bóta- greiðslur til einstæðra lífeyrisþega. Ef einstæður lífeyrisþegi er með barn eða börn á framfæri á hann ekki rétt á heimilisuppbót eða sérstakri heimilis- uppbót. Hið margumtalaða fjárhagslega hagræði af sambúð er einfaldlega ekki til staðar þarna nema síður væri. Aðalfundurinn krefst tafarlausrai' leið- réttingar þessa. 4) Aðalfundur Öryrkjabandalags íslands haldinn 12 október 1996 mót- mælir harðlega þeirri meðferð á Fram- kvæmdasjóði fatlaðra sem fram kem- ur í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1997. Lög urn málefni fatlaðra kveða á um að óskert fé Erfðafjársjóðs skuli renna í Framkvæmdasjóð fatlaðra. Á næsta ári er fé Erfðafjársjóðs áætlað 420 millj.kr., en framlag til Fram- kvæmdasjóðs fatlaðra nemur aðeins 165 millj.kr. sem er aðeins um 40% hinslögbundnaráðstöfunarfjár. Með þessari framkvæmd er verið að gera Framkvæmdasjóð fatlaðra alls ófæran um að sinna hinum margvíslegu verk- efnum sem brýn þörf er á að sinna og um leið er löggjafinn að brjóta ótvíræð lagaákvæði. Aðalfundurinn skorar á Alþingi að skila að fullu fjármagni Erfðafjársjóðs til Framkvæmdasjóðs fatlaðra s.s.lög kveða á um. 5) Aðalfundur Öryrkjabandalags íslands haldinn 12. okt. 1996 skorar á nefnd þá sem nú er að störfum við endurskoðun laga um almannatrygg- ingar og félagslega aðstoð að leggja til við ráðherra þá lagabreytingu að fulltrúi Öryrkjabandalags íslands fái óskoraða aðild að tryggingaráði. Aðild samtaka fatlaðs fólks að stjórnarnefnd um málefni fatlaðra hefur sýnt og sannað gildi þess fyrir alla aðila að fulltrúar fatlaðs fólks komi að málum sem varða svo miklu um hag og heill þess. Því ætti aðild Öryrkjabandalagsins að tryggingaráði að vera ótvírætt til bóta. 6) Aðalfundur Öryrkjabandalags Islands haldinn 12. október 1996 skorar á Alþingi að samþykkja fram- komið lagafrumvarp um umönnun- arlaun. Nauðsyn slíkra umönnunar- launa er ótvíræð og má benda á að ákvæði þessa efnis var í stjórnar- frumvarpi fyrir nokkrum árum en frumvarpið fékk ekki afgreiðslu. Til framtíðar litið stuðlar þetta fyrirkomulag að aukinni heill fjöl- margra sem þannig geta dvalið lengur á heimili sínu svo og að umtalsverð- um sparnaði í heilbrigðiskerfinu þar sem umönnunarlaun eru svo miklu lægri en heildarkostnaður af hverju hjúkrunarrými. 7) Aðalfundur Öryrkjabandalags íslands haldinn 12. okt. 1996 mót- mælir harðlega þeirri bótaskerðingu lífeyrisþega vegna 50% fjármagns- 10

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.