Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Síða 25

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Síða 25
^ itofu: ♦ steínt að verkefnaflutrangi til borgarinnar <• aukin áhersla á búsetumál fatladra ♦ fleiri atvinnuúrræði fyrir fatlaða ♦ fleiri dagvistarúrræði ♦ aukin skammtímavist Verkefni málaflokksins bíða eftir nýrri skipun á vegum borgarinnar. eftir bæði inn á við sem út á við. Hér væri um ómetanlegt hjálpartæki að ræða sem tryggði skilvirkari og skipu- legri vinnubrögð sem ættu öllum til góða að koma, ekki sízt skjólstæðing- unum, enda frá upphafi að því miðað að sem bezt yrði þeim þjónað. Það væri raunar þarft að fá Astu síðar til að gera grein fyrir þessu framtaki og ekki síður því hvernig nýtzt hefði. Við ræddum allnokkuð um frekari liðveizlu, sem er hinn ört vaxandi þáttur í starfseminni. I því sambandi benti Ásta alveg réttilega á að sam- kvæmt eðli og mikilvægi þessarar stoðþjónustu væri ekki fyrir hvern sem er að ganga inn í slíkt vandastarf algerlega óundirbúið. Þetta væri fjöl- þætt, krefjandi starf og reyndi veru- lega á og því þyrfti það fólk sem þessu sinnti ákveðinn grunn til að byggja á, námskeið þyrfti m.a. Þeim mun meiri og betri undirstaða, þeim mun árang- ursríkara að öðru jöfnu. Iþessu sambandi minnti Ásta á ákveðnar væntingar til félagsmála- brautar í Borgarholtsskóla í Grafar- vogi sem er verkmenntaskóli. Þar gæti hið unga fólk verið í ágætu námi og stundað þá verklega þáttinn m.a. í leikskólum og meðal aldraðra og fatl- aðra og þannig fengið góðan grunn til að byggja á. Allt væri hins vegar í óvissu hér um enn, en Ásta lagði á það áherzlu að í frekari liðveizlu þyrfti að vera fólk með góða, margþætta menntun, þar sem mannlegi þátturinn, samskipti við fólk ólíkrar gerðar skip- aði ákveðið öndvegi. Talandi um frekari liðveizlu þá sagði Ásta okkur frá því að of naumt væri skammtað miðað við hina miklu þörf eða aðeins 16,7 millj.kr. á þessu ári en á næsta árs fjárlögum er gert ráð fyrir 23,9 millj.kr. Ásta kvað þetta samsvara rúmum 9 stöðugildum. Þetta væri vissulega alltof lítið, hér væri í raun vaxtarbroddurinn í málaflokknum og að honum yrði að hlúa mun betur, því svo margir ættu að njóta góðs hér af. Mörg málanna sem hingað berast eru afskaplega erfið og þá þarf að freista þess að feta sig nýjar leiðir, sagði Ásta og leit þá einnig til málaflokksins í heild sinni. Nú njóta um 70 manns þessarar dýrmætu þjónustu alls. Á árinu 1995 tókst að leysa 51 búsetumál í sam- býlum og íbúðum svo vikið sé að beinum árangri. í þessu sambandi gat Ásta um alveg sérstaklega góða samvinnu og samstarf við Hússjóð Öryrkjabandalagsins sem sannarlega hefði ágætum árangri skilað. Við fórum svo yfir umfangið talna- lega séð til að gefa lesendum þar um nokkra hugmynd. Á skrifstofunni eru framkvæmdastj óri, skrifstofustj óri, sálfræðingur, ráðgjafi, almennur afgreiðslufulltrúi og einu stöðugildi hyggst Ásta deila í tvennt: hálft stöðu- gildi verði starfsmannastjóri enda ekki vanþörf á með um 200 manns alls á launaskrá (sambýlin öll og önnur starfsemi) og hálft stöðugildi fræðslu- stjóra til þess að sjá um og standa fyrir fræðslunámskeiðum og ekki síður að halda gæðakerfinu gangandi, sem væri mjög mikilvægt. Stöðugildin á skrifstofunni sjálfri eru sem sagt 6. Sambýlin sern Svæðisskrifstofan er alfarið með á sínum snærum eru 14 talsins og þar eru heimilismenn alls 80. Ásta tók fram að auk þessa væru svo sambýli á vegum Styrktarfélags vangefinna sem hýsa mjög marga, svo og tvö heimili á vegum Reykjavíkur- borgar og eitt á vegum Blindra- félagsins. Ásta sagði að einkar góð samvinna væri einmitt við Styrktar- félag vangefinna sem er með svo geysilega umfangsmikla starfsemi. Öll eru sambýlin á vegum Svæðis- skrifstofu fyrir þroskahefta utan eitt fyrir geðfatlaða. Svo er hið ágæta Iðjuberg sem áður hefur verið greint hér frá, en þar er annars vegar vinnu- stofa fyrir einhverfa þar sem 14 alls iðja vel og dagvist þar sem eru í kringum 25, yfirleitt hálfan daginn. Um alla þessa starfsemi mætti eflaust spyrja utan enda en skal ekki gert hér. Það eitt ætti að vera alveg Ijóst að mati þess sem hér heldur á penna að mikil nauðsyn er á því að hafa ákveðna fjölbreytni í tilboðum, fatlað fólk er ekki frekar en annað fólk einslitur hópur þar sem allir eru steyptir í sama mótið. Ásta vildi svo í lokin koma því að, að svæðisskrifstofan flytur að Suð- urlandsbraut 24 nú íbyrjun desember. Við ræddum málefni fatlaðra fram og aftur yfir kaffibollunum og eitt er morgunljóst: Hér er um viðamikla og tjölþætta þjónustu að ræða sem taka þarf ríkulega tillit til þegaryfirfærslan verður, sem telja má alveg víst að verði. Þeirri fagþekkingu og reynslu sem til staðar er á svæðisskrifstof- unum má og á hreinlega ekki að kasta fyrir róða. Þríeykið þakkar Ástu fyrir fróðleik mikinn og mætar viðtökur. Henni og hennar fólki öllu árnum við alls góðs í áframhaldandi starfi að málefnum fatlaðs fólks. Og enda skal á ítrekun þess að í Reykjavík eru 52% allra öryrkja í landinu og það verður ein- faldlega að vera til viðmiðunar þegar fjármunum er deilt niður. Helgi Seljan FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 25

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.