Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Qupperneq 20

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Qupperneq 20
fundi ráðsins.” Árið 1975 markar tímamót í sögu Félags heyrnar- lausra. Þá var komið á samstarfi milli félagsins og Foreldra- og styrkt- arfélags heyrnardaufra með stofnun framkvæmdanefndar. Og snemma á árinu opnaði Félag heyrnarlausra ásamt Foreldrafélaginu, skrifstofu í húsi Öryrkjabandalagsins að Hátúni 10A. Fyrsti starfsmaður skrifstof- unnar var Þuríður Jónsdóttir, fyrsti launaði ráðgjafi heyrnarlausra. Hún tók við starfi sem Hervör hafði lengi sinnt í sjálfboðavinnu. Hervör kenndi henni táknmálið. “Anna María Einarsdóttir tók síðan við af Þuríði, gegndi flestum störfum fé- lagsins í rúm tíu ár og var afburða- starfskraftur,” segir Hervör. Sem formaður Félags heyrnarlausra átti Hervör sæti í framkvæmdanefnd. Hún var einn frumherjanna í þessu tímamótastarfi, ásamt eiginmanni sínum Guðmundi. Baráttumálin í formannstíð Hervarar erkefnin voru mörg en lítið fjármagn til framkvæmda. Því var fljótlega komið á árlegu happ- drætti.Eitt af baráttumálunum var að fá íslenska táknmálsorðabók. Hervör var með námskeið fyrir foreldra heyrnarlausra barna og aðstandendur fullorðinna heyrnar- lausra í nokkur ár. Mikið af þessu starfi vann hún í sjálfboðavinnu og taldi orðið mjög brýnt að fá íslenska táknmálsorðabók. Undirbúnings- vinnan var mikil. Hervör fór í gegn- um kennsluefni frá Norðurlöndum og studdist aðallega við danska kennslu- bók. Hún vann líka að söfnun íslenskra tákna með ungum heymar- lausum auglýsingateiknara, Vilhjálmi G. Vilhjálmssyni sem sá um teikn- ingar í bókina.” íslenska táknmáls- orðabókin kom út 1976 eftir þrotlausa vinnu í eitt ár. í bókarformála segir Guðmundur, þá ritari framkvæmda- nefndar: “Þar sem engu hafði áður verið haldið til haga af íslenskum táknum, hvað þá að þau hefðu verið fest á blað, varð að byrja hér frá grunni.” Alls söfnuðust um 700 íslensk tákn, en önnur voru fengin að láni frá Dönum og Svíum. í bókinni eru því 1388 tákn, sem er ekki mikið miðað við frændþjóðirnar sem hafa yfir 3.500 tákn hver. Hervör og Hafsteinn bróðir hennar. “Islenska táknmálinu svipar mjög til þess danska,” segir Hervör, “en hvert þjóðland á sitt eigið táknmál, þótt við séum fljót að yfirfæra táknin, heyrnarlausir frá ólíkum þjóðlöndum eiga auðvelt með samskipti.” Hervör sótti félagsmálanámskeið í sex vikur til Svíþjóðar. “Það var erfitt að fara frá öllum börnunum, en tíminn hefði mátt vera helmingi lengri,” segir hún. “Ég þurfti að fá innsýn í kerfið á Norðurlöndum, hvernig staða heyrn- arlausra var gagnvart ríkinu og aðlaga það síðan íslenskum aðstæðum. í Norðurlandaráðinu var mikið sam- starf um baráttumálin, en alltaf hefur verið erfitt með samjöfnuð þar sem heyrnarlausir á Islandi eru svo fáir - um 200 manns á móti 6-7000 í Dan- mörku.” Allt í þágu félagsins annarri grein félagslaganna segir: Tilgangur félagsins er að stuðla að auknum félagsskap þeirra, sem mál- litlir eða mállausir eru vegna heyrnar- leysis og vinna að hagsmunamálunr þeirra. En félagsheimili vantaði! “Heyrnarlausir söfnuðust gjarnan saman heima hjá okkur,” segir Her- vör, “það var oft þröngt á þingi í litlu stofunni okkar, en enginn kippti sér upp við það - tjáskiptin voru mikil- vægari.” Það var ekki fyrr en árið 1977, að happdrættið skilaði svo góð- um hagnaði að ráðist var í að kaupa miðhæðina að Skólavörðustíg 21. Hervör og Guðmundur voru aðal- hvatamenn að kaupunum. Þau létu heldur ekki sitt eftir liggja við end- urbætur á húsnæðinu, en félagar unnu sjálfir að málningu og smíðavinnu langt fram á nætur. Skuldbindingar voru miklar og greiðslustaða félagsins erfið. Þá var það að Hervör og Guðmundur seldu nýlegan bíl sinn og lánuðu félaginu andvirðið. “Ég var bara launamaður hjá borginni og þetta gekk ansi nærri manni,” segir Guðmundur, “við vorum bfllaus tvö ár og fengum síðan ekki nema lítinn hluta bílverðsins til baka vegna verðbólgunnar. En þetta leikmannsstarf var manni svo heilagt. Núna væri maður álitinn eitthvað skrítinn að taka þetta inn á sig í slíkum mæli.” Guðmundur hlær þegar hann segist hafa fengið heilt félag í brúðargjöf með konunni sinni. Alvarlegri þegar hann segir: “Þetta var orðið svo mikið hjá okkur að við urðum að hætta.” Guðmundur las með mörgum heyrnarlausum fyrir bílpróf. Að fá að taka bílpróf var eitt baráttumálið. Það var ekki fyrr en Brandur kom með niðurstöður úr erlendum rannsóknum sem sýndu fram á minni slysatíðni hjá heyrnar-lausum, að málið fékk brautargengi. Hervör var fyrst heyrnarlausra kvenna til að ljúka bílprófi. Staða heyrnarlausra í dag eilmiklu hefur verið áorkað, en auðvitað hefur þessi þróun tekið langan tíma,” segir Hervör. “Túlkaþjónustan er miklu betri, þótt við séum eitthvað á eftir hinum Norð- urlöndunum, alltaf verið að vitna í hvað heymarlausir á Islandi eru fáir, hvers vegna að vera gera þetta fyrir svona fáa? - segja menn gjarnan. Núna sér Samskiptamiðstöðin um túlkaþjónustu, námskeið og rann- sóknir á táknmálinu.” - Ertu ánœgð með þróun mála? “Ég er ánægð með þessa þróun, en ekki með stöðu félagsins. Við hjónin unnum mikið sjálfboðastarf og lögð- um fram fjármuni til að koma fótun- um undir félagið. Okkur finnst að illa hafi verið farið með þá peninga. Fé- lagið flutti að Klapparstíg, keypti nú- verandi húsnæði á Laugavegi helm- ingi dýrara, áður en eignin á Klappar- stíg var seld. Nú er jafnvel hætta á því að félagið missi þetta húsnæði. Er Fé- lag heyrnarlausra aftur á byrjunar- reit?” Oddný Sv. Björgvins. 20

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.