Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Blaðsíða 23

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Blaðsíða 23
Vinjar, Ingibjörg heilbrigðisráðherra og Guðbjörg forstöðukona Vinjar. öðrum um ástandið. Fékk ómetanlega hjálp á geðdeildum bæði hjá starfsfólki og sjúklingum, þar sem þáttur sérfræðinganna var veigamestur. I fjórum innlögnum með allbærilegum hlé- um inn á milli gerði hann upp við ýmsa drauga úr fortíðinni og fékk bata. Hamingja hans mest fólgin í að kenna á svo góðum vinnustað og koma þangað á ný til starfa þar sem honurn var svo vel og af skilningi tekið. Miklu erfiðara að koma heim eftir að hafa í veikindunum veitt sínum nánustu svo djúp sár. Þeir hefðu svo sannarlega þurft sína aðstoð. Hallgrímur benti á að engar einfaldar lausnir væru til í sambandi við sjúkdóminn, horfa þyrfti til allra drauganna, líta til margra samverkandi þátta. Vinnu- álagið trúlega verið hjá sér aðalorsök og í því sambandi vék Hallgrímur að hinum ofurlanga vinnudegi alltof margra, meinsemd sem yrði að ráðast að. Vístværiað varanlegur sparnaður í þessum málum kostaði mikla fjár- muni. Við yrðurn að minnka fjár- festingar í steinsteypu en fjárfesta í fólki í staðinn. Einar Már Guðmundsson rithöf- undurtalaði svo síðastur. Hann kvaðst hafa verið spurður að því úti í Finnlandi hvers vegna andlega sjúkir væru meðhöndlaðir eins og heilagir menn í bókmenntum. Hann sagðist hafa svarað því að allir sem þjást á þessari jörð væru bræður í Kristi. Á móti var spurt hvort hann teldi þá að Jesús Kristur hefði verið geðveikur. Nei, var svar hans, alls ekki, en ég tel ekki loku fyrir það skotið að hann yrði lokaður inni á geðveikrahæli, ef hann skyti hér upp kollinum. Hann las síð- ankaflaúrbóksinni: Englar alheims- ins, þar sem ein sögupersónan segir svo: Kleppur er víða. Erindi sitt kall- aði Einar Már: Hverjir eru heilbrigð- ir? og svaraði í upphafi: Mælikvarðar á veruleikann eru misjafnir. Englar alheimsins er tileinkuð bróður hans, en ekki þar með sagt að bókin sé um hann. I gegnum hann hafi hann hins vegar fengið innsýn í heim geðsjúkra. Hann sagði að hann væri í raun að fjalla um sjálfan lífsvandann í bók- inni. Minnti á hina alkunnu hvatningu til hins geðsjúka: Þú átt að fara út í þjóðfélagið. Það gleymdist þá hversu sá geðsjúki rnissti vini sína, einangr- aðist og ætti ekki í önnur hús að venda en til hinna sem væru sjúklingar eins oghann. Hann kvað oft hyldýpi milli kenninga og reynsluheims sjúklinga. Einar Már minnti á afleiðingar ýmsar s.s. þær að dauðsföll væru algengari í heimi geðsjúkra en annarra. Okkur hætti til að líta um of til efnislegra framkvæmda, síður til einsemdar þeirra sem þeirra þó nytu. Hann kvað þetta efni hafa gengið mjög nærri sér. Las og kynnti sér afar mikið til að kornast sem bezt inn í heim hinna glötuðu möguleika. Minnti alveg sér í lagi á Inferno eftir August Strindberg og svo mesta sálfræðing allra tírna: Shakespeare. Geðveikin býr í andrúmslofti verksins enda eru þver- sagnir í öllu. Las í lokin Grillveizlu- kaflann góða úr Englum alheimsins. Sveinn Rúnar færði öllum þakkir og einkum þó hinum rnikla fjölda sem gert hefði þennan dag eftirminni- legan með þátttöku sinni. Að þessu var sannur sómi aðstand- endum öllum. H.S. Formenn aðildarfélaga Öryrkjabandalagsins Alnæmissamtökin Eggert S. Sigurðsson Blindrafélagið Ragnar R. Magnússon Blindravinafélagið Helga Eysteinsdóttir Félag aðst. Alzheimersj. FAAS María Jónsdóttir Félag heyrnarlausra Berglind Stefánsdóttir Félag nýrnasjúkra Dagfríður Halldórsdóttir Foreldrafél. misþroska barna Matthías Kristiansen Foreldra- og styrktarfél. heyrnard. FOSH Ingibjörg Maríusdóttir Geðhjálp Pétur Hauksson Geðverndarfélagið Tómas Zoéga Gigtarfélagið Árni Jónsson Heyrnarhjálp Friðrik R. Guðmundsson Landssamt. áhugaf. um flogav. LAUF Astrid Kofoed Hansen MG - félagið Ólöf S. Eysteinsdóttir MND - félagið Rafn Jónsson MS - félagið Gyða J. Ólafsdóttir Parkinson - samtökin Nína Hjaltadóttir Samtök psoriasis- og exemsj. SPOEX Helgi Jóhannesson Samb. ísl. berkla- og brjóstholssj. SÍBS Haukur Þórðarson Samtök sykursjúkra Sigurður Viggósson Sjálfsbjörg - landssamb. Guðríður Ólafsdóttir Styrktarfélag lam. og fatl. Þórir Þorvarðarson Styrktarfélag vangefínna Hafliði Hjartarson Umsjónarfélag einhverfra Ástrós Sverrisdóttir FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.