Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Side 27

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Side 27
túlk og greiða fyrir þjón- ustu hans þegar þess gerist þörf. Þannig hefur verið greitt fyrir túlkun fyrir framhaldsskólanema, fyrir inniliggjandi sjúklinga á sjúkrahúsum, við yfir- heyrslur hjá lögreglu og rannsóknarlögreglu og einnig í dómsmálum. A flestum öðrum stofnunum er þetta ekki viðurkennt. Heyrnarlausir, heyrnar- skertir og daufblindir hafa því í mörgum tilvikum ekki notið lögvarinna réttinda sinna og í mörgum tilvikum staðið fyrir utan íslenskt samfélag. Þess má geta í þessu sambandi að fyrir Alþingi liggja tvö frumvörp, frumvarp til laga um framhaldsskóla og frumvarp um rétt- indi sjúklinga. I báðum þessum frumvörpum er gert ráð fyrir að ábyrgðin á túlkaþjónustunni sé hjá þeim sem þjónustuna veitir. Túlkaþjónusta ríkisins? Þegar unnið var að því að stofna Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra var lögð áhersla á að hún heyrði undir menntamálaráðu- neytið. Þá var ekkert námsefni til í táknmáli, hvergi var hægt að læra málið og engir menntaðir táknmáls- túlkar voru til. Nauðsynlegt var þá að byrja að vinna að uppbyggingu á táknmálsrannsóknum og menntun á því sviði. Ekki var hægt á þeim tíma að stofna sjálfstæða túlkaþjónustu en hún gat byrjað að þróast með rann- sóknarvinnu og táknmálskennslu með Samskiptamiðstöðina að bakhjarli. Nefndin telur að nú sé tímabœrt að kanna alvarlega hvort ekki sé kominn tími til að túlkaþjónustan verði sjálfstœð stofnun og starfi á vegum félagsmálaráðuneytisins. Sú stofnun gœti selt þjónustu til viðkomandi ríkisstofnana og annarra aðila. Endurskoðun á lögum um málefni fatlaðra Með endurskoðun á lögum um málefni fatlaðra verður að taka mið af því hvort túlkaþjónustan verður áfram rekin af Samskiptamiðstöð heymarlausra og heymarskertra eða verði sjálfstæð stofnun sem heyri undirfélagsmálaráðuneytið. Sjálfstæð Hér ríkir geislandi sigurgleðin. stofnun, sem með samningi milli ráðuneyta mætti t.d. vista hjá Sam- skiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra. í IV. kafla um stoð- þjónustuna leggur nefndin til að bætt verði við 5. liðnum í 8. grein. 5. Þarfir heyrnarlausra, heyrn- arskertra og daufblindra fyrir nauðsynlega túlkaþjónustu til að geta notið almennrar þjónustu ríkis og sveitarfélaga og til að geta tekið þátt í eðlilegum félagslegum athöfn- um daglegs lífs. Ef menn velja að kanna möguleika á sjálfstæðri stofnun, þá þarf auk þess að breyta IV. kafla um stoðþjón- ustu að koma til sérkafli sem heitir Túlkaþjónusta ríkisins (eins og Grein- ingarstöð ríkisins,) eða að á vegum ríkisins skuli starfa túlkaþjónusta. Nefndin telur eðlilegt að tillögur hennar taki mið af því hvernig þróunin hefur verið á síðastliðnuni árum og hver vilji löggjafans er varðandi fatlaða almennt. f lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og lögum um málefni fatlaðra kemur skýrt fram að tryggja eigi fötluðum jafnrétti og sambærileg lífskjör við aðra þjóðfélagsþegna. Einnig er ljóst að vilji löggjafans er að leitast verði við að veita fötluðum þjónustu sam- kvæmt almennum lögum. Nefndin leggur til að: 1. Skýrt verði kveðið á um rétt til túlk- unar fyrir heyrnarlausa, heyrnar- skerta og daufblinda þar sem það á við í öllum almennum lögum er varða réttindi og skyldur og í lögum um málefni fatl- aðra. Þetta verði haft í huga við endurskoðun laga í framtíðinni. 2. Þar til sú endurskoðun hefur farið fram verði þjónustan við heyrnar- lausa, heyrnarskerta og daut'blinda, sem þurfa túlkaþjónustu, skipulögð með eftirfarandi hætti: a. Opinberar stofnanir beri kostnað af túlkun vegna þjónustu sem heyrnar- lausir, heyrnarskertir eða daufblindir sækja til þeirra smbr. 7. gr. í lögum um málefni fatlaðra. b. Framkvæmdasjóður fatlaðra veiti aftur fé til túlkunar í samræmi við reglurfrá 1. mars 1995. c. Sveitarfélög veiti fé til túlkunar vegna þátttöku í menningarlífi og tómstundastarfi. Túlkun fyrir heyrnarlausa, heyrnarskerta og daufblinda er ný þjónusta og á eftir að þróast ört á næstu árum. Mjög erfitt er að meta hver raun- veruleg þörf fyrir túlkun er. Mikill skortur hefur verið á túlkum og óvissa hefur ríkt um réttinn til þjónustunnar þannig að bæði stofnanir og einstakl- ingar hafa veigrað sér við að leita eftir henni. Nefndin hefur reynt að vinna tillögur sínar með hliðsjón af þeirri framvindu sem hefur orðið á síðast- liðnum árum. Nefndin telur mikilvægt að fylgst verði með því hvernig þjón- ustan á eftir að þróast áfram og telur eðlilegt að endurskoða tilhögun túlka- þjónustu þegar þjónustuþörfin fer að taka á sig skýrari mynd. Nefndin telur jafnframt mikilvægt að farið verði hið fyrsta að vinna eftir þeim tillögum sem nefndin hefur lagt fram. Það er brýnt fyrir alla þá aðila sem að málinu koma: notendur túlkaþjónustu, túlka, opinberar stofnanir og hlutaðeigandi ráðuneyti að þessum málefnum sé komið í ákveðinn farveg. Það er von nefndarinnar að þeir sem um þessi mál fjalla beri gæfu til að þau nái fram að ganga og fái farsæla meðferð heyrnarlausum, heyrnarskertum og daufblindum í hag. Sólveig Helga Jónasdóttir. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDAFAGSINS 27

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.